Uppreisnarher drottins

Uppreisnarher drottins í Uganda berst fyrir því að stofna ríki á grundvelli boðorðanna tíu - hvorki meira né minna.

Manni verður eiginlega óglatt af frásögnunum í Kastljósi um framferði þessara stríðsmanna drottins. Þeir ræna börnum og kenna þeim að myrða og limlesta á hroðalegan hátt. Skera af mönnum andlitið til dæmis. Og þykir það hin besta skemmtun. Stúlkurnar, sem líka eru í hópnum, verða svo kynlífsþrælar foringjanna. Og annað eftir því.

Þetta er víst samt kristinn lýður sem heldur boðorðin tíu í heiðri og hvikar ekki frá bókstafnum.

Aldrei hef ég séð neinn blogga um þessa kristnu óþokka. 

Það er hins vegar auðvelt að ímynda sér hvað lesa mætti á sumum bloggsíðum og hvað ályktanir um yfirburði kristins siðferðis væru þar dregnar ef þetta væri múslimskur skæruliðahópur sem berðist fyrir því að stofna ríki múslima í Uganda.

Sumir segja reyndar að þessi hópur sé ekki kristinn og hann hefur notið stuðnings frá Súdan en hann segist samt vera kristinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þú hefur ekki kynnt þér málið Sigurður Þór. Þessi Uppreisnarher drottins (Lord's Resistance Army) er alls ekki Kristinn, enda framganga hans ekki beint í samræmi við kenningar Krists. Hvað er þá á ferðinni ?

Þessir ógæfumenn, sem lúta stjórn Joseph Kony, gerðu 1994 samkomulag við islamska stjórn Súdans um árásir á Kristna íbúa Norður Úganda og Suður Súdan. Múslimi að nafni Omar Hasan Ahmad al-Bashir er stjórnarherra (forseti) í Súdan og hann ber einnig ábirgð á morðunum á Kristnu fólki í Darfur.

Samkvæmt vitnisburði Dr. Peter Hammond iðka liðsmenn LRA múslimska trúarsiði, biðja meðal annars fimm sinnum á dag, í átt til Mekka. Þennan vitnisburð má finna hér:

Overcoming Obstacles to Sudan

Omar al-Bashir er lúmskur andskoti. Hann er "öfgafullur" múslimi sem meðal annars hefur komið á Sharia lögum í Súdan og hann var auðvitað góðvinur Osama bin Laden, sem dvaldi árum saman í Súdan.

Loftur Altice Þorsteinsson, 20.8.2007 kl. 22:05

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég leit nú aðeins á wickipedíu en viðurkenni að ég gjörþekki ekki málið. Þar er reyndar sagt að þeir séu kristnir. En ég var aðallega að benda á hvað yrði sagt ef þeir væru opinberlega og án alls vafa múslimar. Takk fyrir kommentið.   

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.8.2007 kl. 00:04

3 Smámynd: Linda

Þessir menn eru ekki Kristnir, Kristnir biðja ekki 5x á dag til Mecca, vinsamlega hafðu það í huga.   Þetta sá ég strax, um leiðin og fréttin var flutt, merkilegt að fólk geti ekki séð munin á Kristni og Íslam.

Linda, 21.8.2007 kl. 02:45

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

  • EKKI OKKAR SÖK!


Svört er sól, sviðin mannaból,
seytlar blóð
í Fjandans feigðarslóð.
Drynur jörð er Dauðinn tyllir tá
í draugalegri borg við Tígrisá.

Grætur barn gáttir Heljar við
Guðskross-farar lutu ei Kristnum sið.
Lítill drengur líkn fékk ei
hjá þeim
sem limlestu og brenndu hans
skinn og bein.

Vér hjálpum þá - Það er hið
- minnsta mál.
Hendur kaupum - gerum við hans sál.
Við sem erum Guðs útvalda þjóð
- og ekki okkar sök
- þótt renni blóð.

Drynur jörð er Dauðinn tyllir tá
í draugalegri borg við Tígrisá.

Svava frá Strandbergi , 21.8.2007 kl. 11:26

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Linda: Í Wikipedíu segir að þeir séu kristnir. Hverjir sjá ekki muninn á kristni og íslam? Ertu að segja að ég sjái ekki muninn?  Birtist munurinnm skýrt í verkum þeirra? Voru krossfararnir kristnir þegar þeir huggu fóllk í spað svo blóðið var upp í ökla? Og gengu svo til bæna. Annars er leitt að menn skulu ekki grípa aðalatriðið í þessari fræslu: hvað yrði sagt af ef svona her væri á einhvern hátt, ljósan eða skýran, bendlaður við íslam en ekki boðorðin tíu eða kristnina. Vinsamlega hafðu það í huga Linda.

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.8.2007 kl. 11:34

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Vil benda á þessa ágætu bloggfærslu: http://bryndisisfold.blog.is/blog/bryndisisfold/entry/291396/

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.8.2007 kl. 12:03

7 Smámynd: Sigrún Einars

Takk fyrir þessa ábendingu Sigurður, skil alveg hvað þú ert að fara með þessu.  Og þetta er auðvitað hárrétt hjá þér, enda sérðu líka hvernig fólk bregst við hérna, nú er örugglega búið að stimpla þig "muslim-lover" í bloggheimum fyrir þessi orð þín, þó það eina sem þú ert að segja er: Sjáið þið muninn!  Ég get ekki einu sinni séð að þú sért að taka neina sérstaka afstöðu til hvort hópsins fyrir sig. 

Ég hef hinsvegar tekið afstöðu:  Ég er íslensk kona, ég er múslimsk kona og ég er stolt af því. 

Sigrún Einars, 21.8.2007 kl. 12:35

8 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það sem skiptir máli, varðandi Lord's Resistance Army, er ekki hverrar trúar þeir telja sig vera, heldur hverjir stjórna gerðum þeirra. Ljóst er að LRA er að gegna erindum valdaflokks Súdan National Islamic Front og einræðisherra landsins, sem er múslimi og heitir Omar Hasan Ahmad al-Bashir.Núverandi ráðamenn í Uganda eru Kristnir og al-Bashir leggur hatur á þá. Hann er ekki ólíkur fjölmörgum öðrum islömskum einræðisherrum, að vera uppfullur haturs á því sem frábrugðið er islam. Al-Bashir heldur úti málaliðum í baráttunni gegn stjórnvöldum í Uganda, ekki bara LRA heldur einnig West Nile Bank Front og Uganda National Rescue Front II. Um þetta er hægt að lesa til dæmis hér:

National Islamic Front

Loftur Altice Þorsteinsson, 21.8.2007 kl. 13:12

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Gott hjá þér fluga!

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.8.2007 kl. 14:18

10 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

"Öfgafullir" múslimar í Súdan eru enn við sama heygarðshornið. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu Þjóðanna var að senda frá sér skýrslu um mannréttindabrot í Darfur. Árás var gerð á Fur ættbálkinn og 50 stúlkum rænt til mannsals innan múslimaheimsins. Hér má lesa frétt um þetta frá Reuters:

UN accuses Sudan militia of mass abduction and rape

Þetta er nákvæmlega sama hegðun og múslimskur stjórnarhér Súdans stundar í Úganda, þótt þar beiti þeir fremur fyrir sig Lord's Resistance Army og öðru álíka hyski. Kvennabúrin í múslimaheiminum taka endalaust við nýjum ránsfeng.

Loftur Altice Þorsteinsson, 21.8.2007 kl. 16:10

11 Smámynd: Linda

Þessir aðilar eru ekki Kristnir, kristnir biðja ekki 5 sinnum á dag til Mekka. Krossferðirnar eru dæmi sem er skömm á Kristna trú, þó gleymdir þú að taka fram að krossferðirnar hófust sakir þess að, Íslam var búið að leggja undir sig stóran hluta Evrópu, og ógnaði Róm.  Að nota krossferðirnar sem einhver mótsögn við Kristni og ofbeldi er bragð sem Íslam og vantrúaðir notar til þess að reyna vekja sektarkennd hjá kristnum aðilum, sem er vissulega bara vitleysa, svona álíka og kalla alla þjóðverja Nasista í sakir þess að Hitler kom óorði á landið í den.  Enn, maður er svo sem vanur svona tilþrifum, ekkert nýtt á nálinni.

Nei, Sigurður er ekki stimplaður Múslima-lover, það væri nú ekki sérstaklega gáfurlegt.  Hann er einfaldlega góður maður að því ég get best séð sem hafði ekki alla baksöguna.

Linda, 21.8.2007 kl. 16:23

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Æ, ég var ekki með neitt bragð og er ekki einu sinni vantrúaður. Ég var að benda á með þessari krossferðatilvísun að kristnir menn hafa líka framið ódæði, eins og fylgendur annara trúarbragða. Ábending mín er enn í fullu gildi eins og flugan sér og engu svo sem gleymt og engin sérstök baksaga sem þarf að hafa áhyggjur af. Svo hef ég engan sérstakan áhuga á því að vera talinn  "góður maður" - í svona vorkunnarstíl. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.8.2007 kl. 16:43

13 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Að stærstum hluta voru krossfarirnar varnarstríð. Menn höfðu horft upp á hernaðarlega framrás (Jihad) múslima og reyndu að stöðva hana með þeim ráðum sem tiltæk voru. Blóðið rann og glæpir framdir sem fáir reyna að afsaka, en styrjaldir snúast öðru fremur um dráp á fólki.

Höfum í huga, að fyrir daga Muhammads voru nær öll mið-austurlönd Kristin eða gyðingatrúar. Hér má til dæmis nefna Egyptaland sem var fyrsta Kristna landið og margir af merkustu fræðimönnum Kristni voru Egyptar.

Hér eru nýlegar hugleiðingar mínar um Egyptaland: Egyptaland - gegn heilögu stríði múslima

Ef menn fordæma krossfarirnar, fyrir að vera sonum Al-ilah til leiðinda, hlýtur sama að gilda um frelsun Spánar. Var það bara illmennska að hrekja Márana burt ?

Balkanskaginn og stór hluti austur Evrópu var hundruð ára undir yfirráðum múslima. Var verjandi að hrekja Tyrkina burt af þessum svæðum ? Tyrkir og aðrir múslimar halda ennþá stórum landsvæðum á Balkanskaganum. Eiga Vesturlandamenn að bjóða Al-ilah velkominn ?

Hvenær munu menn skilja, að Islam er öðru fremur stjórnmálastefna. Boðskapurinn er undirgefni (islam) við Al-ilah og ekki síður undirgefni (islam) við veraldlegt alræði. Heimsvaldastefnu Muhammads er framfylgt með hernaðarlegri framrás (Jihad).

Loftur Altice Þorsteinsson, 21.8.2007 kl. 17:12

14 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hafið þið eitthvað við þetta að bæta,  þér vantrúaðir, trúleysingjar og  villutrúarmenn? 

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.8.2007 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband