Á Ríkisútvarpiđ ađ útvarpa guđţjónustum?

Á sunnudögum hefur Ríkisútvarpiđ útvarpađ guđţjónustum frá upphafi. Gaman vćri nú ađ vita hve margir hlusta á ţessar messur. Alltaf eru messurnar kristnar og oftast frá Ţjóđkirkjunni en ţó kemur fyrir ađ fríkirkjusöfnuđir fá inni í útvarpinu og jafnvel sértrúarsöfnuđir, en ekki man ég eftir kaţólskri guđţjónustu á ţessum venjulega messutíma kl. 11 á sunnudögum.

Er ekki  kominn tími til ađ Ríkisútvarpiđ taki miđ af ţví fjölmenningarsamfélagi sem nú ríkir í landinu í trúarefnum og leyfi öđrum trúflokkum en lútherskum kristnum eđa sértrúastöfnuđum ađ komast ađ međ guđţjónustur sínar ţó ekki vćri nema stöku sinnum?

Hér er ţó nokkur hópur múslima og búddista, ađ ekki sé minnst á kaţólska. Afhverju fá ţessir trúarhópar ekki ađ messa yfir okkur í Ríkisútvarpinu? En svo má líka spyrja: Er ástćđa til ađ Ríkisútvarpiđ sé yfirleitt ađ útvarpa trúarlegum samkomum?

Ćtti Ríkisútvarpiđ kannski bara ađ láta ţađ vera?

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Mín vegna mćtti Rúv. (Útvarp Reykjavík - nú verđa sagđar fréttir) leggja ţessar messur af. Hins vegar man ég vel eftir messu, er útvarpađ var frá Kaţólsku kirkjunni fyrir allmörgum árum og sá Karl heitinn Sighvatsson um orgelleik. Orgelleikur Karls var einstakur og í lok messunnar var leikur hans orđinn vel djassađur...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 23.9.2007 kl. 12:42

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Sigurđur.. án ţess ađ hafa nokkurn tölulegan grun um hve margir hlusta á slíkar messur ţá veit ég til ţess ađ gamalt fólk sem er inni á elliheimilum hlustar á slíkar messur. 

Afhverju eru ţessar messur ađ angra ţig ?... Er ekki til nóg af ÖĐRUVÍSI ÚTVARPSMESSUM en Kristilegum á sama tíma sem ţú getur hlustađ á ?  

Brynjar Jóhannsson, 23.9.2007 kl. 12:51

3 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Ţessar messur Brynjar eru ekki ađ angra mig, öđru nćr,ég hlusta oft á ţćr. En spurningarnar sem ég ber fram eru í fullu gildi. Ţetta eru spurningar en ekki fullyrđingar. Hvađ menn  athugi. 

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 23.9.2007 kl. 13:15

4 Smámynd: Promotor Fidei

Ţetta er mjög ţörf ábending hjá ţér Sigurđur

Ađ ríkisrekiđ fyrirtćki, sem rukkar skyldugjöld jafnt af kristnum, heiđnum og trúlausum, skuli standa fyrir kristnu trúbođi, er auđvitađ fyrir neđan allar hellur.

Ţađ ćtti ađ leggja ţessa trúarstarfsemi niđur, eđa ţá alltént leyfa öđrum trúarhópum (og trúlausum) ađ komast ađ.

Brynjar, sem hefur áhyggjur af móralnum á elliheimiliunum: sentimentalismi um elliheimiliarómantík breytir ekki ţví ađ ţađ misbýđur gróflega trúlausum og ó

Promotor Fidei, 23.9.2007 kl. 13:23

5 Smámynd: Promotor Fidei

(vúps: framhald) og ókristnum ađ vera skyldađir til ađ borga brúsann fyrir trúbođiđ.

Nóg er af kristnum útvarpsstöđvum sem geta ţá tekiđ útsendingarnar ađ sér, fyrst áhuginn er svona mikill. Eđa ađ frjálsu útvarpsstöđvarnar geta sinnt ţessu starfi, fyrst áheyrendahópurinn er svona stór. Ţađ liggur viđ ađ ég segi ađ ţjóđkirkjan get líka stofnađ eigin útvarpsstöđ til útsendingastarfsins, en ţađ myndi reyndar enda á ţví ađ peningarnir yrđu hvort eđ er teknir úr vösum óspurđra skattborgara, eins og allt annađ sem ţjóđkirkjan stendur fyrir

Promotor Fidei, 23.9.2007 kl. 13:26

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég tek undir ţađ sem Promotor Fidei skrifar.

Svava frá Strandbergi , 23.9.2007 kl. 13:41

7 Smámynd: Fríđa Eyland

Ég líka

Fríđa Eyland, 23.9.2007 kl. 14:18

8 Smámynd: Ţorkell Sigurjónsson

Hvađ myndu  knattspyrnuáhugamenn segja ef t.d. ÍBV baráttusöngurinn hljómađ vikulega. Ég held ekkert, ég veit ađ menn yrđu ekki sáttir viđ ţađ. Hitt er svo annađ mál, ađ ţađ plagar mig ekkert ţessar útvarpsmessur, slekk einfaldlega á útvarpinu..En stundum hlusta ég eftir orgelleiknum er hrifinn af honum. Ţannig er ađ ég hefi ávallt ímyndađ mér ađ ég hafi veriđ orgelleikari í einhverju fyrra lífi mínu og ţađ hafi veriđ í Austurríki. Hefi reynt mig viđ orgel, en útkoman hefur veriđ léleg. Annars er ţađ međ trúna, ađ sönn trú kemur ađ innan en ekkert sem mađur er matađur af fjölmiđlum.

Ţorkell Sigurjónsson, 23.9.2007 kl. 14:33

9 Smámynd: Sigurđur Viktor Úlfarsson

Messur á sunnudögum er einfaldlega hluti af íslenskum raunveruleika, hafa veriđ ţađ í árhundruđ og eru enn.  Ţví er eđlilegt ađ ţćr eigi sér sess í Ríkisútvarpinu.

Um 90% Íslendinga eru kristnir ţví eđlilegt ađ kristnar messur hafi meira vćgi en islam eđa búddistamessur.  Hins vegar finnst mér alveg sjálfsagt ađ Ríkisútvarpiđ útvarpi öđru hverju messum annarra. 

Vegna ţess ađ fótboltinn var notađur sem dćmi hér ađ ofan horfi ég t.d. aldrei á fótbolta og finnst hann afleitt sjónvarpsefni, hvađ ţá heldur útvarpsefni.  Ég er ađ greiđa fyrir heilu fréttadeildirnar á fréttastofunum međ afnotagjaldinu mínu til ađ halda utan um leiki fullorđins fólks.  Á ađ leggja íţróttir algerlega af í Ríkisútvarpinu vegna ţess ađ ég horfi ekki á ţćr og gćti ekki veriđ meira sama en hvort Chelsea eđa Man. United vinnur ţennan leik eđa hinn?

Fyrir marga skiptir messan miklu máli.  Fyrir marga skiptir boltinn miklu máli.  Fyrir marga skipta annars konar messur miklu máli.  Ríkisútvarpiđ á ađ vera ţverskurđur af mannlífinu í landinu.  Trú er einfaldlega hluti af ţví og mikilvćgt ađ mismunandi hópar taki tillit hver til annars, hvort sem ţar er um ađ rćđa trú, íţróttir eđa annađ.

Sigurđur Viktor Úlfarsson, 23.9.2007 kl. 16:50

10 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"Messur á sunnudögum er einfaldlega hluti af íslenskum raunveruleika, hafa veriđ ţađ í árhundruđ og eru enn.  Ţví er eđlilegt ađ ţćr eigi sér sess í Ríkisútvarpinu."

Ţetta er afskaplega algeng en vitlaus röksemdarfćrsla.  Prófum ađ snúa henni upp á eitthvađ annađ:

"Nauđganir eru einfaldlega hluti af íslenskum raunveruleika, hafa veriđ ţađ í árhundruđ og eru enn.  Ţví er eđlilegt ađ ţćr eigi sér sess í Ríkisútvarpinu. "

Nah, röksemdarfćrslan er galin.  Hefđ getur aldrei veriđ fullnćgjandi réttlćting fyrir misjöfnun.  Hefđ hefur veriđ notuđ til ađ mismuna konum, kynţáttum og trúarhópum í gegnum söguna. (Hefđarrökvillan)

"Um 90% Íslendinga eru kristnir"

Ţetta er kolrangt.  Um 90% ţjóđarinnar er skráđ í kristin trúfélög (ţar af 82% í Ţjóđkirkjuna, talan fer lćkkandi).  Aftur á móti sýna kannanir ađ einungis rétt rúmlega 50% ţjóđarinnar skilgreina sig kristin.  Bendi á greinina Meirihlutagođsögnin.

Matthías Ásgeirsson, 23.9.2007 kl. 17:09

11 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Matthías: Ţú ert alltaf jafn helvíti töff og trúlaus og oftast góđur. Ţessi ábending um 90%-inn er ágćt. Mér dettur í hug grein sem Páll Skúlaon heimspekingur ţar sem hann fćrđi rök fyrir ţví ađ Íslendingar vćru varla kristin ţjóđ í reynd og mig minnir ađ Sigurđur Nordal hafi einhvern tíma skrifađ í svipuđum dúr.  Ég man nú svo langgt ţegar jarđarförum var útvarpađ virka daga kl. 11. Hverjum dykki slík vitleysa í hug núna? En ţetta var reyndar kannski vinsćlasta útvarpsefniđ á ţeim árum. Ég vil samt ekki jafna saman nauđgunum og útvarpsmessum enda ertu kannski ekki beinlínis ađ ţví heldur benda á rökvillu, en beinir eigi ađ síđur athyglinni ađ nauđgun og messum saman. Nauđgun er talin glćpur af öllum  en messur kannski bara af sumum en fleirum finnst eingöngu kristnar útvarpsmessur vera  mismunun . Ekki er ţetta hitamál fyrir mér en sjálfsagt finnst mér ađ veita öđrum trúarhópum ađgang ađ ríkissúvarpinu. Ţađ vćri fróđlegt ađ heyra t.d. hvernig múslimsk guđţjónusta fer fram. En best vćri nú ađ ríkissútvarp vćri ekki međ neinar messur. Ég efast annars um ađ gamla fólkiđ hafi mikiđ meiri áhuga á messum en ţađ unga. Ţađ er nú ekki meira mál ađ afnema útvarpsmessur en "veđriđ kl. 18" sem hćtt var međ fyrir nokkrum árum.  

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 23.9.2007 kl. 17:31

12 identicon

Ég hlusta stunum á sunnudagsmessuna, varđandi kaţólska..ţá eru ţeirra messur kl 8 ađ morguni ef ég man rétt..svo aftur kl 18..kannski ekki heppilegur tími ađ útvarpa ţá.....varđandi ađra trúarhópa á Íslandi.  Á ekki líka ađ skipta um fána, taka í burtu krossmerkiđ svo skulum viđ lika henda okkar ţjóđsöng sem er lofsöngur til guđs. Akkurru má ţessi ţjóđ ekki vera eins og hún hefur veriđ..af hverjum ţurfum viđ ađ kasta fyrir róđa okkar fortíđ og rótum ţó svo ađ örfáir séu međ ađra trú eđa skođanir.  Eigum viđ ekki bara ađfara keyra á vinstri akgrein ţar sem ţađ eru nokkrir Bretar búsettir hérna.

H.Hafsteinsson (IP-tala skráđ) 23.9.2007 kl. 19:53

13 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég hlusta stöku sinnum á sunnudagsmessuna í Ríkisútvarpinu og finnst ţađ bara notalegt, kannski af ţví mađur ólst upp viđ ađ foreldrarnir höfđu útvarpiđ opiđ og ađ ţađ var nokkur virđing borin fyrir messunni.

Vil alls ekki láta hćtta ţessum útsendingum.

Marta B Helgadóttir, 24.9.2007 kl. 00:54

14 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

H. Hafsteinsson: Ég vil alveg endilega ađ allir verđi ekki ađeins skikkađir til ađ aka á vinstri akrein heldur líka aftur á bak. Ég er ađ verđa eotthvađ svo vinstri afturhaldssamur međ árunum.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 24.9.2007 kl. 01:21

15 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ćtlunin var alls ekki ađ líkja saman messu og nauđgun heldur einungis ađ nota sláandi dćmi til ađ sýna fram á hve vond rökfćrslan var.  Ég gekk helst til of langt međ ţessu dćmi :)

"af hverjum ţurfum viđ ađ kasta fyrir róđa okkar fortíđ og rótum  "

Ţađ er einfaldlega hluti af ţví ađ lćra og ţroskast.  Viđ erum sífellt ađ kasta fyrir róđa fortíđ okkar.  Veltiđ ţví fyrir ykkur hvernig ađstađa vinnufólks var hér á landi fyrir rétt rúmum hundrađ árum.  

Fortíđ landsins er satt ađ segja ósköp hörmuleg viđ nánari skođun.

Ég tel alls ekkert stórmál ţó messum sé útvarpađ - ţćtti vćnt um ţađ ef trúleysingjar fengju eins og tíund af ţví rými sem trúmenn fá í fjölmiđlum - en ţađ er í raun önnur umrćđa. 

Matthías Ásgeirsson, 24.9.2007 kl. 13:48

16 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Mér finnst messurnar notalegar. Eitt af ţví fáa sem eftir er af sunnudögunum eins og ég man ţá í gamla daga. Spariklćđnađur, sunnudagslćriđ, sósan, brúnuđu kartöflurnar  og ávaxtagrauturinn horfiđ úr hádegi sunnudagsins. Leyfum messunum ađ hljóma. Held ţađ sé alveg nćgilega stór prósenta ţjóđarinnar sem hlustar á ţćr til ađ ţćr séu réttlćtanlegar.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.9.2007 kl. 16:02

17 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég hlusta eiginlega aldrei á ríkisútvarpiđ og ég er ađ velta ţví fyrir mér hvort dánarfregnum og jarđarförum sé enn útvarpađ á fólk sem er ađ borđa kvöldmatinn sinn??

Svava frá Strandbergi , 24.9.2007 kl. 18:55

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband