Óvenjulegur sólskinsdagur

Í gær skein sólin í Reykjavík í 11,4 klukkustundir. Það gerist alloft að sól skín álíka mikið eða meira þennan almanaksdag. Þetta er mjög snemma vors og þess vegna verður hiti aldrei sérlega mikill slíka sólskinsdaga. Stundum hefur jafnvel ekki hlánað allan daginn þrátt fyrir mikið sólskin.

En öðru máli gegndi þó um gærdaginn. Þá komst hitinn í 11,2 stig á kvikasilfursmælinum en 11,7 á sjálfvirka mælinum. Hitinn var yfir tíu stigum samfellt frá um klukkan 2 til 6 síðdegis. Meðalhiti sólarhringsins var 6,1  stig sem er svo sem ekkert sérstakt og mjög kólnaði þegar kvölda tók. 

Mesti hiti sem mælst hefur þennan dag hingað til á kvikasilfursmæli í Reykjavík er 11,4 árið 1945 en þá mátti heita sólarlaust. Hitinn í gær er því næst mesti hiti sem mælst hefur þennan dag á kvikasilfursmæli en ef miðað er við sjálfvirka mælinn hefur aldrei mælst jafn mikill hiti 14. apríl í Reykjavík. 

Og þetta er langmesti hiti sem komið hefur í Reykajvík á miklum sólskinsdegi (yfir tíu klukkutunda sól) á þessari dagsetningu. Aðra slíka daga hefur hitinn ekki nálgast tíu sitgin.

Víða varð hlýtt. Hiti komst yfir tíu stig á fjölmörgum veðurtöðvum, mest 12,1  stig á Sámsstöðum í Fljótshlíð og Skrauthólum á Kjalarnesi. Miklu meiri hiti hefur þó oft mælst á þessum árstíma á landinu og líka í Reykjavik en hvað borgina snertir hefur það þá verið í skýjuðu veðri.

En það sem gerir gærdaginn sem sagt alveg sértakan fyrir höfuðrborgarbúa er það að aldrei hefur hiti stigið eins hátt í glampandi sól 14. apríl sem einmitt í gær.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband