Vorkuldi og forlagatrú

Það er synd að segja að vori vel. Meðalhitinn í Reykjavík er nú 3,8 stig eða 1,9 stig undir meðallaginu 1961-1990 en 2,6 stig undir meðallagi þessarar gósenaldar. Á Akureyri er meðalhitinn 2,0 stig eða 1,2 stig undir meðallaginu 1961-1990.

Ekki hefur verið kaldara fyrstu 22 tvo dagana í maí síðan 1979 sem á kuldametið fyrir þá daga síðan Veðurstofan var stofnuð 1920, 0,7 stig. Kaldara var líka í hafísamaímánuðinum mikla 1968, 3,6 stig og sama í maí 1949, en 1943 var hitinn þessa daga um 2,9 stig. Líklega var einnig kaldara 1920 þegar hitinn var eitthvað i kringum 3,3, stig þessa daga en svipað 1924 en dagshitinn fyrir þessi síðast töldu ár er ekki eins öruggur og hin árin. 

Þetta eru sem sagt einhverjir köldustu maídagar það sem af er síðan 1920. Ástand gróðurs er að minnsta kosti hálfum mánuði á eftir meðallagi syðra, hvað þá annars staðar. 

Sólskinsstndir eru nú orðnar 232,2 í Reykjavík og hafa fyrstu 22 dagana í maí aðeins orðið fleiri árið 1967, 238,2 klst, og 1958, 250,5 stundir. Maí 1958 var þegar upp var staðið sá sólríkasti sem mælst hefur í Reykjavik og 1967 sá þriðji sólríkasti en voru að öðru leyti hinir ógæfulegustu. Næst sólríkasti maí í sögunni í Reykjavík var 2005 og var hann sá kaldasti á okkar öld!         

Þó nú virðist mikil tíska á netmiðlum að gera ráð fyrir því að það veður sem ríkt hefur í maí  haldi bara út allt sumarið nokkurn veginn í sama stíl er það í hæsta máta ólíklegt og er sú forlagatrú öll hin undarlegasta. 

En ef það gerist nú eigi að síður mætti kalla síðasta sumar hreina sælutíð í samanburði. Búast má samt við því að forlagatrúarmennirnir skynji svo sem engan mun enda er nú sagt á æðstu stöðum að þjóðin skynji ekki lengur veruleikann eins og hann er heldur lifi í einhverri dularfullri fantasíu!

 

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband