22.6.2007 | 18:39
Ætti að ritskoða bloggið?
Nú er ég svo andlaus að ég á ekki orð. Ég get ekkert sagt um loftslagsmálin, fótboltamálin, kvennamálin, klámmálin eða heimsmálin. Ég er alveg tómur.
En ég er þó á móti ritskoðun á bloggi sem sumir vilja fara að innleiða. Ef menn setja þar eitthvað sem fer út yfir einhver mörk á að mæta því með sömu aðferðum og öðru efni sem birt er opinberlega. Menn geta kvartað til réttra aðila eða jafnvel kært og svo framvegis. En ef fylgst verður með blogginu með einhverju virku eftirliti sem grípur í taumana í tíma og ótíma mun það fljótlega drepa allt spontanitet í blogginu. Það gera auglýsingar líka. Að ekki sé minnst á fégreiðslur.
Ég ætla svo í lokin að trana fram mínu eigin mikilvægi og birta veðurkort (að vísu ekki gott) frá þeim degi sem ég var í heiminn borinn en það var auðvitað í Vestmannaeyjum.
Og svo er það spurningin hvort ekki sé hægt að spá í veðurkort manna eins og hægt er að spá í stjörnukort manna.
Segðu mér hvernig veðrið var þegar þú fæddist og ég skal segja þér hver þú ert og hvernig örlög þín verða ráðin!
Daginn sem ég fæddist var lægð á Grænlandshafi sem olli suðvestanbarningi á landinu. Og sjá! Líf mitt hefur verið einn heljarinnar útsynningsrosi með hryðjum og hryssingi. En bjart á milli.
Meginflokkur: Blogg | Aukaflokkar: Ég, Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 19:34 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
En hvað þetta er skemmtilegt! Og bjart á milli, já.
María Kristjánsdóttir, 22.6.2007 kl. 18:56
Ég held líka að sé engin bráð hætta á ferðum og menn eigi að taka það rólega.
Sigurður Þór Guðjónsson, 22.6.2007 kl. 19:19
Mér finnst þessi hugmynd um veðurkort samanber stjörnukort alger snilld! Hvar get ég fundið mitt veðurkort?
gerður rósa gunnarsdóttir, 22.6.2007 kl. 19:23
ég myndi lesa bloggið þitt tíu sinnum áður en ég eyddi mínútu í einhvern snobbaðan þjóðmálabloggara
halkatla, 22.6.2007 kl. 19:31
Það er eitt sem ég hef velt fyrir mér í sambandi við ritskoðun á moggablogginu.
Það er þetta sem kemur efst á skjáinn þegar maður bloggar við fréttir, þar stendu eitthvað í átt við "skoðanir þínar eru ekki skoðanir Morgunblaðsins, þú ert ábyrgur fyrir þínum skrifum"
Leiðrétting óskast ef þetta er ekki rétt orðað.
En miðað við svona þá er maður sjálfur sinn ritstjóri og einhversstaðar las ég að þeir sem eru með bloggsíður á moggablogginu þá litu mbl menn á þær síður sem eign bloggarans, þessvegna eru allment ekki auglýsingar á síðum bloggara.
Svo þetta með tengingu veðurkorts og stjörnukorts, athyglisverð hugmynd. Ég þarf að skoða þetta betur, ef þú finnur veðurkort frá 01.10.1973 þá geturðu kanski veitt þeim upplýsingum áfram til mín á kaldi@lognid.is
kveðja
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 22.6.2007 kl. 21:46
Gerður Rósa: Þú finnur þau hér. http://www.wetterzentrale.de/ http://andvari.vedur.is/athuganir/vedurkort/eldra/
Sigurður Þór Guðjónsson, 22.6.2007 kl. 22:46
Já, og nú geta allir snúið sér til mín til að spá í veðurkortin um framtíð sína. Tuttugu ára reynsla. Algjörri þagmælsku heitið um hryllileg örlög manna.
Sigurður Þór Guðjónsson, 22.6.2007 kl. 23:00
Þetta grunaði mig: Allt botnfrosið þennan dag!
gerður rósa gunnarsdóttir, 22.6.2007 kl. 23:44
Langkaldasti níundi mars síðan mælingar hófust. Ég get ekki betur séð. Ekkert skrýtið að maður sé freðinn fyrir lífstíð, bæði á sál og líkama.
gerður rósa gunnarsdóttir, 23.6.2007 kl. 00:02
Um morguninn þennan dag var frostið 31 stig við Mývatn. Hefur síðan ekki orðið kaldara á Íslandi. Þetta skýrir auðveldlega hvað þú ert alltaf súper kúl karakter. Meteorólógían er sko engin gervivísindi eins og astrólógían!
Sigurður Þór Guðjónsson, 23.6.2007 kl. 00:39
Daginn sem ég fæddist var rólegheita veður um allt land.... alveg í stíl við mig
Heiða B. Heiðars, 23.6.2007 kl. 11:32
já, og dagurinn þegar ég fæddist var bjartur og fallegur...
alveg eins og ég...... en talandi um veður, þá vita allir að á Íslandi er besta veðrið alltaf á Akureyri... (er reyndar ekki Akureyringur sjálfur)...
í þau fáu skipti sem veðrið er vont þar, þá heitir það "aðkomuveður".
Brattur, 23.6.2007 kl. 13:23
Sagði ég ekki: Það svínvirkar að spá í veðurkort. Vona að meteórólogían ryðji astrólógíunni alveg úr vegi. það er ansi oft aðkomuveður á Akureyri, eins og t.d. núna! Við yrðum brjáluð hér í Reykjavík ef við fengjum eins köld sumur og geta komið í aðkomuveðráttu á Akureyri. Gríp tækifærið til að koma með ósvífna própagöndu fyrir sjálfan mig: Sjáið þetta hér, snérsniðið fyrir Heiðu og fleiri veðurfana: http://nimbus.blog.is/blog/nimbus/entry/221789/
Sigurður Þór Guðjónsson, 23.6.2007 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.