Fyrsti snjór á Akureyri og víðar

Fyrsti snjórinn í haust á Akureyri var í morgun. Þar var alhvítt en snjódýpt 1 cm. Víða við Eyjafjörð var alhvit jörð, allt upp í 7 cm á Þverá í Dalsmynni.

Alhvítt var einnig í morgun á nokkrum öðrum stöðum víðs vegar um landið, þar með talið 2 cm á Keflavíkurflugvelli og 4 cm á Vogsósum. Mestur er snjórinn þó eins og síðustu daga í Svartárkoti 27 cm og á Mýri í Bárðardal, 15 cm. 

Hér og hvar á landinu var jörð flekkótt af snjó, eins t.d. í Reykjavík.

Alautt er svo víða við Breiðafjörð nema í Dölum,á Vestfjörðum, norðvesturlandi og suðausturlandi. Á suðurlandi er flekkótt við ströndina en snjólaust inn til landsins. E

Enn hefur ekki mælst frost í Reykjavík. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tel að á Selfossi hafi verið alhvítt í gærmorgun (25.) og snjódýpt 1 sm eins og á Akureyri. Bersýnilega mismunandi milli athugunarmanna hvað þarf mikinn snjó til að þeir telji alhvítt.

Óskar J. Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.10.2015 kl. 11:51

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Takk fyrir þessar upplýsingar Ekki eru snjóathuganir við Selfoss eða nágreni en á stöðvum Veðurstofunnar var jörð talin flekkótt á Eyrarbakka og á Hólmum í Landeyjum þar sem snjódýpt var samt gefin upp sem 1 cm þó jörð væri bara hvít að hálfu. Á Hjarðarlandi, langt uppi í landi, var alautt. Svo vantaði athuganir frá a.m.k. tveimur stöðvum eins og fyrri daginn. Vel má auðvitað vera að jörð hafi verið alhvít sums staðar á suðurlandsudnirlendi þó það komi ekki fram á stöðvum Veðurtofunnar.

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.10.2015 kl. 15:32

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Og auðvitað er það möguleiki að snjóhula á Eyrarbakka og Hólmum hafi verið vanmetin. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.10.2015 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband