11.6.2015 | 14:25
Þessi júní á sér marga bræður
Nú þegar einn þriðji af þessum júnímánuði er liðinn er meðalhitinn í Reykjavík 7,2 stig eða 1,2 stig undir meðallaginu 1961-1990 en 2,6 undir meðallagi þessarar aldar (fyrstu 10 júnídagana) en okkar öld hefur hingað til skartað langhlýjustu júnímánuðum sem hægt er að finna fyrir samfelld 14 ár í mælingasögunni. Og veður það að kallast afbrigðilegt.
Á Akureyri er meðalhitinn núna 6,9 stig eða 1,6 stig undir meðallaginu 1961-1990 og 3,0 stig undir meðallagi síðustu tíu ára en ég veit ekki enn meðalhitann á þessari öld. Verður bráðum! Á Akureyri, gagnstætt Reykjavík, hefur hitinn sótt í sig veðrið því um tíma var meðalhitnn þar um 4 stig undir meðaltalinu 1961-1990.
Ekki er þetta gæfulegt. Þó var enn kaldara fyrstu tíu dagana i Reykjavik í júní 2001, við upphaf okkar aldar, 6,7 stig, en endanleg tala fyrir þann mánuð var 8,8 stig. Og eins og ég gat um í síðasta bloggi var sá júní sá kaldasti sem af er öldinni í Reykjavík. Hugsanlega slær okkar júní hann út en við skulum þó vona að eigi eftir að hlyna hressilega áður en mánuðurinn er allur. Fyrstu 10 dagana í júní 1997 var meðalhitinn 7,0 stig, 7,2° 1994, 7,5° 1985,7,2° 1983, 7,0° 1978 (endaði í 7,8°), 6,7° 1977, 7,4° 1975, 7,0° 1970, 7,3° 1959, 6,4° 1956 og 1952, um 5,9 1946, um 7,1° 1938, svo dæmi séu tekin.
Á landinu öllu var nokkru hlyrra fyrstu tíu júnídagana 2001 en núna en frá 1949 var kaldara 1997,1994,1991, 1983,1981, 1977,1975, 1973, 1959,1952 og 1949.
Þó vissulega sé kuldatíð núna voru álíka kuldar tiltölulega algengir alveg fram á okkar öld fyrstu dagana i júní og við erum því ekki að lifa nein söguleg tímamót í kulda vegna þessara daga út af fyrir sig, hvað sem síðar verður.
Sólskinsstundir það sem af er í Reykjavík eru 55 sem er 9 stundum færra heldur en meðaltal þessara daga frá upphafi mælinga 1923. Það er nú allt og sumt. Ísland er ekki beint sólskinsland. Þetta er reyndar bara fimm stundum færra en þessa daga á okkar öld sem sólarlega hefur ekki staðið sig sérlega vel fyrstu 10 júnídagana þó annað sé uppi á teningnum fyrir allan mánuðinn. Færri sólarstundir þessa daga en nú voru 2013, (13,4 klst), 2009, 2008, 2007, 2006 og 2003. En hlýrra var yfirleitt þessa daga í þessum mánuðum en nú er.
Úrkoman núna, bæði á Akureyri og í Reykjavik, hefur verið fremur lítil og ekki til að tala um.
Á netinu hefur nokkuð borið á því að menn hér í Reykjavík séu að jafna þessum júní, 2015, saman við júní í fyrra.
Meðalhitinn í fyrra fyrstu tíu júnídagana í Reykjavik var 11,1 stig en 7,2 núna, annars vegar einn af þeim fimm hlýustu sem mælst hafa þessa daga (og allt til loka) og hins vegar okkar mánuður sem fer í flokk með þeim köldustu, miðað við það sem af er mánaðar. Reyndar var úrkoman þessa daga í fyrra helmingi meiri í Reykajvík en nú en sólarstundir voru aftur á móti sjö fleiri og þá komu tveir miklir sólardagar en aðeins einn hefur enn komið núna, alveg skítkaldur. Báðir sólardagarnir í júní í fyrra voru vel hlýir, hásuamrdagar, með 15 stiga hámarkshita. Annars þeirra, sá 6. var reyndar sólríkasti sjötti júní sem mælst hefur og hinn, sá 7., var aðeins hálftíma frá því að jafna sólskinsmetið fyrir þann dag.
Að jafna saman júní 2015 og 2014 er hreinlega út í hött.
Meginflokkur: Mánaðarvöktun veðurs | Aukaflokkar: Bloggar, Veðurfar | Breytt 15.6.2015 kl. 19:23 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Alveg áreiðanlega að Global Warming er valdir þessu kuldaskeiði sem af er liðið á þessu ári, enginn vafi.
Hvernig væri að banna innflutning á olíu til lánsins til að breyta þessu kuldaskeiði.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 12.6.2015 kl. 01:45
Þetta er ekkert kuldaskeið, fáeinir mánuðir undir meðallagi og engir tiltölulega mikið kaldir nema maí og það sem af er júní. Heit kveðja frá Reykjavik!
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.6.2015 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.