Snjór eykst í sumarbyrjun

Snjólítið var á landinu síðasta vetrardag eftir nokkuð löng hlýindi. Á suður og vesturlandi mátti heita alveg snjólaust á snjóathugunarstöðvum og einnig víðast hvar á austurlandi og víða um norðurland. Jörð var flekkótt víða á vestfjörðum, kringum Tröllaskaga, í hálendisbyggðum á norðausturlandi og á stöku öðrum stöðum. Hvergi var alhvítt nema ef til vil í Súgandafirði (þaðan bárust ekki upplýsingar)og svo í Vaglaskógi þar sem mældist mest snjódýpt á landinu, 51 cm.

Í gær, sumardaginn fyrsta, var hins vegar orðið alhvítt allvíða á norðurlandi,við Ísafjarðardjúp og reyndar einnig í Breiðdal fyrir austan.

Í morgun hefði enn bætt við snjóinn. Þá var orðið alhvítt víðast hvar á norðurlandi, nema í hálendisbyggðum þar sem áfram var flekkótt jörð af snjó og sömuleiðis var alhvítt frá Vopnafirði suður til Seyðisfjarðar, á Ströndum, sums staðar við Ísafjarðardjúp og alveg suður í Dali. Snjódýptin í Vaglaskógi var kominn upp í 72 cm og var sem fyrr sú mesta á landinu. Flekkótt jörð var á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Mýrum en annars staðar má heita snjólaust á suður og vesturlandi og sunnanverðum austfjörðum. 

Meðalhitinn það sem af er mánaðar féll í gær í Reykjavík um 0,2 stig á einum degi. Sumardeginum fyrsta!

En sólin skein í gær í tólf og hálfa klukkustund! Frostið í nótt var -3,3 stig í Reykajvík en -7,4 stig í Svartárkoti. Á hádegi í dag var alls staðar frost nema með suðaustur og suðurströndinni, frá Berufriði og vestur um til Reykjavíkur þar sem hitinn var slétt eitt stig. Og sólin skein og skein! 

Sumarið er þá víst komið!

Enda fögnuðu ýmsir á fasbók veðrinu í gær alveg óskaplega. Sögðust ekki muna dýrlegri fyrsta sumardag!

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband