Næst mest snjódýpt í nóvember í Reykjavík

Í morgun mældist snjódýptin í Reykjavik 32 sentímetrar. Það er þá næst mesta snjódýpt sem þar hefur mælst í nóvember frá því Veðurstofan byrjaði að mæla hana. Metið er 38 sentímetrar frá 24.nóvember 1978. Úrkoman í morgun mældist 20,6 mm og 12,3 mm í fyrradag eða 33 mm á tveimur sólarhringum. Láta mun nærri að 1 mm af úrkomu jafngildi einum sentímetra af snjó. 

Eins og í gær er snjódýptin í Reykjavik sú mesta á landinu sem fregnir eru af. Það er sjaldgæft.

Það er samt öðru nær en að sérstakt fannfergi sé nú á landinu. Hvergi er mikill snjór nema þá í höfuðborginni ef menn vilja kalla það svo og ekki er alls staðar alhvít jörð  og sums staðar er alveg snjólaust, einkum á suðaustanverðu landinu, en einnig í Bolungarvík og á Akureyri. 

Mest snjódýpt í nokkrum mánuði í Reykjavík er 55 cm 18.janúar 1937. En sú mesta á landinu 279 cm við Skeiðsfossvirkjun í Fljótum 19.mars 1995.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eigum við að trúa því Sigurður, að sé alautt í Bolungarvík og á Akureyri.

Í gær var mikil snjókoma í Bolungarvík kl 9 og snjókoma á Akureyri kl 12. Sólarhringsúrkoma á Akureyri í morgun var 5 mm og 3 á sjálfvirku stöðinni.

Óskar J. Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.11.2015 kl. 14:51

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, ég var nú að hugsa það sama. Finnst þetta undarlegt en þetta er það sem gefið var upp í morgun og marga síðustu daga á Akureyri og suma síðustu daga í Bolungarvík en einhver snjór inni á milli.Annars eru snjóaupplýsingar frá veðurstöðvum svo sem ekki til að hrópa húrra fyrir. Vantar oft. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.11.2015 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband