Leti

Hver nennir að blogga í sól og 18 stiga hita?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Ég er nú mest í því að laga að utan húsið mitt og konunnar, þrátt fyrir nokkurn hita rok og ryk sem því fylgir að vera úti. En eins og þú segir Sigurður er maður hálf slappur við tölvuna í dag. En sjálfsagt er þetta nokkuð góð æfing fyrir þig Siggi minn, þar sem óðum styttist í ferðina miklu til Krítar, ekki satt.  Kær kveðja til þín frændi.

Þorkell Sigurjónsson, 23.6.2007 kl. 18:02

2 Smámynd: halkatla

Ég/innipúkinn

halkatla, 23.6.2007 kl. 18:49

3 Smámynd: Mummi Guð

Ég nenni að blogga þar sem ég nenni ekki að horfa á sjónvarpið. Það er lítið sem hægt er að gera þegar maður á veikt barn sem þarf að sitja yfir, þá er ágætt að blogga.

Mummi Guð, 23.6.2007 kl. 21:06

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Vona að verði góð hreyfing á ykkar málum með aðstoð vegna veika drengsins ykkar.

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.6.2007 kl. 21:59

5 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

ja þegar maður er orðinn sólbrenndur og sæll. Nennir ekki í tiltekt eða annað vitrænna og er bloggfíkill...........

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 23.6.2007 kl. 22:09

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég er nú eiginlega búin að hanga inni í allan dag. Rétt skrapp i apotek og svo beint heim og hef verið á blogginu og að glápa á sjónvarpið síðan. Annars er það alveg rétt hjá þér að sóla þig smá áður en þú ferð til Krítar svo þú venjist hitanum þar fyrr.

Svava frá Strandbergi , 24.6.2007 kl. 01:41

7 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Siggi minn, það væri nú ekki mikið bloggað hér á Akureyri á sumrin, ef allir hugsuðu svona.

Pjetur Hafstein Lárusson, 24.6.2007 kl. 14:26

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hvaða allir? Hefur nokkur heyrt þess getið að Akureyringar hugsi? 

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.6.2007 kl. 16:09

9 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Þar mælti eigi spaks manns vör.  Þér er þó fyrirgefið, í ljósi þess, að lágt er láð sunnan heiða og andinn eftir því.

Pjetur Hafstein Lárusson, 24.6.2007 kl. 17:00

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En þú ert væntanlega kominn úr hverri þinni spaks manns spjör í 18 stiga hitanum á Akureyri sem er reyndar nákvæmlega sami hitinn og var hér í Reykjavík í gær og þótti engum mikið! En þér er fyrirgefið í  myrkri þess að þú hefur mælt þessi orð í algjöru husunarleysi.

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.6.2007 kl. 17:09

11 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

18 stiga hiti á Akureyri er allt annað en 18 stiga hiti í Suddavík, það gerir þessi stöðugi raki og rokna vindur, sem alla tíð hvín um menn þarna fyrir sunnan.  Annars veit ég ekki, hvort hægt er að ræða þetta við þig. Þú ert svo sunnlenskur, að ég efast meira að segja um, að þér sé ljóst, hversvegna norður snýr upp á landakortinu, en suður niður.  Jörðin er sem kunnugt er hnöttótt og því hefur þetta ekkert með landfræðilega staðsetningu að gera.  Þvert á móti; þetta er aðeins ítrekun þess, að norðrið er suðrinu æðra.

Pjetur Hafstein Lárusson, 24.6.2007 kl. 19:26

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er hættur að rífast um þetta. Sá vægir sem vitið hefur meira! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.6.2007 kl. 19:33

13 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Heyr, heyr (á endemi?)

Pjetur Hafstein Lárusson, 24.6.2007 kl. 20:11

14 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Jæja, Pjetur minn, þú mátt þá hafa síðasta orðið!  

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.6.2007 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband