Sicko í stað sjálfsvígs

Nú er mér öllum lokið. Ég var búinn að skrifa langa og feikna grimma færslu um vitleysisganginn í framkvæmdastjóra Geðhjálpar að vilja láta kryfja allt gamalt fólk til að gá hvort það hefði framið sjálfsvíg. En viti menn! Einmitt þegar ég ætlaði að birta færsluna kom ég við eitthvað á músinni og færslan hvarf út í tómið. 

Ég sem var í svo flottum ham. 

Í gær sá ég myndina Sicko eftir hann Michael Moore. Jú, þetta er grátbrosleg mynd og allt það en mér finnst hún samt rýrasta myndin sem ég hef séð eftir hann. 

Hún er svo fjandi væmin. Kellíngar eilíflega skælandi alla myndina. Mér finnst í lagi að fólk grenji hátöfum í lífinu ef illa liggur á því. En að grenja í kvikmynd er meira en ég fæ afborið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband