2.10.2015 | 12:29
Sjötta martröð fyrir íbúa við Höfðatorg
Íbúum við Höfðatorg hefur verið tilkynnt að sjötti áfangi framkvæmda við torgið sé að hefjast með tilheyrandi sprengingum og borvinnu. Borvinnan er verst en hún stendur oft frá morgni til kvölds og er algjörlega óþolandi en sprengingar eru fáar á dag en eru samt mjög óþægilegar. Ekki er tekið fram i tilkynningu til íbúa hvað þetta tekur langan tima.
Já, þetta er í sjötta sinn sem íbúar verða að lifa þessa martröð sem staðið hefur með nokkrum hléum árum saman. Hægt er að ætlast til að fólk sýni "skilning" á "nauðsynlegum" framkvæmdum sem taka nokkurn tíma og lýkur svo. En það gegnir öðru máli um framkvæmdir sem byrja aftur og aftur og aftur, ár eftir ár, og virðast aldrei ætla að taka enda.
Enginn takmörk virðast fyrir því í hvað langan tíma borgaryfirvöld leyfa mikið rask i fjölmennri íbúðabyggð. Hagsmunir verktaka ráða öllu í borginni.
Morgunblaðið hefur fylgst með framkvæmdunum á Höfðatorgsreitnum og skrifað um þær reglulegar lofrollur. Hva, ætlar blaðið á ekki að fara að taka við sér með sjötta áfangann?! Á kvartanir íbúa vegna endalauss ónæðis hefur blaðið drepið á í algjöru framhjáhlaupi en hefur aldrei fjallað um það að neinu marki.
Fréttablaðið gerði það þó einu sinni og það á forsíðu.
Þá var talað við Dofra Eysteinsson verkstjóra jarðvinnunar sem er á vegum Suðurverks og ósköpunum veldur fyrir íbúana. "Það fylgir sögunni að gera þetta svona og það fer ekki framhjá neinum." Í þessu hranalega orðalagi verksjórans, sem sýndi íbúum nákvæmlega engan skilning þó hann færi fram á skilnig frá þeim, gneistaði af honum fyrirlitningin og pirringurinn í garð íbúa sem voru að kvarta. Og þetta er einmitt mentalitetið hjá þeim sem að framkvæmdum standa og ekki síður hjá þeim sem leyfa þær í heilan áratug innan um þétta íbúðabyggð: Við gerum þetta bara eins og okkur sýnist og þið íbúarnr getið bara étið það sem úti frýs og ættu að halda ykkur saman.
Þetta eru hugarfarslegir ávextir hamfarastefnunar "þétting byggðar" fyrir þá sem búa miðsvæðis í borginni. Höfðatorgsreiturinn er bara einn af mögum hávaðasvæðum í miðborgunni þó framkævmdir þar séu áreiðanlega þær allra langvinnustu.
Í áróðri og auglýsingum þeirra sem standa að byggingunum á Höfðatorgi er fullyrt að það verði með glæsilegustu hverfum borgarinnar. Um það eru þó verulega skiptar skoðanir. Ítrekað hefur komið fram hér og hvar að mörgum finnst þetta svæði algjörlega misheppnað með sínum andstyggilegu turnum sem hafa til dæmis breytt vindafari til hins verra og varanlega á stóru svæði umhverfis.
Kemur svo ekki að þvi að verktakar vilji alveg ólmir, með hjálp Reykjavikurborgar, ryðja eldri íbúabyggð í grenndinni í burtu og reisa í staðinn fleiri turnaófreskjur?
Er það ekki bara tímaspursmál?
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Jú, jú, ég veit að svona blogg breytir engu. En það er alltaf gott að geta kvittsð fyrir sig!
Sigurður Þór Guðjónsson, 2.10.2015 kl. 15:36
Góður pistill Sigurður. "Þétting byggðar" stefna núverandi borgaryfirvalda er að gereyða vinalegu yfirbragði borgarinnar. Mætti halda á stundum að hér væri landrými af svo takmörkuðum skammti, að í öllum svefnherbergjum borgarinnar svæfi fólk í kojum uppá fjórar hæðir. Hjólaði eða gengi til vinnu og dýrkaði "Hina miklu leiðtoga" minnst tíu sinnum á leiðinni, undir myndum, styttum og öðrum minnismerkjum þessara miklu leiðtoga, sem á vegi þeirra verða, áleiðis til sinna daglegu starfa.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 2.10.2015 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.