Marktækir og ómarktækir vitnisburðir

Tveir fyrrum ráðherrar, Ögmundur Jónasson og Jón Bjarnason, hafa bloggað um það atvik þegar þingmaður Framsóknarflokksins ældi yfir fólk í flugvél. 

Báðir fullyrða að þingmaðurinn hafi ekki ekki verið ölvaður heldur fremur verið með innanmein. 

Og báðir ganga algjörlega framhjá vitnisburði nafngreinds sjónvarvotts sem varð fyrir ælunni og  fullyrt hefur á netmiðlum að þingmaðurinn hafi varla staðið á löppunum vegna ölvunar. En þessi sjónvarvottur er óþekkt persóna og fullkomlega áhrifa og valdalaus. Og hefur líkast til aldrei tekið þátt í opinberri umræðu en var svo óhepinn að vera í umræddu flugi.

En ég spyr nú samt:

Hvers vegna ætti að taka fremur mark á vitnisburði þessara fyrrum ráherra, sem ekki voru á staðnum, fremur en sjónarvotts sem ekki aðeins var á staðnum heldur varð fyrir innvolsi þingmannsins?

Afhverju láta báðir þessir virðulegu stjórmálamenn sem vitnisburður sjónvarvottsins sé ekki til? Það þarf ekki að segja manni að þeir viti ekki af honum.

Afsakið, en ég get ómögulega tekið sjálfkrafa minna mark á vitnisburði hans heldur en orðum ráðherranna sem eru að verja vin sinn og félaga á alþingi Íslendinga. En auðvitað veit ég ekki hvernig málið var vaxið. Vitnisburðir eru misvísaandi. Ekki samhljóða.

Varla vissi ég að þingmaðurinn væri til áður en þetta atvik gerðist eða í hvaða flokki hann væri eða hverjar eru hans stjórmálahugsjónir. Hvað þá hvernig heilsufari hans er háttað. Þessir þættir koma mér bara ekki rassgat við, svo ég noti sjóðheitt orðfæri beint úr evrópsku söngvakeppninni. Það eina sem hreyfir við mér í öllu þessu uppsöluveseni er sú staðreynd að tveir áhrifamiklir stjórnmálamenn og fyrrum ráðherrar skuli alveg hiklaust með orðum sínum stimpla nafngreindan sjónvarvott ómarktækan. Láta bara ens og hann sé ekki til en gefa samt illgirni í skyn.

Það finnst mér ekki sérlega traustvekjandi. Og segja ýmislegt um hug valdafólks til alþýðunnar. Ef ekki væri þessi nafngreindi vitnisburður og ráðherrarnir hafi á sinn hátt gert lítið úr honum, strikað bara algerlega yfir hann, hefði maður ekki sagt eitt einasta orð um þetta leiðinda mál. En ekki er hægt að taka því ranglæti alveg þegjandi að áhrifamiklir stjórnmálamenn valti í ráðherraritstíl yfir fólk þó það sé óþekkt og ekki í þeirra röðum. 

Hvorugur þessara heiðursmanna leyfir athugasemdir við bloggfærslur sínar. Ég fylgi þá í þeirra göfugu fótspor og set lok lok og læs fyrir þær líka.  

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband