Kaldur sumardagurinn fyrsti

Í dag varð mesti hiti á landinu 6,7 stig í Skaftafelli. Það er fyrsti dagurinn í tíu daga í röð sem hámarkshiti landsins nær ekki tíu stigum. 

Það er sem sagt búið að vera eins konar sumar í tíu daga! En nú hefur sumarið farið í sumarfrí í bili.

Oft hefur samt verið kaldara sumardaginn fyrsta í Reykjavík og á landinu. En líka miklu hlýrra, sannkölluð vorblíða. Þennan dag er veðrið breytilegt eins og alla aðra daga.   


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður Þór. Verður þetta ekki kalt og bjart vor, með smá rigningartíð kringum mánaðarmótin Júní/Júlí og aðeins fram í Júlímánuðinn? Og eftir það frekar bjart sólríkt og kalt, þar til sumri tekur að halla?

Ég veit þetta ekki, en mér finnst að svona verði þetta? Almættis-viskuhvíslarinn minn nær ekki lengra en þetta :).

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.4.2015 kl. 23:11

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ekki veit ég þetta þrátt fyrir ekki svo litla ófreskigáfu!

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.4.2015 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband