Að draga sig í hlé

Ég verð að játa að síðan ég kom heim frá Krít hef ég dregið mig í hlé. 

Annað veifið kemur yfir mig ómótstæðileg þörf fyrir að vera einn með sjálfum mér og vera í friði. Ég kann mjög vel að vera með sjálfum mér. Og það án þess að hafa músik glymjandi yfir mér eða glápandi á sjónvarp eða myndbönd. Mér finnst bara frábært að vera einn og kynnast sjálfum mér. Maður getur ekki skilið heiminn nema gegnum sjálfan sig. Samt á ég auðvelt með að samlagast öðrum þegar ég kæri mig um.

Hvað var það á Krít sem snéri mér frá heimsins glaumi inn á innri brautir?

Það er leyndardómur.  

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það er mjög upplífgandi og hressandi þegar menn tala um "þunglyndi" sem jákvætt afl.

Benedikt Halldórsson, 6.8.2007 kl. 14:51

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Æi, Sigurður, Snorri Sturluson nennti heldur aldrei að skrifa á sumrin. Var hann þunglyndur? Ég held að þetta sér rétt hjá þér með þunglyndið. Það er gert allt of mikið úr því. Við eigum öll að vera svo hress og fit. En ef maður hefur fer ekki á andlegan túr verður maður líklega andlaus fígúra í Lazy Town.

Ég hef einnig mikið dálæti á Krít og fólkinu þar, og hef meira að segja skrifað um merkan mann þar í tímarit í Danmörku. Hann heitir Nicolaos Stavrolakis og er "yfirgyðingur" í Chania en ekki er laust við að hann sé búddisti líka. Ég hef reyndar líka skrifað um hann á bloggið mitt þegar ég gaf upp uppskrift af frábærri súpu, sem hann hefur bókfest. Sjá http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/131917/

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.8.2007 kl. 15:31

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég var í sveitaþorpi skammt frá Chania. En ég sagði reyndar ekki að ég hefði dálæti á Krít og fólkinu þar. Um það sagði ég ekkert. Og nú er ég orðinn svo skrambi andlegur að ég er að hlusta á Missa Solemnis eftir Beethoven. Það geri ég á nokkra ára fresti. Tek fram að ég er ekki búddisti en einn af bestu vinum mínum er "löglegur" búddisti.

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.8.2007 kl. 15:39

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Dramadrottning!

Svo finnst mér þú/þið full-frjálslegir í umræðunni um þunglyndi. Gleymið því ekki að það er fólk sem glímir við alvöru-þunglyndi. Ekki svona spari-þunglyndi eins og virðist hrjá þig og virðist vera mannbætandi tegundin.. eftir þvi sem þú skrifar hérna amk. 

Heiða B. Heiðars, 6.8.2007 kl. 16:26

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

"Jú, jú, það er til illvígt þunglyndi sem gerir fólk alveg ófært um að taka þátt í lífinu." Þetta er skrifað skýrum stöfum hér að ofan.

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.8.2007 kl. 17:24

6 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Sæll Sigurður og velkominn og sloppinn frá Krítverjum. Þegar mér líður einsog lýsing þín greinir, þá er ég í kompaníi við allífið...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 6.8.2007 kl. 17:48

7 Smámynd: Snorri Hansson

Mitt þunglyndi  er líklega svipað og þitt og samt hef ég ekki verið á Krít. Ég er mest einn og finnst það ágætt. Það illvíga fannst mér sjálfum ekki sem verst.  Ég var bara ekki húsum hæfur.

Snorri Hansson, 6.8.2007 kl. 18:33

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég veit reyndar alveg hvað "alvöru" þunglyndi er, einu sinni mælti ég ekki orð af vörum í þrjá mánuði. En mér finnst alveg fráleitt að kalla andstreymi lífsins, missi, vonbrigði, niðursveiflur og svo framvegis "þunglyndi" í sjúkldómalegri merkingu eins og mjög er gert meðal fagmanna. Þeir segja í alvöru að menn eigi að leita sér lækninga ef þeir eru "þungir" lengur en hálfan mánuð í einu. Ég er ekki sá eini sem svona hugsar. Og auðvitað fylgir svona skrifum eins og hér er bloggað einföldun og frjálsyndi, ef ekki hrein léttúð. Fyrstu manna viðurkenni ég að þetta er ekki endilega einfalt mál. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.8.2007 kl. 18:44

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er ekki þunglyndi yfirleitt afstætt og bundið því hvaða viðmið maður setur. Ef manni finnst það eðlilegt að vera spriklandi glaður og gapandi, þá er það örugglega þunglyndi að vera eins og menn eiga að sér að vera. Ef slíkri deyfð fylgja ekki þankar um að stytta sér leið út úr lífinu er hún eðlileg.  Maðurinn þarf að draga sig til hlés annað slagið til að melta farinn veg og hyggja að þeim sem ógenginn er. Annars yrði þetta einn allsherjar stefnulaus þvælingur og froða.  Ég held að ég sé í konstant spariþunglyndi. Það er svo mikið hype og kjaftavaðall í kringum mann að ég hef fengið mig full saddan af þeirri geðveiki og gerfigildum.  Slíkt þunglyndi er semsagt ekki geðveiki heldur hitt sem að veldur því.

Annars þekki ég þetta alvöru. Að liggja svo vikum skiptir og geta sig hvergi hrært. Rétt skreiðast að vatnskrana til að þorna ekki upp og éta uppúr sykurkari til að hafa orku í það.  Þess óska ég ekki neins, en það er hægt að vinna á því með markvissri sjálfshjálp og án lyfja. Þetta er eins og flensa sem tekur enda. Bara að bíða hana af sér og skoða síðan hvað maður getur gert til að fyrirbyggja þetta.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.8.2007 kl. 19:15

10 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég þekki líka þunglyndið vel, það að finnast það ókleift að fara fram úr rúminu á  morgnanna og vilja bara sofa endalaust. Hafa ekki orku til þess að þrífa í kringum sig og jafnvel forðast það að fara á mannamót.

Þess óska ég ekki heldur neinum manni, en eins og Jón Steinar segiir þá er til hjálp.
Svo er líka hægt að hugga sig við það, að það er ekki öllum gefið að vera alltaf í hæstum hæðum, enda er það næsta víst að þar er loftið helst til of þunnt, fyrir flesta allavega .

Svava frá Strandbergi , 7.8.2007 kl. 00:58

11 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Takk fyrir að gerast bloggvinur minn, Sigurður, þú ert alveg magnaður spekingur!

Guðrún Markúsdóttir, 7.8.2007 kl. 01:02

12 Smámynd: Snorri Hansson

Sem betur fer hef ég aldrei orðið svona voðalega “þungur” eins og þú lýsir Jón. Ég hef í mörg ár verið ofsalega bráður af litlu tilefni og einnig fengið ofsalegt hláturkast af nauða lélegum brandara (oflæti ?) . Miklar vangaveltur um hvernig ég ætlaði að enda þetta líf. Ákvað aðferðina og yfirfór hana með brosi á vör mörgum sinnum á dag í  nokkur ár. Reyndi hana samt aldrei.  Ég gat losað mig frá þessum hugsunum. .Eftir að þessu lauk hugsa ég oft um að fólk með þessar vangaveltur, eigi að hugsa um það hvað það sé að gera sínu fólki.  Ég veit að mín einkenni eru léttvæg,en gat ekki stillt mig um að láta ljós mitt skína eða þannig.Takk fyrir.

Snorri Hansson, 7.8.2007 kl. 02:08

13 identicon

Það er sagt að engum verði lagt meira á herðar en hann getur borið.

Það er í raun það sem ég hugsa um þegar allt verður of mikið. Alveg eins og þegar maður er að ganga á fjall og setur hinn fótinn fram þó svo að súrefnisskorturinn í vöðvunum kalli á að NÚNA eigi að setjast niður.

Er heilbrigt að hlusta á vöðvana eða raddirnar í hausnum sem segja: Þú átt eftir að komast... Hvaðan koma þessar raddir?

Ég er ekki greind þunglynd, en á einu tímabili í lífi mínu þar sem á hálfu ári hlóðust niður erfiðir atburðir fékk ég töflur til að halda áfram í stað þess að leggjast niður (eins og mig langaði mest). Ég tók töflurnar mínar og gerði það sem til var ætlast. Þar til að einn daginn tók ég eftir að ég var orðin "flatliner". Ég kom heim, börnin höfðu dreift kókómaltsdufti um alla íbúðina og það eina sem ég sagði var: Æ, krakkar! Mig hlakkaði ekki til neins, mig kveið ekki fyrir neinu og ég reiddist ekki. Á þessari stundu vissi ég að þetta var ekki ÉG.

Ég er núna mjög dugleg við að taka minn tíma fyrir mig, sumum finnst ég erfið. En þeir sem þekkja mig vita að ég er Theresan þeirra ;) Þeir mega alveg vera eins og þeir eru.

Það sem vantar í Reykjavík í dag er að leyfa fólki að vera skrýtið. Þ.e. fólki í daglega lífinu, ekki bara því sem sjónvarpsþættir eru gerðir um.

Kristbjörg (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 06:48

14 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég get ekki séð að reynsla fólks styðji þau algengu öfugmæli að ekki sé lagt meira á fólk en það getur borið. Þvert á móti. Fjöldi fólks kiknar undan byrðum lífsins. Sumir fyrirfara sér. Aðrir lifa brotnir og læðast með veggjum, jafnvel lungann úr ævinni. Ótrúlega stór hópur. En ég vil enn minna á það að orðum mínum í þessari færslu er fyrst og fremst beint gegn því viðhorfi sem alið er á að allt andstreymi og erfiðleika rí lífinu bsé einlínis gert að læknisfræðilegum sjúkdómi sem kallað er þunglyndi, alls ekki að neita því að til sé raunverulegt og mjög þjáningarfull sjúkdómsástand sem heitir þunglyndi. Ég er sem sé að tala um eins konar sjúkdómavæðingu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.8.2007 kl. 10:27

15 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Soll og blessadur Sigurdur. Thad eina sem ithingir mer nuna er of mikill hiti og svo audvitad matur. En thratt fyrir thad er eg i sjæunda himni. Kvedja til thin og allra annarra Vestmannaeyinga. Keli.

Þorkell Sigurjónsson, 7.8.2007 kl. 17:39

16 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hvar í andskotanum ertu nú niðurkominn frændi?!

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.8.2007 kl. 17:42

17 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

PS:  Sigurdur,  dottir min hun Sigridur Thoranna bidur mig ad skila kæri kvedju til thin. Eg er staddur her hja henni i Östersund i Sveden og otlar hun ad  ganga i hjonaband a föstudaginn kemur. Kvedja.

Þorkell Sigurjónsson, 7.8.2007 kl. 17:50

18 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta verð ég að færa inn í stóru familíukrónikuna! Bið að heilsa nöfnu minni og til hamingju!  

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.8.2007 kl. 17:57

19 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Jájá, það er ágætt að vera þunglyndur, en kannski ekki meira en nokkra mánuði í einu, mér finnst 2-3 passlegt. Þá er kominn tími á að gera eitthvað annað.
Ein ágætis aðferð til að vera ekki veikur er t.d. að fara aldrei til læknis, þá fær maður aldrei neina sjúkdóma. Ég hef t.d. ekki fengið neinn sjúkdóm síðan ég fór síðast til læknis. Þá greindi hann mig með sprungna hryggsúlu eða eitthvað álíka. Síðan þá hef ég ekki farið til læknis og, ekki fengið neina nýja sjúkdóma. Áður fannst eitthvað að mér í hvert sinn sem ég fór til læknis: blöðrubólga, brotinn fótur, bólgnir liðir og blóðleysi. Gyllinæðinni lét ég aldrei tékka á. Hún var bara þarna og svo fór hún af sjálfu sér þegar ég stóð upp af stólnum eftir nokkurra ára setu.
Þegar maður kemst ekki fram úr rúminu af einhverjum sökum, er það bara leti. Það sagði amma.
Og ef maður drepst, þá er maður dauður.
Það sagði ég. Og engu við það að bæta.

Annars held ég að vandamálið liggi ekki í því að þú hafir verið á Krít, heldur að þú hafir ekki verið nógu lengi á Krít ;)

gerður rósa gunnarsdóttir, 7.8.2007 kl. 20:36

20 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Sem sagt zoa, þeir sem liggja í rúminu sökum alvarlegs þunglyndis dögum saman og jafnvel svo vikum skiptir eru bara latir.
Jafnvel þó að amma þín hafi sagt þetta, með fullri virðingu fyrir henni, þá finnst mér þessi speki hennar ekki eiga heima hér á þessari síðu, þar sem þessi illvígi sjúkdómur er til umræðu.

Svava frá Strandbergi , 8.8.2007 kl. 00:58

21 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Ég var heldur aldrei sammála þessari speki hennar - þó það nú væri, þunglyndissjúklingurinn sjálfur - en þetta var hennar aðferð til að koma fólki fram úr rúminu.
Mér finnst samt raunar pínu fyndið að halda þessu fram - af því að þetta er svo augljóslega mikið bull. Líklega gerði hún það af sömu sökum.

En auðvitað verður maður að passa sig að tala ekki galgopalega þegar alvarleg efni ber á góma - jafnvel þó maður þekki þau af eigin raun og telji sig af þeim sökum hafa efni á að tala á þann hátt - til þess að særa ekki aðra sem sjá hlutina í öðru ljósi.
Ég skal reyna að muna það í framtíðinni Svava mín.

En það skyldi enginn vanmeta lækningamátt húmorsins - hann getur verið það eina sem dröslar manni í gegnum þetta líf. Og ÞAÐ er ekkert djók.
Og þó hann fari kannski úr böndunum og komi manni í klandur öðru hverju, þá eru það ásættanlegri aukaverkanir en af mörgum öðrum lyfjum ;)

Kv., Þunglyndissjúklingurinn

gerður rósa gunnarsdóttir, 8.8.2007 kl. 06:06

22 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Þarf ég nokkuð að taka það fram að ég, og amma alveg örugglega og ennþá frekar, erum andstæðingar sjúkdómsvæðingar? Innlegg mitt er meint sem stuðningur við það viðhorf. Bara svo það sé á hreinu.

gerður rósa gunnarsdóttir, 8.8.2007 kl. 08:47

23 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég minni enn og aftur á það, börnin mín ung og smá, að ég var ekki að skrifa hér um "alvöru þunglyndi" heldur þá áráttu heilbrigðissamfélagasins og fleiri að gera allt að þunglyndi ef eithvað blæs á móti. Á þessari siðu er svo algjörlega bannað að karpa með galli og biturleika. Miklu betra er að ausa afdráttarlausum svívirðingum yfir mann og annan. En lang best að menn sláist bara upp á líf og dauða á raunverulegum hólmgönguvellinum í votta og Spotta viðurvist.  En gagnmerka og alvöruþrugna þunglyndisumræðu er að finna hér og mælist ég til að menn lesi hana  áður en lengra er haldið: http://nimbus.blog.is/blog/nimbus/day/2006/12/2/

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.8.2007 kl. 09:51

24 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ekki vanmet ég lækningamátt húmorsins zoa mín, en kannski höfum við bara ekki svipaða kímnigáfu þegar upp er staðið. En mér finnst það ekki fyndið þegar konur með sameiginlega lífsreynslu misskilja hvor aðra svona hrapalega.

Sáttakveðja. 

Svava frá Strandbergi , 8.8.2007 kl. 10:39

25 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Já var það ekki Sigurður!? Þessi dýr eru nefnilega alveg ágætis uppfinning.
Míó fer sinna ferða, um þessar mundir er hann á einhverju útstáelsi, ég gef honum að éta og stundum fær hann að lúra í rúminu mínu á daginn. En svo hendi ég honum út því hann á það til að stelast upp á eldhúsborð því þar eru oft á tíðum dýrindis steikur í hundana. En þetta er gæðaköttur, það verður ekki annað sagt. Skil vel að þú sért í ástarsorg núna ;)

Svava: Ég er vön því að vera misskilin, það hefur líklega enginn svipaðan húmor og ég þegar upp er staðið. Verð að lifa við það.

gerður rósa gunnarsdóttir, 8.8.2007 kl. 21:03

26 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk, zoa.

Svava frá Strandbergi , 8.8.2007 kl. 22:33

27 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ekki get ég nú sagt að ég hafi svipaðan húmor og þið Svava. Ég er nefnilega algjörlega húmorslaus! Vona bara að Mió minn lendi ekki á glapstigum. Það væri sko ekkert grín.

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.8.2007 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband