11.5.2018 | 19:06
Hlýju maídagarnir 1941 og 2000
Þann 11. maí 1941 mældist hitinn 24,4 stig á Hallormsstað. Það var þá mesti hiti sem mælst hafði á landinu í maí. Stóð metið til 1980. Enn þann dag í dag hefur ekki mælst meiri hiti í maí á Hallormsstað.
Hiti fór yfir tuttugu stig á tveimur öðrum stöðvum, 20,6°á Fagurhólsmýri (20,5° á hádegi) og 20,1° á Sandi í Aðaldal. Það varð einnig hlýtt á suðausturlandi annars staðar en á Fagurhólsmýri, 19,5 stig á Kirkjubæjarklaustri og 17.5 stig á Hólum í Hornafirði. Daginn áður hafði hitinn farið í 21,6° á Hallormsstað og 21,2° í Reykjahlíð við Mývatn og 19,7° á Akureyri. Sólarlítið var þessa tvo hlýju daga á Akureyri og alveg sólarlaust var í Reykjavík. Hins vegar var sólskin á landinu austanverðu og seinni daginn naut sólar jafnvel eitthvað á suðurlandsundirlendi. Þurrt mátti heita á landinu þessa daga í vestlægum þurrum vindi.
Þann 12 fór lægð suðaustur yfir landið og kólnaði þá mjög og fór að snjóa á norður-og austurlandi og síðar víðar. Sá dagur og sá næsti urðu köldustu dagar mánaðarins. Að morgni hins 13. mældist frostið -7,5 stig í Reykjahlíð og alls staðar nema syðst á landinu kom frost, nokkuð víða undir fimm stigum, en -4,9 stig á Hallormsstað en -0,5 stig í Reykjavík. Á Kirkjubæjarklaustri var snjódýpt einn sentimetri að morgni 14. maí. Það getur verið skammt á milli hlýinda og kulda snemma í maí.
Þann 11. mai árið 2000 og næsta dag kom kannski öllu umfangsmeiri hitabylgja en 1941 þó hæsti hiti yrði ekki eins mikill og þá, 23,5° á Hallormsstað þ. 11 og 23,3° þar daginn eftir. Eins og 1941 var hlýjast á norður og austurlandi, frá Skagafirði austur um að Neskaupstað. Sólin sken glatt á norður og austurlandi og jafnvel á Hveravöllum en þungbúið og nokkur ringing á suður og vesturlandi en samt var talsvert sólskin seinni daginn á suðurlandsundirlendi. Meðaltal hita þessa tvo daga á landinu var 10,6 og 9,9 stig. Fyrri talan er dægurmet fyrir 11. maí frá 1949 að telja og fjórði hlýjasti dagur að meðalhita svo snemma vors frá þeim tíma, eftir 3. maí i fyrra, 12,0 stig, 18. apríl 2007, 11,2° og 29. apríl 2007, 10,8°. Meðaltal hámarkshita allra stöðva 11. maí var 15,0 stig árið 1941 en skeytastöðva 15,8° árið 2000. Ekki er víst að hiklaust sé hægt að bera þessa daga saman vegna mikilla breytinga á veðurstöðvum en þó virðast þeir vera svipaðir hlýindadagar. Ekki er vitað nákvæmlega um landsmeðalhita 11. mai 1941 en liklega hefur hann verið um tíu stig.
Þann 11. mai 1960 hófst hlýindakafli sem náði sér einna best á strik á Reykjavíkursvæðinu og skilaði m.a. 20,6 stig hita þar þann 14. sem er mesti hiti sem þar hefur mælst í maí. Svipað ástand gerðist á sömu dögum árið 1988. Má lesa um þetta á gömlu blogggi.
Maí skartar eðlilega ekki eins glæsilegum hitabylgjum og sumarmánuðirnir frá júní fram í ágúst og jafnvel í einstaka septemberánuðum. Það er ekki fyrr en um 20. maí að örfáir maídagar ná þó 25 af hundraði hitabylgjuhlutfalli, sem þær 1941 og 2000 náðu alls ekki (þó á toppnum séu eftir sínum dagsetningum),og eru þar með jafnokar allgóðra og allamargra hitabylgjudaga um hásumarið.
Til gamans er hér einfalt kort frá hádegi hitadaginn 11. mai 2000. Sjá má að 20 stiga hiti er bæði á Akureyri og Egilsstöðum.
Í fylgiskjali má sjá yfirlit yfir hitabylgjunar kringum þann 11. maí 1941 og 2000.
Meginflokkur: Veðurfar | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 17.5.2018 kl. 00:11 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.