23.9.2007 | 19:33
Ferðalag um Schubertsslóðir
Síðdegis á þriðjudaginn held ég ásamt fimm öðrum áleiðis til Vínbarborgar. Við erum allir miklir aðdáendur tónskáldsins Franz Schuberts sem hér á Íslandi er þekktastur fyrir að hafa samið lagið sem sungið er við textann: "Mikið lifandis skelfingar ósköp er gaman að vera svolítið hífaður". Flestir þekkja líka Ave Maríu eftir hann og jafnvel líka Silunginn og Álfakónginn.
Schubert var borinn og barnfæddur í Vín og bjó þara alla sína skömmu ævi. Við ætlum að skoða sögustaði sem tengjast honum í borginni, húsið þar sem hann fæddist og aðra bústaði hans, húsið þar sem hann dó, skólann þar sem stundaði nám í, byggingar þar sem tónverk hans voru flutt, hús þar sem vinir hans bjuggu og krár og kaffihús sem vitað er að hann stundaði. Auðvitað eru sum þessara húsa horfin en staðirnir þar sem þau stóðu eru enn á sínum stað. Það er ég sem hef skipulagt ferðina í höfuðdráttum en ég hef aflað mér nákvæmrar upplýsinga um hvar þessara staða er nú að leita eftir núverandi gatnakerfi. Fyrir ofan sést húsið Þar sem Schubert samdi Álfakónginn og það stendur enn.
Schubert gerði ekki víðreist um sína daga.En tvö sumur var hann tónlistarkennari hjá greifafjölskyldu sem bjó í Zeléz og var þá í Ungverjalandi en heitir nú Zeliozovice og er í Slóvakíu og er myndin af greidahöllinni. Þangað höldum við einnig og förum sem næst þá leið sem Schubert fór og lá í gegnum Búdapest. Sagt er, og að líkindum er eitthvað hæft í því, að Schubert hafi orðið ástganginn af Karolínu, annari greifadótturinni sem hann kenndi á staðnum. Á leiðinni til baka förum við m.a. gegnum Pressburg sem áður var en heitir nú Bratisvlava en þar dó Karolína. Hún átti mörg nótnahandrit Schuberts.
Næst síðasta árið sem Schubert lifði dvaldist hann nokkra daga í Graz, sem nú er næst stærsta borg Austurríkis og hana munum við skoða. Á leiðinni þangað er ætlunin að koma við í Eisenstadt en þangað kom Schubert nokkrum vikum áður en hann dó og þar starfaði tónskáldið Jósef Haydn lengst af ævi sinnar, en hann er einn af stærstu snillingum tónlistarsögunnar þó hann sé oft í skugga Mozarts og Beethovens.
Allir bjuggu þessir menn í Vínarborg og þó ferð okkar séu aðallega stíluð upp á Schubert munum við auðvitað hafa augum opin fyrir sögustöðum em tengjast öðrum stórséníum sem bjuggu í borginni meðan hún var mesta tónlistarsetur heimsins.
Við förum líka til St. Pölten, þar sem Schubert samdi óperu sína Alfonso og Estrellu sem er að verða kunn á síðari árum, og að höllinni í Atzenbrugg þar sem hópurinn sem var í kringum Schubert fór í nokkra daga frí í nokkur sumur. Þar var farið í samkvæmisleiki og iðkuð tónlist og á vellinum framan við höllina voru leiknir boltaleikir.
Schubert fór tvisvar til Steyr sem talin er einhver fegursta borg Austurríkis og var þar reyndar gerður að heiðursfélaga Tónlistarfélagsins meðan hann var enn á lífi. Við förum þangað og komum við í Kremsmünster og klaustrinu í St. Florian þar sem Anton Bruckner gerði garðinn frægan. Besti vinur Schuberts var frá Linz og þangað kom Schubert einnig um sína daga og við fylgjum dyggilega í hans fótspor. Sömuleiðis förum við til Gmunden sem myndin hér er af.
Sumarið 1825, þegar Schubert var 28 ára, fór hann í lengstu ferðina á ævi sinni. Þá kom hann ekki aðeins til Steyr og Linz heldur einnig til Salzburg, fæðingarstaðar Mozarts. Það er samt einkennilegt að í bréfum þar sem Schubert lýsir ferðinni til Salzburg nákvæmlega er hvergi minnst á Mozart en hins vegar mikið sagt frá því þegar hann kom að gröf Michaels Haydns, bróður Jósefs, sem grafinn er í borginni.
Lengst frá Vínarborg komst Schubert um sína daga til Gastein og var þar nokkrar vikur. Náttúrufegurðin þar hafði djúp áhrif á hann og hann hóf þá að semja sína síðustu og mestu sinfóníu, hina svonefndu stóru" C-dúr sinfóníu til aðgreiningar frá annarri sinfóníu sem hann hafði áður samið í sömu tóntegund. Sú stóra" er gegnnumsýrð af náttúrudulúð og náttúrutignun sem var reyndar algeng á rómantíska tímabilinu og er runnin frá heimspekingnum Schelling.
Við fljúgum svo frá Salzburg til Kaupmannahafnar og þaðan heim.
Ég veit ekki til að nokkurn tíma hafi verið farin ferð þar sem menn feta nákvæmlega í fótspor Schuberts um Austurríki og nágrannalöndin. Við ferðafélagarnir munum að sjálfsögðu taka myndir, bæði ljósmyndir og videómyndir á góðar vélar.
Þeir sem verða í ferðinni auk mín eru Haukur Guðlaugsson organisti og fyrrverandi Söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, Jón B. Guðlaugsson, sem kunnur er sem þáttagerðarmaður í útvarpi og þýðandi og þulur í sjónvarpsþáttum, nú síðast í þáttunum um sólkerfið, Ólafur Thoroddsen tæknimaður og flugstjórarnir Leifur Árnason og Ólafur W. Finnsson.
Ég á ekki von á því blogga neitt frá og með þriðjudeginum og þar til komið verður heim eftir eina tíu daga.
Vegna fjölda fyrirspurna er rétt að upplýsa að Mali litli verður í fóstri hjá systur minni meðan ég er í ferðinnni. Hún á tvo harðsvíraða útiketti svo Mali hlýtur að mannast all mjög - kattast vildi ég sagt hafa - meðan hann verður hjá Helgu frænku sinni.
Meginflokkur: Ég | Aukaflokkar: Bloggar, Tónlist | Breytt 6.12.2008 kl. 20:24 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Þetta verður örugglega skemmtileg ferð hjá ykkur. En nú fara Ronja og Tobías ekkert út hjá Helgu systur eftir að hún flutti á nýja staðinn. Þeir eru víst skíthræddir við nýja húsið.
Svava frá Strandbergi , 23.9.2007 kl. 22:10
Æ, það er svo fallegt í Vín og Búdapest líka. Góða ferð.
María Kristjánsdóttir, 24.9.2007 kl. 09:09
Ég hef nokkrum sinnum verið í Vín en aldrei Búdapest og hvergi annars staðar en í Vín og grennd í Austurríki .
Sigurður Þór Guðjónsson, 24.9.2007 kl. 10:34
Þið farið um Austurríki Sigurður, kannski rekist þið á niðja mína þar, en ég var kirkjuorgelleikari í litlum bæ í kring um 1850. Er alveg sannfærður um þetta, verst að geta ekki gert sér grein fyrir, hvaða borg eða bæ ég starfaði. Vona svo sannarlega að þú megir njóta ferðarinnar Siggi minn, kær kveðja úr Eyjum.
Þorkell Sigurjónsson, 24.9.2007 kl. 10:42
Kannski samdir þú Heims um ból í fyrra lífi Keli. Lagið var samið af kirkjuorganista í litlu þorpi sem ég hef komið í og líka til Salzburg. Mér er víst farið að förlast því áðan sagðist ég ekki hafa farið neitt um Austurríki nema Vín og grennd. Einmitt svona byrjar alzheimerinn. Kannski er ég líka feigur. Dreymdi í nótt að ég væri í flugvél og hún fórst og kviknaði í henni. Það var reyndar hér í bakgarðinum. Þetta heitir víst ferðakvíði. Eða forspá!!
Sigurður Þór Guðjónsson, 24.9.2007 kl. 10:58
þú varst nú lika hræddur um að flugvélin færist þegar við fórum til Krítar og satt að segja hélt ég líka, þarna rétt fyrir lendinguna, að við værum öll feig um borð.
Og ég get svarið það, að þessa óbærilegu stund þarna í vélinni, sá ég hárin rísa á höfði þér, þar sem þú sast við hliðina á mér .
En skessa var auðvitað pollróleg og haggaðist ekki, aldrei þessu vant.
Svava frá Strandbergi , 24.9.2007 kl. 18:40
Þetta var mjög einkennileg lending.
Sigurður Þór Guðjónsson, 24.9.2007 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.