Mali og óþekktarormurinn

Í dag fór ég með Mala minn til Dagfinns dýralæknis. Þar var hann sprautaður gegn öllum heimsins kattaplágum og ormaeyðandi pillu var troðið ofan í gapandi ginið á honum. Síðan hefur hann líka verið eins og ljós heimsins svo óþekktarormuinn hefur klárlega gengið niður af honum.

Þetta var fyrsta ferð Mala út í hinn stóra heim. Hann var líka voða hissa á því hvað heimurinn er stór og margt fólk í honum. Jafnvel líka aðrir kettir sem hann var skíthræddur við.

Í dag kom Ipanama í heimsókn til að sjá Mala kisa en hafði alls engan áhuga fyrir mér, bróður sínum.

Ég segi það líka: Mali er það langmerkilegasta sem hér er að sjá innan fjögurra veggja. Og hann vissi líka af því og endasentist ekki aðeins milli allra veggja í húsinu heldur upp um alla veggi og upp um öll loft.

En nú hefur óþekktarormurinn klárlega gengið niður af honum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Flott nafn, Mali!

María Kristjánsdóttir, 18.9.2007 kl. 20:28

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Mali er yndislegur kæri bróðir. Til hamingju með óþekktarorminn. Ég vildi óska að Tító minn væri eins hress og Mali. Passaðu nú að hann Mali þinn detti ekki út um gluggann eða ofan í klósettið. Blængur hennar Helgu datt einu sinni ofan í klósettið hjá henni þegar hann var kettlingur og komst ekki upp sjálfur. Helga varð að hífa hann upp rennandi blautan og setja hann í bað. Sem betur fer var hún nýbúin að sturta niður áður en Blængur endasenti sér oní salernið. Sem betur fer sturtaði hún ekki niður um leið og hann datt oní, þá hefði heldur betur getað farið illa.

Svava frá Strandbergi , 19.9.2007 kl. 04:57

3 Smámynd: halkatla

Kassandra biður innilega að heilsa Mala, henni langar svo í lítinn og skemmtilegan bróðir einsog hann - þau virðast eiga ýmislegt sameiginlegt, þó ekki sé það hæfileikinn til þess að mala

halkatla, 19.9.2007 kl. 09:11

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Margir kattareigendur eru búnir að segja mér hryllngssögur af þeim háska sem kettlingum er búinn. Uppáhaldssagan er einmitt sú og á að vera dagsönn að lítill kettlingur hafi stökkið upp í klósettið um leið og einhver sturtaði niður og fóru eftir það ekki meiri sögur af honum. Þakka allar vel meintar hryllingsábendingar.    

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.9.2007 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband