Íbúar við Höfðatorg lagðir í hættu

"Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við miklum vindstrengjum við Höfðatorg og í Borgartúni við háhýsin sem þar eru. Vindstrengirnir eru það miklir að þeir geta verið hættulegir gangandi vegfarendum og þeim sem eru á reiðhjólum. Fólk er varað við að vera þarna á ferðinni."

Svo segir í frétt Rkisútvarpsins.

En hvað með íbúa við Höfðatorg?

Eftir að hótelið var reist við torgið eru oft miklir vindstrengir, jafnvel í blíðuveðri, sem aldrei voru áður, vestur eftir öllu Bríetartúni og reyndar allt í kringum Höfðatorg. Að ekki sé nú minnst á hinn skrímslaturninn.

Íbúarnir verða auðvitað að sinna sínum erindum og kaupa í matinn og því um líkt. Þeir eru því neyddir til að leggja sig í hættu á stundum. 

Fleiri turnar eru fyrirhugaðir á Höfðatorgi.

Hvernig verður ástandið þegar þeir hafa allir risið?

Og síðast en ekki síst: Finnst yfirvöldum bara sjálfsagt að leyfa verktötum að byggja mörg háhýsi sem hvert og eitt, hvað þá mörg saman, skapar vindstrengi sem geta verið gangandi íbúum í nágrenninu verulega hættulegir nokkrum sinnum á vetri miðað við það hvernig íslenskt veðurfar hagar sér?

Hafa skipulagsyfirvöld ekkert hugsað út í þetta? Eru þar eintóm flón sem gera sér enga grein fyrir því hvernig háhýsi breyta vindadfari umhverfis sig á nokkuð stóru svæði?

Og hvað nú ef einhver íbúi á leið heim til sín úr matvörubúðinni fýkur út í hafsauga?

Ætlar forstjóri Eyktar eða skipulagsfulltrúi borgarinnar að bæta skaðann ef hann brotnar ofan frá og niður úr?

Er ekkert mannvit í skipulagi þessa ólánsreitar sem Höfðatorg er?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband