29.8.2007 | 20:06
Fjölskyldur
Fjölskyldur eru andstyggilegar. Hvergi í lífinu er kúgunin meiri. Hvergi er skilningurinn þrengri. Hvergi er nærgætnin minni. Hvergi er samkenndin snauðari. Hvergi er höfnunin miskunnarlausari. Hvergi er hatrið heitara. Hvergi er ofbeldið hrottalegra.
Hvergi eru börnin varnarlausari.
Já, fjölskyldur eru sannkallaðir ormagarðar. Börn tala ekki við foreldra árum og áratugum saman. Systkini hatast út af lífinu.
Þetta vita allir og þekkja um það ótal dæmi. En aldrei er á það minnst opinberlega. Þar er alltaf dregin upp sú mynd af fjölskyldum að í þeim ríki ást og eindrægni.
Og sí og æ er verið að tala um eitthvað sem kallað er fjölskyldugildi.
Ef einhver getur gert mér ljósa grein fyrir því hvaða gildi það eiginlega eru þá má hann alveg gefa sig fram.
Meginflokkur: Mannlífið | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 19:26 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Að gera skyldu sína, fjöldans vegna - hljómar einkennilega...
Ásgeir Kristinn Lárusson, 29.8.2007 kl. 20:22
Fjölskyldugildin = Samstaða gegnum skyldleika, bræðralag ..
Fjölskylda = Margir skyldir. Samskipti oft flókin. Annars ákaflega undarleg færsla, einhver örvænting í henni. ,,Fjölskyldur eru andstyggilegar" hljómar soldið eins og ,,lífið er erfitt". Lífið bara er. Fjölskyldur eru. Góðar eða vondar er svo eftir atvikum eins og ríkisstjórnir eða samviska manna. Stundum er það alveg satt, að ,,hvergi er ofbeldið hrottalegra .. hvergi eru börnin varnarlausari". - Og hvergi hægt að viðhalda ofbeldinu eða fela það en einmitt innan veggja fjölskyldunnar. En það er samt ekki reglan. Frekar undantekning. Því ef svo væri, væru vandamál samfélagsins mun meiri og heilbrigt fólk væri undantekning. Öll geðsjúkrahús væru yfirfull og áfengis- og eiturlyfjafíkn væri tífalt algengari. Þeir eru nefnilega fáir sem sleppa heilir eftir ofbeldi innan húsveggja heimilisins; það fylgir þeim eins og draugur sem dúkkar upp aftur og aftur. Nema .. hann sé kveðinn niður. Og það er hægt.
Ekki gleyma að það er ýmislegt jákvætt: Má tala um hluti núna sem aldrei mátti áður. Skilnaðir eru líka algengir og þeir bjarga mörgu barninu. Leikskólar og barnaskólar eru líka meiri vörn og aðhald fyrir börn en áður var.
Hc (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 23:06
Engin örvænting. Bara smá mótvægi við hefðbundna familíulofsöngnum. Annars er þetta góð og skynsamleg athugasemd hjá þér Hc. Kannski einmitt það sem ég var að fiska eftir.
Sigurður Þór Guðjónsson, 30.8.2007 kl. 00:04
Sorglega mikið til í þessu hjá þér.
Halla Rut , 30.8.2007 kl. 00:18
Þörf hugvekja. Ég þekki mörg dæmi um þessa ormagarða sem fjölskyldurnar geta verið. Þau eru fleiri en margir halda. Manneskjan er hvergi berskjaldaðri en í fjölskyldunni, innan um þá sem ættu að reynast honum best.
Þeim var ég verst er ég unni mest.
Fjölskyldur geta líka verið skjól og hlíf, gróðurreitir ástar og umhyggju og boðið meðlimum sínum skilyrði til að vaxa og dafna. Haft trú á sínu fólki - og veitir ekki af í þjóðfélagi þar sem manni sýnist stundum að markvisst sé unnið að því að brjóta fólk niður.
Er með bók á borðinu hjá mér sem fjallar um einelti á heimilum. Þarf endilega að fara að byrja á henni og skal blogga eitthvað um hana þegar ég get.
Svavar Alfreð Jónsson, 30.8.2007 kl. 08:53
ÞAð var sagt fyrir Vestan, að þú getir valið þér vini en EKKI ættmenni.
Það er verkurinn.
Bjarni Kjartansson, 30.8.2007 kl. 10:13
Raddir skynseminnar, ein af annarri, hafa tekið yfir á þessari athugasemdasíðu!
Sigurður Þór Guðjónsson, 30.8.2007 kl. 10:40
Þarna er ég sammála,í minni fjölskyldu komst upp að mamma á 3 börn með öðrum manni en pabba.Þettahefur verið töff,en í mínum huga þá er ofsalega erfitt að meðtaka það að eiga svona móður.Hvað þá að minnast þess hvernig pabba leið þegar h ann komst að þessu,orðin gamall maður og farinn að heilsu,og ég sá hann aldrei brosa eftir að þessi ósköp dundu yfir.
adda (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 15:37
Fyrsta málsgreinin minnir mig á fullyrðingar eins og "Karlmenn nauðga", "karlmenn berja konurnar sínar" o.s.frv. Hvort tveggja er rétt en betra væri að bæta við fyrir framan "alltof margir". Hið sama á við málsgreinina þína, Sigurður, því alltof margar fjölskyldur búa við hatur, miskunnarleysi og jafnvel ofbeldi. Þar sem nándin er, þar er gróðrarstía leiðindanna einnig mest, á vinnustöðum, í skólum og í fjölskyldum. Í fjölskyldum njóta drullusokkarnir sín þó yfirleitt best - í skjóli einangrunarinnar.
Magnús (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 16:21
Svei mér, ef bloggið mitt er bara ekki að verða fjölskylduvænt!
Sigurður Þór Guðjónsson, 30.8.2007 kl. 18:38
Ætli sé ekki best að segja sem minnst núna ;)
gerður rósa gunnarsdóttir, 30.8.2007 kl. 22:20
Ég tek undir með Gerði, best að halda kjafti.
Svava frá Strandbergi , 30.8.2007 kl. 22:30
Loksins þorir einhver að nefna þetta með hvað fjölskyldur geta verið andstyggilegar! Þetta mærðarvæl um samheldni og ást á sjaldnast við. Heyr, heyr! Flott færsla.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.8.2007 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.