5.4.2015 | 18:46
Hlýr páskadagur eftir erfiðan vetur
Í nótt fór hitinn á sjálfvirka hitamælinum á Dalatanga upp í 17,0 stig en 15,5 á kvikasilfursmælinum. Í Bjarnarey fór hitinn í 15,6 stig á sjálfvirkum mæli. Hver tala sem valin er gerir þetta methitadag fyrir 5. apríl frá 1949 en einhver dæmi eru um meiri hita á árunum þar á undan. Þetta er vorveður. - Í bili.
En ekki byrjaði samt apríl beint vorlega. Aðfararnótt þess fyrsta fór frostið í 17,0 stig á Hellu og næstu nótt í -17.3 stig á Þingvöllum. Þetta er í meira lagi þó alloft hafi orðið kaldara þessa daga frá stofnun Veðurstofunnar og reyndar ýmsa aðra daga síðar í aprílmánuði.
Sólin síðasta dag marsmánaðar í Reykjavík var 12,2 stundir og vantaði aðeins 0,1 stund til að jafna mesta sólskinið sem mælst hefur í hundrað ár þennan dag. En mjög kalt var þennan dag.
Meðalhiti vetrarmánuðina desember til mars var -0,10 stig Reykjavík. Það er 1,4 stig undir meðallaginu það sem af er þessari öld en innan við 0,1 stig undir meðallaginu 1961-1990. Allir vetrarmánuðirnir voru undir frostmarki í Reykjavík nema mars og hefur það ekki gerst að þrír mánuðir í röð séu þar undir frostmarki síðan 1994-1995 en þá voru allir vetrarmánuðir undir frostmarki.
Þetta er kaldasti vetur í Reykjavík síðan árin 2000 og 1999 sem voru lítið eitt kaldari og svo frá 1995 sem var allmiklu kaldari og næstu tveir vetur þar á undan voru líka aðeins kaldari.
Á Akureyri var meðalhitinn -0,55, tiltölulega hlýrra en í Reykjavík, 0,3 stig undir meðallagi þessarar aldar og á þessari öld voru veturnir þar árin 2008-2010 og 2001-2002 kaldari.
Í Stykkishólmi var vetrarhitinn -0,12, sá kaldasti síðan 2002. Þar voru allir veturnir 1997-2002 kaldari nema 1999. Það er 0,8 stig undir meðaltali það sem af er þessarar aldar.
Á landinu í heild sýnist mér veturinn í fljótu bragði og án þess að öll kurl séu kominn til grafar álíka kaldur og veturinn 2000 en aðrir vetur síðan hafa verið hlýrri.
Alhvítir dagar í Reykjavík voru 70, í desember vpru þeir 25, 21 í janúar, 10 í febrúar og 14 í mars.Það er 25 dögum yfir meðaltali þessarar aldar en 10 og 11 dögum yfir meðaltölunum 1961-1990 og 1931-1960 en lítill munur var á snjólagi á þeim tímabilum þó hitamunur væri mikill en kannski hefur það eitthvað með skráninguna að gera. Og hafa ekki verið jafn margir alhvítir dagar í Reykajvík síðan veturinn 1999-2000 en þá voru þeir 89 (68 veturinn 2000-2001). Mestur var snjórinn í vetur í desember. Snjódýpt var aldrei sérstaklega mikil.
Þetta er þá óneitanlega fremur kaldur og snjóamikill vetur miðað við síðustu 20 ár en sætir þó litlum tíðindum ef til lengri tíma er litið án þess að fara sérstaklega langt aftur.
Ekki má svo gleyma því að nóvember síðastliðinn var einn sá hlýjasti sem mælst hefur, sá hlýjasti á tveimur næst elstu veðurstðövunum,Grímsey og Teigarhorni, næst hlýjasti í Reykjavik og sá þriðji hlýjasti á elstu veðurstöð landsins, Stykkishólmi. Og alveg snjólaus í Reykjavík
Það voru kannski ekki síst hvassviðrin sem gerðu þennan vetur alræmdan í hugum fólks og verður fróðlegt að sjá uppgjör Veðurstofunnar um það atriði og fleiri varðandi þennan vetur.
Meginflokkur: Mánaðarvöktun veðurs | Aukaflokkar: Bloggar, Veðurfar | Breytt 8.4.2015 kl. 18:51 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.