24.8.2007 | 20:35
Þeir ófyrirleitnustu og ósvífnustu
Ólína Þorvarðardóttir og Dögg Pálsdóttir voru að ræða um stóra þvagleggsmálið í Kastljósi.
Mér fannst Dögg betri. Hún var svo róleg og yfirveguð og hvert orð hafði skýra meiningu, hvorki of né van. Svona er hún alltaf. Ólína var aftur á móti ekki í essinu sínu. Einhver sjálfvirkur talandi hrifsaði af henni völdin. Hún komst eiginlega ekki að neinni skýrt afmarkaðri hugsun fyrir orðaformálum. Hún er miklu betri í þessu máli á bloggsíðunni sinni en hún var í Kastljósi.
Dögg viðurkenndi að ef sýnistakan hafi farið fram á þann hátt sem lýst hefur verið hafi það verið æði groddalegt (man ekki það sem hún sagði orðrétt) en hún tryði því bara ekki að þannig hafi það gerst. - Það hafi verið læknir viðstaddur.
Einmitt.
Það var læknir viðstaddur. En hvað ef þetta gerðist nú samt sem áður á þennan hátt þó læknir hafi verið viðstaddur?
Það verður því að tala við lækninn. Ekki samt af fréttamönnum. Það verður að rannsaka þetta af hlutlausum aðila og komast til botns í því.
Já, ef þetta gerðist nú eins og lýst hefur verið - með samþykki læknisins.
Yfirlæknir slysadeildar í Reykjavík lagði í sömu sjónvarpsfrétt og sýslumaður lét ljós sitt skína áherslu á það að þó læknar hefðu skyldur við lögreglu væri frumskylda þeirra að gæta virðingar sjúklinga sinna.
Konan var sjúklingur viðkomandi læknis meðan sýnið var tekið með þvaglegg.
Þessi frumskylda lækna við sjúklinga er afar mikilvæg og það veit manneskja eins og Dögg Pálsdóttir manna best og auðvitað margir fleiri. En sýslumaðurinn á Selfossi þó klár sé og aðsópsmikill virðist ekki vita það. Eða honum stendur bara á sama.
Hneykslun hans, sem kom svo ódulin fram í sjónvarpsfréttinni, yfir því að læknar vilji vera vakandi yfir þessari skyldu sinni gagnvart sjúklingum, að gæta virðingvar þeirra, er ekki hægt að skilja öðru vísi en sem árás á þessa aldagömlu skyldu lækna við sjúklinga.
Og það er ekki ölóður maður sem talaði heldur virðulegur embættismaður. Fulltrúi ríkisvaldsins.
Þess er að vænta að skilaboð sýslumannsins fari hvorki framhjá samtökum lækna né hinum almenna borgara í landinu. Þau eru þjóðfélaginu nefnilega miklu háskalegri ef þau yrðu almennt ofan á heldur en ölvunarakstur einstaklings þó vondur sé og svívirðilegur.
Ég trúi því ekki að læknar láti það líðast að ófyrirleitnustu og ósvífnustu embættismennirnir komist upp með aðför að siðareglum lækna eins og ekkert sé.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 5.12.2008 kl. 21:10 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Takk fyrir góða færslu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.8.2007 kl. 20:44
Ég er hissa á því hvað æknirinn sem var viðstaddur sleppur við að vera grillaður.
Sýslumaður er.... bjáni! (kurteis í kvöld)
Heiða B. Heiðars, 24.8.2007 kl. 21:57
Helvítis völlur er á þér Heiða og drifkraftur og Zoa búinn að sanna 55 sólarhringa helmingunartíma! En svo er alltaf einn gikkur í hverri veiðistöð og sérviskulegur félagsskítur! Tölum ekki um hann ræfilinn!
Sigurður Þór Guðjónsson, 24.8.2007 kl. 22:12
Þú hefur nú ekkert verið allt of óánægður þegar þú hefur fengið góðar undirtektir við ÞÍNAR herferðir - þó þær heiti kannski einhverju öðru nafni ;)
gerður rósa gunnarsdóttir, 24.8.2007 kl. 23:54
Nenntirðu að reikna? Varla vissirðu það utanað?! Wirdóinn ÉG var ekki einu sinni búin að því!
Þú vinnur nördaverðlaun dagsins :)
gerður rósa gunnarsdóttir, 24.8.2007 kl. 23:57
Ég hef aldrei verið í neinum herferðum! En einu sinni lagði ég landlækni í málaferlum - svona í framhjáhlaupi, en aðalmennirnir voru heilbrigðisráðherra og nokkrir yfirlæknar. Malaði þá alla. Þó ekki eins svakalega og elsku Míó minn malaði mig. En hvernig verður eitt gamalmenni sem er búið að vera á þessu lyfi með langa nafninu á hverri nóttu í marga mánuði?! Það losnar ekki við lyfið í nokkrar endurholdganir. Þetta er nú meiri ekkisen forsmánin. Það ætti að setja landlækni og lyfjastjórana á þetta lyf. Þá breyttust þeir á nokkrum nóttum í algjör zombie og gætu ekki staðið lengur í einu né neinu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 25.8.2007 kl. 00:08
Já, gleymdi pointinu í nördaskap mínum. Í þessari minni "herferð", sem stóð nokkur ár, gegn landlækni og hyski hans studdi mig enginn, ekki nokkur kjaftur.Það var bara sagt að ég væri wirdó. Sem ég reyndar var! Það hefur hins vegar elst af mér. En þegar hæstiréttur var búinn að kveða upp sinn dóm þá var allt í einu sagt að þetta væri mannréttindasigur. En það sem ég hef aldrei sagt fyrr en nú þá var þetta nú bara hrekkjarbragð í mér. Eins og þú veist get ég verið stríðinn og hrekkjóttur. En gamalt fólk hrekki ég aldrei eða gef því nokkát. Það má ég eiga.
Sigurður Þór Guðjónsson, 25.8.2007 kl. 00:16
Læknar viðurkenna aldrei mistök sín jafnvel þó farið sé í mál við þá.
En mér fannst ekki farið nógu vel ofan í þetta mál í Kastljósi, eins og Ólína Þorvarðardóttir segir sjálf á sínu bloggi var þetta andarteppuviðtal, því það tók svo stuttan tíma.
En mér finnst að læknirinn eigi skilið að vera grillaður ef hann hefur brugðist svona siðareglum lækna.
Svava frá Strandbergi , 25.8.2007 kl. 02:27
Það er rétt að þetta var andarteppu ef ekki bara þvagteppuviðtal. Það er ekki víst að læknirinn hafi brugðist en hefur gert það ef lýsingarnar eru réttar. Það sem liggur samt í loftinu er einfaldega það að ekkert meira verður gert í máinu. Það verður ekkert rannsakað að þessu leyti og ég efast um að nafn læknisinms komi erinu sinni fram (Var kannski enginn læknir?). En svo verður konan dæmt fyrir sín brot ef sek reynist og það er maklegt. En er ekki hart að horfa upp á það að ekki er einu sinni hlustað á hana af yfirvöldum. Saksóknari vísaði kæru hennar á bug, nánast með fyrirlitningu. Hins vegar má segja að hún hafi ekki lagt fram rétta kæru. Hún átti ekki að kæra kynferðislega áreinti lögreglu heldur einmitt lítilsvirðandi og meiðandi læknisaðgerð. Hún átti að kæra lækininn. Fattar þetta enginn?
Sigurður Þór Guðjónsson, 25.8.2007 kl. 10:25
Dögg betri eða hvað þó að læknir hafi nú verið viðstaddur þá er ekki þar með sagt að mistök hafi ekki verið gerð,ég vil benda á að læknar eru jú líka menn ekki guðir og þó þeir hafi siðareglur er ekki víst að eftir henni hafi nú verið farið í þessu tilviki.
Ég skal að vísu ekki leggja neinn dóm enda var ég ekki viðstaddur en eitt veit ég að brotið hefur verið á mér bæði af læknum og lögreglumönnum hér um árið og það veit ég fyrir víst enda sá sem brotið var á ég sjálfur.
Varðandi sýslumann góðan ég bjó á Ísafyrði hér um árið og þekki til þarna fer maður sem heldur að hann sé eitthvað annað en valdníðsluplebbi hins opinbera og tek ég fram mitt álit ekki minn dómur enda ekki ég sem dæmi nokkurn mann heldur annar mér miklu æðri sem heiður fær að dæma lifandi sem og dauða bestu kveðjur Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 25.8.2007 kl. 10:27
Já, það er rétt að erfitt er að lögsækja lækna fyrir mistök eða vanrækslu eða brot í starfi gagnvart sjúklingum. Það er samt ekki ómögulegt. Og nú er konan kærð og á móti henni er fjandsamleg lögregla sem eru eini vitnin gegn henni. En vitnisburður hennar gegn sömu lögreglu er ekki tekin alvarlega, ekki á hann hlutsað. Er þetta réttlæti? Þessa hlið málsins ætti að taka upp af bloggverjum og bara öllum. Og hissa er ég á því að feministar og aðrar konur skuli ekki þegar hafa gert það. Þær tala bara um ofbeldi lögreglunnar. Ekki um það að konan fékk ekki möguleika hjá saksóknara. Ólína hefur reyndar fjallað eitthvað um þetta af sinni alkunnu fylgni og skerpu en engir aðrir held ég.
Sigurður Þór Guðjónsson, 25.8.2007 kl. 10:35
Hvað eru menn eiginlega að meina þegar þeri gera lítið úr þeirri fullyrðingu sýslumannsins að aðgerðir eins og þessi minnki lýkurnar á umferðasysum? Stærsta vopnið á baráttunni gegn ölvunarakstri er það að dæma þá til refsingar, sem aka ölvaðir. Til að það sé hægt þarf að sanna ölvunaraksturinn á þá. Ef þeir geta sloppið undan kæru með því einfaldlega að neita að gefa lífsýni gerir það þessa baráttu erfiðari og eykur þar með ölvunarakstur. Það sjá það allir hvaða afleiðingar það getur haft. Ef við gefum okkur að lögreglumennirnir hefðu ákveðið að fara ekki út í þessar þvingurnaraðgerðir og konar þannig sloppið með sýknu fyrir dómi, hvort halda menn að það auki eða minnki líkurnar á að þessi kona aka ölvuð í framtíðinni?
Margir hafa bent á 102 grein umferðalaga í þessu sambandi og telja að hægt hefði verið að dæma konuna á grundvelli hennar. Það eru ekki allir vissir um að svo sé. Veit einhver hér á blogginu um eitthvert tilfelli, sem hefur reyndt á þá grein. Það eru nefnilega ýmsir, sem telja að til að dæma eftir þeirri grein muni dómari gera kröfu til þess að viðkomandi einstaklingur hafi verið í ástandi til að gera sér grein fyrir afleiðingu neitunar á því að gefa lífsýni. Ég held að verjandi þessarar konu væri ekki á vandræðum með að sannfæra dómara um að svo hafi ekki verið. Hitt er annað mál að einhvern tímann þarf að láta reyna á þessa grein þannig að með dómaframkvæmd geti lögreglumenn gert sér grein fyrir því í hvernig tilfellum þeir geti beitt henni.
Hvað varðar þá fullyrðingu að konan hafi ekki fengið möguleika hjá saksóknara þá ber að hafa það í huga að saksóknair þarf að meta bæði hvort lög hafi verið brotin og einnig hvort möguleiki sé að ná fram sakfellingu fyrir dómi telji hann að lög hafi verið brotin. Eins og Dögg benti á í Kastljósþættinum þá rýmkaði Alþingi heimild lögreglu til að ná fram lífsýnum með valdi fyrir ári síðan. Það er því alls óvíst að lög hafi verið brotin hvað, sem mönnum kann að finnast um siðferðishlið málsins. Síðan stendur aðeins orð gegn orði í þessu máli ef það fer fyrir dóm. Í slíkum tilfellum er erfitt um sönnun.
Það, sem einna helst hjálpar til við að sanna ofbeldisbrot og kynferðislega áreitini í slíkum tilfellum er ef framburður fórnarlambsins telst trúverðugur. Þegar konan hefur sagt það að hún muni ekki allt, sem gerðist þarna um kvöldið þá er það ekki til að auka trúverðugleia hennar. Einnig kemur til mjög svo ótrúverðug saga hennar um að hún hafi verð edrú þegar hún ók bílnum útaf og síðan hafi borið að vegfaranda, sem hafi hellt í hana svo miklu áfengi til að róg taugar hennar að alkahólinnihald í blóði hennar fór upp í nærri 1,5 prómill og síðan hafi þessi "miskunsami samverji" látið sig hverfa áður en hjálp barst. Þegar alkahólinnihald í blóði er orðið þetta mikið eru menn orðnir þvöglumæltir og geta ekki gengið beint. Þessa sögu endurtekur konan edrú. Halda menn að þetta verði til að auka tiltrú dómara á frásögn konunnar um það, sem gerðist inni á lögreglustöðinni? Vilja menn virkilega að Ríkissaksóknari fari að sólunda fé skattborgara í málshöfðun, sem með nær 100% líkum mun enda með sýknu? Það er ein af helstu starfsskildum Ríkissaksóknara að gera einmit ekki slíkt svona fyrir utan það að vera ekki að sækja menn til saka ef hann telur ekki að lög hafi verið brotin.
Sigurður M Grétarsson, 25.8.2007 kl. 11:35
Ég veit ekki hvað "menn" eru að fara. Ég veit bara hvað ég er að fara. hvað nauðsyn á sönnunargögnum varðar og hvort ÞESSAR AÐGERÐIR að því leyti voru nauðsynlegar til að afla þeirra þá Bendi ég á orð formann Læknafélagsins sem talaði um ofbeldi en benti á aðra leið til að ná sýninu og orð yfirlæknis slysadeildar sem sagðist ekki mundu slást við sjúklinga sína. Þetta eru læknar í lykilstöðum og orð þeirra hljóa að hafa einhverja vigt. En konan verður væntanlega sýknuð af ásökunum um hótanir í garð lögreglumanna þvi þar hlýtur líka að standa orð gegn orði hennar gegn lögreglumönnum. Nema orð lögreglumanna gegn almennum borgurum þyki sjálfkrafa trúverðugri fyrir rétti. En hlutlæg sönnunargögn um ölvun tala sínu máli. Spurningin er þá þessi: Var hægt að afla þeirra á annan hátt en gert var. (Skyldi ekki vera hægt að ónýta sönnunargögn sem aflað er á ólögmætan hátt sem hlýtur að vera ef ofbeldi var framið? Sem á v´sit ekki einun sinni að rannsaka. Hefur þessi kona góðan lögfræðing?) Formaður Læknafélagsins og fleiri svara því játandi. Vel á minst: Þó manneskja muni ekki allt um atvik er ekki þar með sagt að það sem hún man sé ósatt. Annars hef ég andstyggð á ölvunarakstri eins og öllu vímurugli. En ég hef líka andstyggð á ónauðsynlegu ofbeldi. Ýmislegt bendir til þess að það hafi átt sér stað og það á ekki bara að vísa því frá án nokkurrar rannsóknar.
Sigurður Þór Guðjónsson, 25.8.2007 kl. 11:59
Dögg er alltaf góð, sama hvað sem hún tekur sér fyrir hendur. Mér þótti Ólína ekki eins æst og þú vilt meina Sigurður.
Júlíus Valsson, 25.8.2007 kl. 13:51
Sýslumaðurinn talar eins og að með því að stinga upp í konuna þvaglegi þá hafi hann bjargað mannslífi. Þvílík ömurleg rök og komandi frá manni í hans stöðu. Mér finnst sömuleiðis þessi læknir sleppa mjög vel enda segi ég á mínu bloggi að það sé í raun hann sem fremur hér mesta brotið. Hann gjörsamlega svíkur læknaeið sinn aftur á bak og áfram. Ég vil vita hver þessi læknir er svo ég geti verið á varðbergi. Ég vil ekki að svona "nasista læknir" komi nálægt mér eða mínum.
Halla Rut , 25.8.2007 kl. 14:38
Ég átti ekki við að hún væri æst, sem hún var alls ekki, heldur að hún var nokkuð lengi að komast að efninu, enda kvartar hún um andarteppu í viðtalinu sem var svo sannarlega rétt. Stjórnandin átti að slappa af og láta þetta þróast í stað þess að einblína á eitthvað fyrirframplan sem hann var með í hausnum að hann vildi koma inn á. Ólína er líka fjandi góð. Þær eru báðar góðar - og líka sætar!
Sigurður Þór Guðjónsson, 25.8.2007 kl. 14:41
Halla Rut! Nú ert þú aldeilis í ham! Þetta er auðvitað rétt með mannslífið og þvaglegginn. Valið var ekki um það hvor þvaleggur yrði settur í konuna tímabundið eða í einhvern mann til lifstðar. Valið var bara um það hvort beita ætti þessari aðferð til að ná fram sýni eða hvort hægt væri að nota aðra aðferð til að ná fram því sama, sem formaður Læknafélagsins og fleiri segja að hafi verið hægt. Óhlýðni konunna er svo sjálfstætt brot sem taka þurfti á með viðeigandi hætti.
Sigurður Þór Guðjónsson, 25.8.2007 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.