Mesti hiti á landinu í júlí

Þennan dag, 17. júlí, árið 1946 mældist hámarkshitinn á Hallormsstað 30,0 stig. Það er mesti hiti sem mælst hefur á Íslandi í júlí og viðurkenndur hefur verið.

Það er reyndar viss spurning um áreiðanleika þessarar mælingar á Hallormsstað. Hún var gerð í veggskýli en ekki sérstæðu hitamælaskýli eins og nú tíðkast en kl. 15 var hitinn 27,0 stig. Þrjátíu stiga hiti er ansi mikill hiti á Íslandi og hefur fyrir utan þessa mælingu aðeins fyrr og síðar mælst í júní 1939 á tveimur veðurathugunarstöðvum. Þá var methiti eða nálægt því víða um land eins og eiginlega liggur í augum uppi eða öllu heldur liggur í loftinu að hljóti að vera þegar einhvers staðar mælist 30 stiga hiti. En methiti mældist hvergi 1946 nema á Hallormsstað.

Óvenjulega hlýtt loft var þó yfir landinu, ekki síst fyrir austan og þar var glaðasólskin. Daginn áður var reyndar sett dagshitamet á landinu, 23,6 stig á Teigarhorni, sem stendur enn (reyndar lægsti landshámarkshiti fyrir nokkurn dag í júlí) og þann 18. varð hitinn 24,5 stig við Mývatn.

Þrjátíu stiga Hitinn á Hallormsstað stendur hvað sem öllu líður sem hitamet á landinu í júlí.

Hvergi annars staðar fór hiti þó í 26 stig þessa daga eða hærra en víða mældist 20-25 stiga hiti. 

Og þennan dag árið 1950 mældist hitinn í Reykjavík 23,4 stig sem þá var hitamet þar á 20.öldinni  en það hefur verið slegið nokkrum sinnum.

 

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband