25.8.2007 | 19:24
Gróft mannréttindabrot, segir Mannréttindaskrifstofan
Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofunnar var að segja í sjónvarpsfréttum að nefndin teldi að konan á Selfossi hefði orðið fyrir grófu mannréttindabroti sem jafna mætti við pyntingnar. Sérstaklega væri það alvarlegt að konan hefði ekki fengið tækifæri hjá saksóknara til að leita réttar síns. Mannréttindaskrifstofan er að senda skýrslu um þetta mál til eftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna.
Og ætla menn hér heima að láta yfirvöld og lækninn, sem sagt er að hafi verið viðstaddur þegar mannréttindabrotið var framið á konunni og var ábyrgur fyrir læknisfræðilega hlutanum, komast upp með svona brot fyrir augum allrar þjóðarnar svo að segja?
Skyldu ráðherrar heilbrigðismála og dómsmála hafa eitthvað um þetta að segja?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 19:27 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
þetta er nákvæmlega það sem ég sagði á blogginu, að þetta væri mannréttindabrot. Það er engum blöðum um það að fletta. Þetta er segi ég, engu betra en nauðgun.
Svava frá Strandbergi , 25.8.2007 kl. 23:36
Það furðar mig að það talar enginn um það mannréttindabrot sem hún framdi gagnvart samborgurnum sínum og ætlar svo að reyna að komast létt frá.
Það er álíka og að skjóta af byssu á almannafæri að aka undir áhrifum.
Einar Þór Strand, 26.8.2007 kl. 05:08
Ýmsir hafa nú einmitt bloggað um þetta og ekki hef ég mælt ölvunarakstri bót og er eiginlega sammála því að það sé eins og að skjóta á byssu út í loftið á almannafæri. En það breytir því ekki að hægt er að fremja mannréttindabrot á grunuðum sakamönnum. Það undrar mig að svo mætti ætla, af ýmsu því sem skrifað hefur verið um þetta mál, að margir virðast halda að þegar maður hefur framið alvarlegt lögbrot þá sá eiginlega bara sjálfsagt að afnema allar grundvallarreglur hvernig koma skuli fram við grunaða sakamenn. Þá sé ekkert nema harka og aftur harka, hugsunarlaus og taumlaus, sem gildi. Það er boðskapurinn sem lesa má á mörgum bloggsíðum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 26.8.2007 kl. 10:13
Sammála þessu hjá þér Sigurður! Mikið um það talað á blogginu að þessi ágæta kona hafi átt allt slæmt skilið þar sem hún á að hafa keyrt ölvuð. Veit ekki hvort það sé búið að dæma í þessu máli hjá henni.
Ég vona að konan eigi eftir að skjóta þessu máli Strassburg því að ég er viss um að þetta hafi verið mannréttndarbrot og við eigum ekki að líða að það gerist hérna á Íslandi.
Svo er skrítið að ríkissaksóknari skuli ekki sjá neitt athugarvert við þetta mál og vilji ekki rannsaka þetta nánar.
Og svo er það alltaf 102 grein umferðalaga sem segir að ef ökumaður er grunaður um ölvun við akstur og neiti að gefa sýni þá missir hann sjálfkrafa ökuleyfið. Var þá ekki tilganginum náð hjá honum Ólafi lögreglustjóra. Var þá ekki þessi þvagleggjarísetning óþarfi og er hreinlega pynting og niðurlæging? Svo gortir hann af því í fjölmiðlum að þeir hafa oft sett þvaglegg í karlmenn sem hafa neitað að gefa sýni? Misstu þeir ekki prófið sjálfkrafa ef þeir neituðu sýnatöku?
Það er eitthvað mikið að þessum lögreglustjóra á Selfossi.. Ég tel að það eigi að víkja þessum manni frá störfum ekki seinni en í gær.
Þröstur Halldórsson (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 11:24
Mikið ósköp er hægt að blogga um þetta ölvunarakstursmál á Selfossi!!
Mér hefur sýnst algerlega gleymast í þessari umræðu allri alvarleiki brots þess sem þessi ógæfusama kona er grunuð um. Hún má reyndar teljast heppin - veðri hún sek fundin - að hafa verið stöðvuð af lögreglu áður en hún stórslasaði, drap eða örkumlaði sjálfa sig eða aðra saklausa vegfarendur.
Fertugasta og sjöunda grein umferðarlaga nr. 50/1987, með áorðnum breytingum, er afar skýr þegar kemur að töku sýna í þágu rannsóknar ölvunarakstursmála. Hvorki dóms- né heilbrigðisráðherrar landsins þurfa eða ættu að tjá sig um þetta einstaka mál frekar en aðrar "einfaldar" lögreglurannsóknir.
Það var læknir, sem framkvæmdi rannsóknina, eins og kveður á um í umferðarlögunum. Hitt er svo annað mál að það má færa rök fyrir því að óheppilegt hafi verið að karlkyns lögreglumenn hafi verið viðstaddir sýnatökuna en þegar öðru er ekki viðkomið þarf, því miður stundum, að gera það sem óheppilegt er (ekki ólöglegt nota bene)!!!
Fertugasta og sjöunda grein umferðarlaganna fylgir hér með fyrir þá sem áhuga hafa að lesa hana. Hinir sömu geta svo, að sjálfsögðu lesið öll umferðarlögin á vef Alþingis Íslendinga en þau eru afar holl lesning, öllum ökumönnum, við og við:
47. gr. [Ökumanni vélknúins ökutækis er skylt að kröfu lögreglu að gangast undir öndunarpróf og láta í té svita- og munnvatnssýni með þeim hætti sem lögregla ákveður ef:
a. ástæða er til að ætla að hann hafi brotið gegn ákvæðum 2. eða 4. mgr. 44. gr., sbr. 45. gr. og 45. gr. a,
b. ástæða er til að ætla að hann hafi brotið gegn öðrum ákvæðum þessara laga eða reglna sem settar eru samkvæmt þeim, enda sé þar kveðið á um heimild til töku öndunar-, svita- eða munnvatnssýna,
c. hann hefur átt hlut að umferðarslysi eða óhappi, hvort sem hann á sök á eða ekki, eða
d. hann hefur verið stöðvaður við umferðareftirlit.
Lögreglan getur fært ökumann til rannsóknar á öndunar-, svita- og munnvatnssýni eða til blóð- og þvagrannsóknar ef ástæða er til að ætla að hann hafi brotið gegn ákvæðum 2. eða 4. mgr. 44. gr., 45. gr. eða 45. gr. a eða hann neitar lögreglunni um að gangast undir öndunarpróf eða láta í té svita- eða munnvatnssýni eða er ófær um það. Liggi fyrir grunur um önnur brot en akstur undir áhrifum áfengis getur lögreglan auk þess fært ökumann til læknisskoðunar. Sama á við þegar grunur er um akstur undir áhrifum áfengis og sérstakar ástæður mæla með því.
Lögregla annast töku öndunar-, svita- og munnvatnssýnis. Læknir, hjúkrunarfræðingur eða lífeindafræðingur annast töku blóðsýnis og eftir atvikum munnvatns-, svita- og þvagsýnis. Ökumanni er skylt að hlíta þeirri meðferð sem talin er nauðsynleg við rannsókn skv. 2. mgr.
Snorri Magnússon, 26.8.2007 kl. 22:05
Það eru líka mikil ósköp hvað hægt er athugasemda um þetta ölvunarakstursmál! En nú er líka allt búið af minni hálfu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.8.2007 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.