19.6.2007 | 00:50
Ciccolini er þá ekki dauður!
Það kom við hjartað í mér þegar ég las á blogginu hans Egils Helgasonar að hann hefði heyrt Aldo Ciccolini halda píanótónleika í Þessalóníku. Og hann lék auðvitað eins og meistari.
Það var einmitt Aldo þessi Ciccolini sem lék á fyrstu grammófónplötunni sem ég eignaðist. Það var sumarið 1962 þegar ekki var einu sinni búið að leggja drög að flestum bloggurum sem nú gera sig breiða á blogginu. Aðalverkið á plötunni, sem enn er í nothæfu standi, var hvorki meira né minna en píanókonsert nr. 1 eftir Tsjækovksí, þessi frægi frægi, en aukalag var Mefistóvalsinn eftir Liszt en Ciccolini er einmitt mikill Liszspesjalisti. Og leikurinn er frábær, silfurtær og glitrandi.
Ég hélt hins vegar að Ciccolini væri löngu dauður og grafinn og varð steinissa á því að hann væri enn að spila og það fyrir Egil Helgason! Og mér fannst ég allt í einu eiga heilmikið sameiginlegt með Agli og upplifði sterkt samhengið í mannlífinu, samanber "samhengið í íslenskum bókmenntum", sem sennilega hefur þó loksins rofnað í seinni tíð - en hverjum er svo sem ekki sama. Ég er sjálfur að fara til Grikklands eftir nokkra daga og finnst ég því alveg ekstra spesjal deila margnþrugnum örlögunum með honum Agli Helgasyni.
Einu sinni ræddi hann við mig um veðrið í sjónvarpsþætti og öðru sinni í útvarpsþætti. Þá var hann lítið þekktur. En nú er hann orðinn mikið þekktur.
Enda vill hann ekkert við mig tala lengur!
Ég hlakka annars afskaplega mikið til að yfirgefa þetta volaða land og fara til Krítar. Þar hitti ég manneskju sem mælir allt upp í mér, meira að segja svo hrúleiðinlegar veðurpælingar að jafnvel stærstu og ógurlegustu skessur verða öldungis að steini.
Meginflokkur: Ég | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 19:34 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Farðu að heimsækja Gunna Skarp, ég gaf honum öll sönglög Schuberts í sextugsafmælisgjöf. Hvennær verðurur sextugur Siggi minn, er það ekki í október eins og ég?
Guðmundur Ólafsson (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 03:20
Ég hef á tilfinningunni að ég verði ekki sextugur! En ég á víst afmæli daginn á eftir þér.
Sigurður Þór Guðjónsson, 19.6.2007 kl. 13:41
En af hverju varstu búinn að drepa og jarða þennan Ciccolini? Hvað lá þér svona á? Viltu vera svo vænn að drepa mig hvorki né jarða á meðan ég er enn á lífi?
Þér er alveg óhætt að skrifa eitthvað um veðrið. Svo svakalega mikið í þær færslur lagt að maður verður að dáðst af þeim... bara ekki hægt að lesa þær fyrir leiðindum
Heiða B. Heiðars, 20.6.2007 kl. 16:49
Ég drap Ciccolini í aldursbrenglunarskynjun æskunnar. Þegar ég var 15 ára fannst mér hann vera hundgamall kall og gerði svo ósálfrátt ráð fyrir því að hann hlyti að vera dauður. Nú sé ég við eftirgrannslan að hann var ekki nema 37 ára gamall þegar mér fannst hann vera alveg hundgamall. Þvílík náð að mér sé svo óhætt að blogga um veðrið! Nú er ég einmitt að undirbúa megafærslu. "Daglegt veður á Íslandi síðustu tíu þúsund ár"!!
Sigurður Þór Guðjónsson, 20.6.2007 kl. 19:00
Hahaha ... veistu hvað ég las? "Dapurlegt veður á Íslandi síðustu tíu þúsund ár" hehehe
gerður rósa gunnarsdóttir, 20.6.2007 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.