Hver er glæpurinn?

Í dag sýndu niðurstöður DNA-prófs að 99,9 % líkur væru á því að Lúðvík Gizurarson sé sonur Hermanns Jónassonar. Þetta er sem sagt vissa.   

Það þykir nú á dögum vera skýlaus réttur hvers manns að fá að vita um blóðforeldra sína.  Lúðvík er lengi búinn að berjast fyrir því að fá skorið úr um faðerni sitt.  

Samkvæmt fréttasíðu Vísis vildi Pálína dóttir Hermanns Jónassonar ekkert tjá sig um málið að öðru leyti en því að hún teldi það glæpsamlegt að ráðast gegn látnu fólki með þessum hætti.

Hver er þá glæpurinn? 

Er það glæpsamlegt að barn, sem engu ræður um tilurð sína, reyni að ganga úr skugga um faðerni sitt? Á að útmála Lúðvík Gizurarson sem glæpamann fyrir það eitt að eiga föður eins og önnur börn? 

Menn og konur verða að taka afleiðingum gerða sinna í kynlífi sínu. Það er nú það minnsta sem þau geta gert.

Og það er allt að því glæpsamlegt að gera börnin sem þá koma undir að sökudólgum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Mér finnst hið besta mál að Lúðvík hafi fengið það staðfest að vera barn Hermans. Ég get fúslega viðurkennt að DNA niðurstaðan kemur mér á óvart og verð ég að segja fyrir mína parta að HÚN PÁLÍNA ÆTTI nú að tala varlega um KRÖFUR LÚÐVÍKS BRÓÐUR SÍNS.

Brynjar Jóhannsson, 29.8.2007 kl. 00:19

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála ykkur. Voðalega eru þessi "opinberu" Hermannsbörn forpokuð, þau telja greinilega mannorð föður síns í hættu. Er einhver að fordæma kallinn fyrir þetta? Er mannorð opinberu barnanna í hættu?

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.8.2007 kl. 11:32

3 Smámynd: Yngvi Högnason

Ef að í ljós kæmi að ég væri af þessu slekti myndi ég ekki láta nokkurn vita af því.

Yngvi Högnason, 29.8.2007 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband