29.4.2007 | 18:52
Áfram með hitametin börnin góð!
Jæja! Þessi dagur var enn stórbrotnari í hitametunum en í gær.
Í fyrsta lagi mældist mesti hiti sem nokkru sinni hefur mælst á mannnaðri veðurstöð á Íslandi í apríl. Það var 21,9 stig á Staðarhóli, hvar annars staðar, en þar hafði áður mælst hæst 19,3 þ. 19. árið 2003. Gamla íslandsmetið var 21,2 stig sem mældist á Sauðanesi 18. apríl 2003.
Í öðru lagi mældist mesti hiti sem mælst hefur á sjálfvirki veðurstöð í apríl, 23,0 stig í Ásbyrgi. Gamla metið var 21,4 á Hallormsstað 19. apríl 2003.
Það gekk sem sé eftir það sem ég heimtaði í færslu minni í gær: enn flottari hitamet en þá mældust.
Af öðrum spektakúlar metum má telja (gömlu metin innan sviga) 21,5 stig á Akureyri en þar eru til mælingar frá 1882 (19,8 þ. 22. 1976), 19,2 í Ásgarði (15,5, þ. 19. 2005), 19,6 á Bergsstöðum (15,9 þ.18. 2003), 17,2 á Hólum í Dýrafirði (15,9 þ. 19. 2005), 16,0 í Æðey (15,0 í gær), 14,5 á Lambavatni ((13,6 í gær), 18,7 á Grímsstöðum (18,4, þ. 18. 2003) en þar ná mælingar til 1907. Auk þess mældust 20,7 á Torfum í Eyjafirði þar sem mælt hefur verið aðeins í kringum tíu ár. Í Stykkishólmi komst hitinn í 16,2 stig og hefur því náð 16 stigum tvo daga í röð sem er auðvitað algjört einsdæmi í arpíl.
Þetta er glæsilegur árangur! Hvað nýju metin eru mikið hærri víða en þau gömlu er eftirtektarvert og minnir þessi hitabylgja í offorsi sínu eftir árstíma nokkuð á ágústbylgjuna miklu sem kom árið 2004. Guð gefi að við fáum aðra slíka núna í júlí!
Á ýmsum sjálfvirkum stöðvum varð æði heitt þó ekki sé hægt að tala um met vegna skamms athugartíma: 22,2 á Möðruvöllum í Hörgárdal, 21,7 á Végeirsstöðum í Fnjóskadal, 21,0 á Torfum, 20,9 á Húsavík (metið á mannaðri stöð þar 1924-1995 var aðeins 17,7), 20,3 á Brúsastöðum og 19,8 á Þeistareykjum. Svo skulum við vona að á morgun falli öll þessi met og líka metin frá í gær. En það er nú bara von.
Og það er blessuð blíðan! Og allir eru glaðir og sáttir!
Meginflokkur: Íslensk veðurmet | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 11.1.2009 kl. 16:55 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Já, loksins er allt þetta strit farið að bera ávöxt, frábært! Skemmtilegt blogg hjá þér. Hafðu það gott
Ásgeir (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 02:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.