Hitinn er upp á við

Meðalhitinn í Reykjavík eftir gærdaginn er nú kominn upp í 7,7 stig eða 0,9 stig undir meðallaginu 1961-1990 en 2,3 stig undir meðallagi þessarar aldar.

Á Akureyri er meðalhitinn 6,8 stig eða 2,0 undir meðallaginu 1961-1990 eða 2,9 stig undir meðalhita síðustu 10 ára (-2,3 í Reykjavík þau ár, eins og á öldinni). 

Þess má geta að þegar júní í fyrra var hálfnaður var meðalhtinn í Reykjavik 11,5 stig og hefur aðeins verið hærri árið 2002, 12,0 stig (seinni hluti þess mánaðar var kaldari svo mánuðurinn endaði í 10,9 stigum).

Árið 2011 var meðalhitinn þessa daga í Reykjavík 7,8 stig en 7,5 árið 2001, 7,1 stig árið 1997  og 7,2 stig árið 1994. Kaldast frá því a.m.k. 1941 var 1973, aðeins 6,5 stig. Frá 1941 hafa tíu júnímánuður, þegar hann var hálfnaður, verið kaldari í Reykjavík en nú og einn jafn kaldur.

Sólskinsstundir í Reykjavík hafa nú mælst 111,4 eða eða um 8 stundum yfir meðallagi þessarar aldar. Miklu munaði um sólskinið þann 13. sem var sá sólríkasti sem mælst hefur þann dag í Reykjavík, 18,0 stundir, og daginn eftir voru sólskinsstundirnar 17,8 eða 0,2 stundum frá dagsmetinu. Ekki voru þessir dagar þó hlýir þrátt fyrir sólina. 

Meðalhitinn um allt land stefnir upp á við næstu daga. 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður Þór.

Það verða líklega algjör hitabylgjuflóð í kringum mánaðarmótin júní/júlí.

Svo verður vandræðaþurkur og langþráð sól í allt sumar, án vökvunar.

Vonandi hef ég rangt fyrir mér með þessari spá öfgaspá. Ég tek ekki neina veðurfræðilega né spáfræðilega ábyrgð á þessu bulli mínu, enda enginn veðurfræðingur né spámaður.

Mér finnst þetta bara verða svona, og kann ekki að útskýra það nánar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.6.2015 kl. 20:32

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Vonandi rætist þetta með hitabylgjuflóðið! Kominn tími á það!

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.6.2015 kl. 22:01

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jamm, Sigurður Þór.

Án ríkulegrar vökvunar þrífst ekkert líf undir sólinni.

Við þurfum víst bæði vatn og sól, til að lifa af, þar til við eigum blessunarlega að deyja Drottni okkar, frá þessari jörð.

Verst ef yng/yang verður ekki í réttu jafnvægi, því þá ruglast alt kerfið. En ég skil það jafnvægi þó samt ekki nema af afspurn.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.6.2015 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband