23.8.2007 | 11:32
Ofbeldi, segir formaður Læknafélagsins
Ekki bjóst ég nú við öðru en að svona mundu forsvarsmenn lækna líta á þvagleggsmálið. Ofbeldi, segir formaður Læknafélagsins fullum fetum.
Fréttir af atburðinum hafa reyndar verið nokkuð ruglingslegar. Hafi læknir á einhvern hátt verið ábyrgur fyrir þvagtökunni ætti hann að taka afleiðingum gerða sinni fyrir siðanefnd lækna eins og ég hef vikið að áður hér á blogginu. Eða var þetta kannski bara löggan upp á sitt eindæmi sem tók þvagsýnið?
Þá versnar nú í því. Þetta atriði þarf að koma fram á óyggjandi hátt.
Konan beitt ofbeldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 19:28 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Hérna er 2. mgr. 47. grein umferðarlaganna:
Lögreglan getur fært ökumann til rannsóknar á öndunar-, svita- og munnvatnssýni eða til blóð- og þvagrannsóknar ef ástæða er til að ætla að hann hafi brotið gegn ákvæðum 2. eða 4. mgr. 44. gr., 45. gr. eða 45. gr. a eða hann neitar lögreglunni um að gangast undir öndunarpróf eða láta í té svita- eða munnvatnssýni eða er ófær um það.
... Ökumanni er skylt að hlíta þeirri meðferð sem talin er nauðsynleg við rannsókn skv. 2. mgr.Fransman (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 12:29
Það stendur ekkert um það í þessari grein umferðarlaganna, um það, að lögreglunni sé heimilt að beita kynferðislegu ofbeldi við töku sýna. Það stendur bara 'Logreglan getur fært ökumann til rannsóknar' o.s.frv.
Mér finnst að ef lögreglan vill komast upp með það að beita svona aðferðum að þá verði hún skilyrðislaust að láta það koma fram í greininni. Ökumanni er skylt að hlita þeirri meðferð sem talin er nauðsynleg við rannsókn, jafnvel þótt hún feli það í sér að kynferðislegu ofbeldi verði beitt. skv. 2. mgr.
Svava frá Strandbergi , 23.8.2007 kl. 12:55
Það væri nú undarlegur andskoti ef umferðarlögin væru öllu öðru æðri í landinu, til dæmis stjórnarskránni og almennum mannréttindum. Lögreglunni og læknum er engan veginn skylt að taka þvagsýni með þessum hætti, enda getur það verið stórhættulegt, samkvæmt formanni Læknafélags Íslands.
Löggjafinn setur misgáfuleg lög um allan fjandann og fer ekki einu sinni eftir þeim sjálfur, til dæmis fjárlögum. Fransman leggur það örugglega til líka að fólk verði sett í fangelsi í allt að eitt ár fyrir að láta íslenska þjóðfánann snerta jörð, eða klikka á því að taka hann niður fyrir sólsetur, fyrst hann vill að öllum lögum verði fylgt út í ystu æsar.
Enda þótt manni sé skylt að gera ýmislegt er ekki þar með sagt að lögreglan hafi heimild til að gera hvað sem er, brjóti maður lögin. Um það snýst málið.
Steini Briem (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 12:58
Mér skilst að þegar menn gera ekki eins og þeir eiga að gera, þ.e. fylgja ekki lögum og reglum, þá sé hægt að sekta þá og eða stinga þeim í fangelsi.
Það eru afleiðingar þess þegar menn ´hlíta ekki því sem þeim er skylt að gera´.
Mönnum er t.d. skylt að hlíta því að borga skattana sína. Ef það er ekki gert fara ekki stæðilegustu skattakallarnir heim til þín og LÁTA þig borga.
Er ég að misskilja?
Maður Á að vera samvinnuþýður við lögreglu. Ef maður kýs að gera það ekki, þá hefur það afleiðingar. Bara ekki hvaða afleiðingar sem er.
Oft á tíðum hefur verið rætt um pyntingar fanga, og þá fanga sem líklegir teljast vera til að búa yfir vitneskju sem ef hún yrði gerð kunngerð myndi koma í veg fyrir dauða fjölda saklausra manna. Þeir EIGA að gefa upp þessa vitneskju. Og miklir hagsmunir í húfi að þeir geri það.
En jafnvel ÞAR má ekki gera hvað sem er til að ná settu markmiði.
gerður rósa gunnarsdóttir, 23.8.2007 kl. 13:13
Jæja þarna kom svo innlegg í millitíðinni sem sagði hluta af því sem ég var að benda á. Svo sein stundum :)
gerður rósa gunnarsdóttir, 23.8.2007 kl. 13:17
Jamm, þetta eru ekkert annað en pyntingar til að fá fram sannleikann.
Steini Briem (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 13:36
Fransman: Viðkomandi er ekki skylt að hlýta því sem ekki er nauðsynlegt, eins og formaður Læknafélagsins bendir á svo einfaldlega, aðrar aðfeðrir hefðu skilað því sama. En ég er fyrst og fremst að beina sjónum mínum á hlutdeild lækna í svona aðstæðum, ekki lögreglu (það gera svo maqrgir aðrir), hvað læknar láta sig hafa að gera, ef þarna átti læknir hlut að máli. Þeir eiga ekki að taka þátt í ofbeldi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 23.8.2007 kl. 15:02
Það eru viðurlög í landinu við pyntingum. Bæði lögreglumenn og læknar sem taka þátt í þeim þurfa að sæta þeim viðurlögum.
Steini Briem (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 15:37
Viltu kíkja á mitt blogg og hjálpa til (aftur) ?? Please!!
Heiða B. Heiðars, 23.8.2007 kl. 20:10
Ég mundi nú halda að sem lögfróð manneskja ættirðu að vita af lagagrein nr. 102 í umferðarlögum:[Nú hefur stjórnandi vélknúins ökutækis brotið gegn ákvæðum 1. mgr. 45. gr. eða 45. gr. a eða neitað að veita atbeina sinn við rannsókn máls skv. 3. mgr. 47. gr. og skal hann þá sviptur ökurétti
Sem þýðir að það megi ekki neyta að gefa sýni því annars verði þú sviptur ökuleyfi. Það er að refsingin er ökuleyfissvipting sem sama refsing og hún hefði fengið fyrir að keyra full.
Maður er farinn að hallast að því að að þetta hafi aðeins verið gert í pervertískum tilgangi þar sem lögreglumenn með mikilmennskubrjálæði fara offörum við að "framfylgja réttlætinu". Eða voru þeir að refsa konunni fyrir að "vera með kjaft ? Ég sé þetta sem pinntingu að hálfu lögreglu.
svo langar mig líka að bæta því við að of langt var liði frá því að akstri lauk þar til að þvagsýni til þess að það mætti nota það sem sönnunargagn. Það má víst ekki líða meira en einn og hálfur tími frá því að akstri lauk þar til að þvagsýni er tekið, en lögregan segist hafa reynt að tala konuna til í tvo tíma áður en þvagsýni var tekið.
Bjöggi (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 21:02
Hver er lögfróða manneskjan sem hér er átt við?
Sigurður Þór Guðjónsson, 23.8.2007 kl. 22:26
Sjá blogg læknis um málið:
http://skulablogg.blog.is/blog/skulablogg/
Steini Briem (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 23:07
Ég hef þá reglu - eða sérvisku - að taka ekki þátt í herferðum (ekki heldur á bloggi) undirskriftasöfnunum eða neinu slíku. Sama hvert málefnið er.
Sigurður Þór Guðjónsson, 24.8.2007 kl. 00:52
Í 68. grein íslensku stjórnarskrárinnar segir: "Engan má beita pyndingum né annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu."
Í 7. grein alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, sem Ísland er aðili að, segir: "Enginn maður skal sæta pyndingum eða grimmilegri. ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu." Og í 10. grein samningsins segir: "1. Alla menn sem sviptir hafa verið frelsi skal fara með af mannúð og virðingu fyrir meðfæddri göfgi mannsins."
Steini Briem (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.