Enn bætir í snjóinn í Reykjavík

Snjódýptarmetið í Reykjavík í desember hefur nú enn verið slegið. Snjódýptin var 44 cm í morgun. Það er reyndar meiri snjódýpt í nokkrum mánuði síðan um mánaðarmótin janúar febrúar árið 1952 en þá komst snjódýptin í sama snjóakastinu í 42 cm þann 31. janúar og í 48 cm 1.og 2. febrúar. Mest hefur snjódýptin í Reykjavík mælst 55 cm 18. janúar 1937. Sá snjór stóð þó afar stutt við. Varla gafst ráðrúm til að mæla hann!    

Snjórinn í dag er þá sá þriðji mesti í nokkrum mánuði siðan mælingar hófust fyrir rúmum 90 árum í Reykjvik. 

Ég man vel eftir þessum snjó 1952 sem barn í Laugarneshverfinu. Hann hvarf ekkert strax.

Þetta er sem sagt aftakaástand sem Reykvíkingar geta búist við að upplifa svo sem einu sinni eða tvisvar á ævi sinni. Það hefur því lítið upp á sig að segja: "við búum á Íslandi" eða "svona er Ísland" eins og sumir eru að segja núna í þeirri meiningu að þetta sé svo alvanlagt íslenskt ástand. Það er það nefnilega alls ekki fyrir Reykjavik nema á margra áratuga fresti að meðaltal.  

Við síðasta bloggpistil hér á undan fylgir skjal um snjóalög í Reykjavík frá því Veðurstofan var stofnuð. Þar sést hve Reykjavík er í rauninni snjóléttur staður.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband