Nú hallar undan fæti í hlýindamálum

Þegar 20 dagar eru liðnir af desember er hann enn sá hlýjasti í Reykjavík fyrir þá daga. Meðalhitinn er 5,6 stig. Næstur kemur desember 1987, 5,4 stig, 2002, 5,3 stig, 1933, 4,7 stig og 1978, 4,3 stig. Hlýjastur allra desembermánaða í heild í Reykjavik er sá árið 2002 sem var 4,5, 1933 4,4 stig  og 1987, 4,2 stig. Þessir mánuðir eru í sérflokki meðal desembermánaða því sá sem næstur kemur er desember 1946 sem mældist "aðeins" 2,9 stig þegar hann var allur. Þetta eru því gull, silfur og bronsmánuðurnir fyrir desember í Reykjavik.

En nú hefur kólnað og mun kólna enn þá meira svo öruggt má heita að þessi desember sem nú er að líða falli af verðlaunapalli hvað hitann varðar, já, með sneypu og skömm, sem einn af þremur hlýjustu desembermánuðum! 

Fyrsta frostið í Reykjavik í þessum mánuði var í gær en fyrsti alhvíti dagurinn á veðurstöðinni var í morgun og snjódýpt var 7 cm. Í fyrradag var jörð talin hálfhvít.

Þannig fór nú það.

Sumir fagna snjónum en alls ekki allir eins og mætti þó halda eftir fagnaðarópum fjölmiðla yfir því að líkur sé á hvíum jólum. Á fasbókarsíðu minni, sem vitanlega er takmörkuð við fáa, hafa þó komið "læk" svo mörgum tugum skiptir þegar ég segist kunna að meta hlýindin og fagni ekki snjóum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Árið sem og desember munu samt sem áður enda meðal þeirra allrahlýustu. Hjartanlega sammála þessu með snjóinn. Myndi ekki sakna þess augnablik þó ég sæi aldrei snjó. 

Hjalti Þórðarson (IP-tala skráð) 26.12.2016 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband