Met snjór í Reykjavík

Í morgun var jafnfallinn snjór í Reykjavík 51 cm. Eins og komið hefur fram í fréttum er það mesti snjór sem þar hefur nokkru sinni mælst í febrúar. Gamla metið var 48 cm sem kom tvo fyrstu dagana í febrúar 1952. Man ég reyndar sem barn vel eftir þeim mikla snjó. Þótti hann æfintýralegur.  

Aðeins einu sinni hefur mælst meiri snjódýpt í nokkrum mánuði í Reykjavík, 57 cm 18. janúar 1937. Sá snjór stóð mjög stutt við eftir að hann varð mestur. Auk þess var einhver óvissa með mælinguna.

Mest snjóaði núna í nótt á suðvesturhorninu. Einungis var meiri snjódýpt í morgun á landinu á Neðra-Skarði í Borgarfirði, 63 cm. Í öðrum landshlutum er lítill snjór. Ekki einu sinni alhvítt á Grímsstöðum á Fjöllum og talið alauð jörð á Akureyri.

Langfelstir Reykvíkingar lifa núna sen sagt mesta snjó á ævi sinni í höfuðborginni. Og óneitanlega er það æfintýralegt!     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband