Vorið er að koma!

Veður á Íslandi er oft breytilegt og vægast sagt umhleypingasamt og öfgakennt. Í nótt komst frostið til dæmis niður í 17 stig á Hellu en hlýindi eru á leiðinni og það er órækur forboði þeirra að nú á hádegi var hitinn kominn í 18,2 stig á Tófuhorni í Lóni.

Þessi hlýindi munu síðan fara sigurför um landið síðar í dag og næstu daga. Og sólin verður í toppformi um land allt. Búinn að gríra vel upp eftir sólmyrkvann.

Í fylgiskjalinu má sjá allan mars og þar kemur meðal annars fram að gærdagurinn var sá sólrikasti sem enn hefur komið á árinu í Reykjavik.

Vorið er komið!

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Og nú er svo kominn 2 apríl. En var þetta kannski ekki sérlega sannfærandi!

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.4.2015 kl. 01:52

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Sigurður Nimbus.: Takk fyrir tilkynninguna!

Djöfull hvað maður getur látið þetta fyrirbæri veðrið, taka stóran skammt af sér, eða þannig....

Ef þú klikkar á spánni, ætla ég ekki að sparsla í gapið, enda alls óhæfur til slíks, en kærar þakkir fyrir bloggið þitt. Verið mér og fleirum uppspretta, sem vantaði, en fannst hvergi, nema vegna þín. Eigðu góða páska og allt það. Ekki éta umhverfisslys frá Nóa og "keep on trucking on the weather highway"

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 5.4.2015 kl. 04:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband