Hér birtast töflur fyrir hámarks-og lágmarkshita hvers mánaðar í Reykjavík fyrir hvern mánuð frá 1871.
Óþarfi er að eyða mörgum orðum að þessu. Í flipum er hægt að sjá hvar mælingarnar fóru fram á hverjum tíma. Lítið er vitað um mælingarnar fyrstu árin en árið 1880 voru þær komnar í hendur dönsku veðurstofunnar og munu hafa farið fram í hitaskýlum sem fest voru á húsveggi. Það var ekki fyrr en árið 1947 sem mælarnir voru fluttur í skýli sem stendur á bersvæði eins og síðan hefur verið.
Árin 1907 til 1919 voru ekki raunverulegar hámarks-og lágmarksmælingar heldur eru tölurnar hæstu og lægstu tölur sem lesnar voru á mæli á föstum athugunartímum frá morgni til kvölds en ekki að næturlagi. Tölurnar þessi ár eru því aðeins bending um hitann.
Í hámarkshitadálkunum eru allra hæstu gildi sem mælst hefur í viðkomandi mánuði með rauðu en lægstu mánaðargildi hámarks með bláum lit en í lágmarkshitadálkunum eru lægstu gildin með bláu en hæstu lágmarksgildi í hverjum mánuði með rauðu. Nokkur árslágmörk eru skáletruð þegar vantar í einhverja mánuði.
Heimildir til árins 1879 eru virðuleg leyndarskjöl frá Veðurstofunni, en frá 1880 til 1919 eru þær eins og fyrri daginn Danska veðurfarsbókin, frá 1920-1923 Íslenzk verðurfarsbók, frá 1924 Veðráttan, mánaðaryfirlit Veðurstofunnar, og frá 2003 Veðurfarsyfirlit þessarar ágætu stofnunar.
Meginflokkur: Veðurfar | Aukaflokkur: Íslensk veðurmet | 26.3.2007 | 19:00 (breytt 7.2.2014 kl. 19:23) | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
ÞETTA var allt annað! Ég fékk alveg vatn í munninn þegar ég opnaði töfluna. Ég ELSKA svona númeratöflur. Og nú verð ég endilega að herma eftir þér og fara að gera einhverjar svona töflur, þetta er svo ægilega gaman :)
En afhverju eru sumar tölurnar inn á milli rauðar eða bláar?
Það eru þarna nokkrar skáletranir - hefur það nokkra merkingu?
gerður rósa gunnarsdóttir, 26.3.2007 kl. 19:39
Það er ekki amalegt að hafa nákvæman prófarkalesara til að reka ofan í sig ólukkans letina og hroðvirknina. En merking þessara atriða er samt sem áður algjört leyndarmál!
Sigurður Þór Guðjónsson, 26.3.2007 kl. 23:16
Og lengra þó Vala mín!
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.3.2007 kl. 10:34
Veðurfregnir gera yður frjálsa!
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.3.2007 kl. 14:58
Sigurður þetta var mjög gott veðurblogg. Þú ert algjör veðurviti.
Svava frá Strandbergi , 27.3.2007 kl. 17:09
Og það er nú aldeilis betra en að vera algjör hálfviti eins og ...
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.3.2007 kl. 17:46
Eins og hver???!!!!
gerður rósa gunnarsdóttir, 27.3.2007 kl. 18:12
Vertu nú ekki að sóa tíma þínum í svona spurningar Zoa.
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.3.2007 kl. 18:20
Ókei
gerður rósa gunnarsdóttir, 27.3.2007 kl. 19:32
Þetta er lærdómsríkt innlegg. Segðu nú okkur kæri nimbus hvað veðrið verður 26 Febrúar 2008.
Ólafur Þórðarson, 28.3.2007 kl. 23:18
Eigi veit ek það svo gjörla en 30. febrúar 2008 verða þrumur miklar og eldingar.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.3.2007 kl. 23:38
Sæll, ágæti Sigurður Þór! Eitt finnst mér slæmt við bloggið þitt - mér finnst stundum líða helst til langt á milli þess sem þú skrifar ...
Hlynur Þór Magnússon, 29.3.2007 kl. 15:12
Ástæðan fyrir því að langt um líður milli blogga er einfaldlega sú að mér finnst ekkert gaman að blogga. Ég hef jafnvel verið að hugsa um að blogga aðeins veðurfærslur. Ég vil ekki móðga neinn - að minnsta kosti alvarlega - en ég held að bloggið sem fyrirbrigði sé botninn í mannlífinu, þessi endalausu uppþot út af dægurmálum og pólitík og sjálfhverfi rembingur. En við sjáum nú til. Kannski braggast bloggið.
Sigurður Þór Guðjónsson, 29.3.2007 kl. 16:40
Ég kæri mig lítið um dægurmálin, eða pólitíkina - má ég hins vegar biðja um sjálfhverfan rembing, eins og þú kallar ...
Hlynur Þór Magnússon, 30.3.2007 kl. 00:19
Bloggi er eintóm þjáning. Hjá mér er það þannig að ég skrifa undir höfundarnafni og fæ alltaf eitthvað í hausinn að ég sé ekki til. Hafiði heyrt annað eins?
Muna eftir regnhlíf og járnkarli 30 Febrúar 2008.
Ólafur Þórðarson, 30.3.2007 kl. 02:41
Ég hef aldrei fattað orðið bloggi, sem virðist vera eintala og ekki heldur orðið bloggar, sem virðist vera fleirtala án greinis. Getur einhver skýrt út fyrir mér leyndardóma þessara orða, merkingu þeirra og beygingu eftir kyni og tölu. Ætli sé annars málfræðilega rangt (kannski siðferðilega líka?) að kalla stelpu sem bloggar bloggínu, nánar tiltekið bloggínu nr. 1 (hún virðist reyndar vera orðin bloggstopp og er kannski flutt til Patreksfjarðar þar sem menn blogga ekki, hugsa ekki og eru ekki). Ég hef oft verið að hugsa um að fara að blogga undir höfundarnafni, t.d. Jósef Mengele, því þá gæti ég svívirt allt og alla, sérstaklega nafngreinda einstaklinga, með þeirri hjartanlegu meinfýsni sem mér er eiginlega (en held í skefjum af spéhræðslu) án þess að nokkur viti hvað ég er mikill andskotans óþokki og gunga. Ég hef m.a.s., by the way, b.t.w. stofnað eina slíka síðu en hef ekki enn bloggað inn á hana eitt einasta orð. Svo er ég alveg sjúklega forvitinn að vita hver þessi veffari er sem hefur búið á eyju við strönd Bandaríkjanna lengur en elstu menn muna. En ég lifi það nú alveg af að vita það ekki.
Sigurður Þór Guðjónsson, 30.3.2007 kl. 09:41
Halló kæri Sigurður!
Ég er að fara til Kanarí eftir mánuð. Geturðu nokkuð sagt mér hvernig veðrið verður á eyjunum? Þú veist; stuttbuxur eða regngalli?
Lyfti einum köldum Budweiser fyrir veðrinu!
Ólafur Þórðarson, 5.4.2007 kl. 02:48
Ég forðast áfenga drykki meira en andskotann. En á Kanarí er næstum alltaf sól og blíða þegar komið er fram í maí eins og allir vita.
Sigurður Þór Guðjónsson, 5.4.2007 kl. 18:01