Hvor á að verða minn annar Míó?

PICT2372Í dag komu systir mín og dóttir hennar til mín með tvo kettlinga, strák og stelpu. Meiningin var að véla mig til að taka annan þeirra að mér og gera hann að mínum öðrum Míó. Þeir léku sér hér í nokkurn tíma og rifu allt og tættu. Og þeir óðu um allt eins og þeir væru heima hjá sér. Annar þeira slóst við hendina á mér í hálftíma og beit og klóraði. Hinn var settlegri og fór eiginlega strax að sofa eftir að hann var búinn að rífa allt og tæta.

Nú get ég bara ekki gert upp við mig hvorn kettlinginn ég að að taka að mér og gera að öðrum Míó mínum. Kannski geta blogglesendur hjálpað mér til þess. Hvort ætti ég nú að taka, fressinn sem situr svona virðulega  eða læðuna sem lúrir svona makindalega? Nei, það var ekki fressinn sem fór að slást. Það var hann sem fór að sofa en læðan fór að slást við hendina á mér og hafði betur.   

Það er sem sé spurningin: Hvorn á ég að velja og gera að mínum öðrum Míó?  

Hægt er að stækka myndina mjög með því að klikka á hana með músinni og svo aftur þegar stækkunarmerkið birtist þá neðst til hægri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fishandchips

Blessaður taktu bara báða.... Lenti í að gefa kettlinga og þegar einn var eftir grét hann svo sárt. Varð að pranga þeim honum ( sem við ætluðum að halda) inn á stoltan eiganda systurinnar. Allt fyrir kettina.

Fishandchips, 2.9.2007 kl. 23:02

2 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Ekki hika fressið skal það vera engin meðlög.

Þorkell Sigurjónsson, 2.9.2007 kl. 23:04

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Fresskettlingin finnst mér að þú ættir að taka. Þeir eru miklu blíðari yfirleitt en læðurnar. Þær geta stundum verið hin mestu ólíkindatól. Svo yrðirðu að láta skera hana upp til þess að láta gera hana ófrjóa (og það er rándýrt), því pillan getur oft valdið krabbameini í júgrinu.  Læður breima á minnst tveggja mánaða fresti og hljóðin eru ekki fögur. Ég hef átt bæði læður og fressa og læðurnar hafa alltaf verið leiðinlegri. 

Svava frá Strandbergi , 2.9.2007 kl. 23:12

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

"Búin er freisting ýmislig" ... mig langar í þá báða.   

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.9.2007 kl. 23:13

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já þú getur það vel ef þú lætur gelda báða svo allt fyllist ekki af náskyldum köttum í íbúðinni þinni. Þeir geta þa´haldið hvor öðrum félagsskap þegar þú ert í burtu. En ef þú ferð til útlanda er spurning um hvort þeir þurfi ekki að vera á kattahóteli svona litlir. Er búið að sprauta þá gegn kattafári og ormahreinsa þá? Tveir fullorðnir kettir geta vel verið einir saman heima meðan eigandinn er í útlöndum ef einhver kemur til þeirra á hverjum degi, til að gefa þeim og vera góður við þá.

Svava frá Strandbergi , 2.9.2007 kl. 23:19

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Oooohhh hvað ég vildi að ég hefði vitað að þú værir að leita að kettling. Þar sem ég hef ekki fylgst með hér þá verð ég að spyrja Hvað með Míó? Hvað segir hann? Eða er hann kannski ekki hjá þér lengur?

Annars langar mig að þakka þér fyrir stuðninginn, kommentið á færsluna hjá mér um Þann Einhverfa. Ég mat það mikils. Takk takk

Jóna Á. Gísladóttir, 2.9.2007 kl. 23:19

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Aftur á móti verða kettlingarnir ekki eins hændir að þér ef þeir eru tveir hjá þér frá unga aldri eins og ef það væri bara einn.

Svava frá Strandbergi , 2.9.2007 kl. 23:21

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Jóna: Hér er sagan um Míó. Þú ert með fallegasta bros sem ég hef séð á bloggi! Svava: Þú ert greinilega spesjalisti! Gefðu svo Tító laufléttan selbit í skottið frá mér.

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.9.2007 kl. 23:31

9 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Fressinn. Held það henti þér betur að hafa einn kött. Fress eru gælnari eins og Svava segir.

gerður rósa gunnarsdóttir, 2.9.2007 kl. 23:53

10 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Þó nokkrir kettir hafa verið á heimilinu og ég held að við séum öll sammála um að fressin eru þægilegri. Gáfumst upp á læðunni.

Láttu samt gelda gripinn. Ógeld eru karldýr ekki húsum hæf. Og ef þú ætlar að gæta jafnréttis og halda báðum (við eigum tvo ketti) skaltu fyrir alla muni skella á hann klippunum.

Svavar Alfreð Jónsson, 3.9.2007 kl. 00:14

11 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Guð minn góður!  Mér finnst alveg ægilegt að gelda einhvern! Hvað finnst fressunum að vera sviptir manndóminum, kattdóminum vildi ég sagt hafa?

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.9.2007 kl. 00:17

12 identicon

Fressið lítur út alveg eins og Kobbi heitinn (dásamlegasti köttur í heimi) en læðan er alveg einsog Dimma djöflaköttur. Taktu Kobba, í guðs bænum!

Þórunn Hrefna (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 00:23

13 Smámynd: halkatla

má segja báða? þeir eru algjör krútt

halkatla, 3.9.2007 kl. 01:39

14 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Fressketti er best að gelda sem fyrst  (áður en kynhvötin hellist yfir þá af fullum krafti), í síðasta lagi 6 mánaða, held ég.
Þeir eru svæfðir að sjálfsögðu og hafa enga hugmynd um það eftir aðgerðina, að þeir hafi misst nokkurn skapaðan hlut.
Sömuleiðis gera innikettir sér heldur engar gloríur um það, að þeir fari einhvers rosalega mikils á mis við það að fá ekki að sjá hinn stóra heim. Þeirra heimur og yfirráðasvæði er íbúðin sem þeir búa í ásamt manneskjunni sem þeir eiga og leyfa náðarsamlegast að dekra við sig á allar lundir.
Það er nauðsynlegt að  gelda fressketti þeirra sjálfra vegna fyrst og fremst. Því annars verða  þeir mjög órólegir og líður illa og ef þeir sleppa út, lenda  þeir oftast í slagsmálum út af læðunum og geta meiðst mjög illa. og jafnvel  drepist eða týnst
Nú og svo er hlandlykt af ógeltum fressketti mjög stæk og þeir eiga það til að merkja sér íbúðina sína með því að pissa í öll horn og þá verður ólíft inni í henni 
Mér finnst það persónulega betri kostur bæði fyrir ketti og eigendur þeirra að hafa kettina inni,  því úti á götunum bíða hætturnar. Margir kettir lenda fyrir bílum, aðrir týnast og sumir lenda jafnvel í höndunum á sadistum sem kvelja þá til dauða.
Eitt enn ,Sjóvá býður uppá sjúkratryggingu fyrir ketti. Ég er sjálf búin að eyða líklega hundruðum þúsunda í læknis og lyfjakostnað vegna Títós af því hann er ekki tryggður.

Gangi þér vel að velja nýjan Míó. 

Svava frá Strandbergi , 3.9.2007 kl. 02:35

15 Smámynd: halkatla

"með manneskjunni sem þeir eiga" loksins lýsir einhver þessu sambandi rétt

halkatla, 3.9.2007 kl. 09:45

16 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Læður eru teknar úr sambandi, högnar eru geltir. Með leyfi að spyrja: Eru öll kisubörn nú til dags glasabörn?!  

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.9.2007 kl. 10:15

17 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég vil ekki sjá svona djöflakött eins og Dimmu, bara svona lúfling eins og Kobba.

Ég er að tryllast !

Hefur einhver séð augasteininn minn? Innan í eyranu á honum stendur D2 og innan í höfðinu á honum stendur 352206000039120. Því miður hafði hann nagað af sér ólina sem hann er með á myndinni áður en hann villtist á braut.

Kobbi er sniðugur köttur. Hann vildi alltaf vera í námunda við bestu vinkonu sína og kom sér því fyrir í ávaxtakörfunni á eldhúsborðinu þegar ég var að vinna í fartölvunni á sama borði. SNÖKT!

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.9.2007 kl. 10:27

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég verð að standa með læðunni sem allir vilja hafna.  Hún er eflaust flókinn og óræður karakter, dálítið grimm en sam svo ljúf inn við beinið.  Taktu hana.  X-læðan.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.9.2007 kl. 10:47

19 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Taktu báða, gera þau svo sambandslaus og skíra þau Míó og Maó

Ásdís Sigurðardóttir, 3.9.2007 kl. 10:59

20 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég skil ekki alveg. Er Míó dáinn? Afhverju segið þið að læðurnar séu svona leiðinlegar. Ég á læðu núna (og 2 kettlinga). Hun Tinna mín er einstaklega ljúf og blíð.

Jóna Á. Gísladóttir, 3.9.2007 kl. 11:18

21 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Jóna: Míó hvarf nokkru eftir að ég fór frá Krít og hefur ekki komið fram.

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.9.2007 kl. 11:22

22 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Æi enn leiðinlegt. Þetta er rosalega flottur og myndarlegur köttur.

Jóna Á. Gísladóttir, 3.9.2007 kl. 12:12

23 Smámynd: Yngvi Högnason

Taktu fressið, fressin eru blíðari. Þekki þetta sjálfur, er Högnason .

Yngvi Högnason, 3.9.2007 kl. 13:33

24 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ynggvi: Þú ert líka töffaralega högnalegur!

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.9.2007 kl. 14:18

25 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Jóna. Míó er köttur sem Sigurður bjó með úti á Krít á meðan hann var þar í sumar. Eðal Krítarköttur. Hann tók á móti mér þegar ég flutti hingað í húsið, hafði átt heima hér áður og neitaði að flytja þegar eigendur hans fluttu. Svo fór hann um daginn og er ekki kominn aftur.

gerður rósa gunnarsdóttir, 3.9.2007 kl. 16:53

26 identicon

Sæll Sigurður...

Er búin að eiga á annan tug katta af báðum sortum.Hef nú betri reynslu af fressunumGuðný Svava  er greinilega afar vitur kattaþekkjari og segir allt sem segja þarf um þessa klórugarpa!

Gangi þér vel að velja! 

Guðrún Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband