Methiti á Vopnafirði

Í morgun klukkan níu var 20 stiga hiti á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði og hafði fyrr um morgunin komist í 20.2 stig.  Sjálfvirka veðurstöðin á staðnum var búin að mæla 20.6 stig. Aldrei hefur mælst 20 stiga hiti á Skjaldþingsstöðum í október síðan mælingar hófust þar árið 1994 en hins vegar hafa mælst 21.4 stig í kauptúninu á Vopnafirði, þ. 7. árið 1992. 

Hitinn  núna er mesti hiti sem mælst hefur á landinu 19. október frá upphafi hitamælinga. Gamla metið var 19.2 á Dalatanga frá 1962. Lesið veðurdagatalið fyrir október sem nýkomið er á þessa síðu og hafa þessar síðustu upplýsingar þegar verið settar þar inn. Þetta er samt ekki mesti hiti sem búast má við eftir árstíðinni því 22.1 stig mældist á Dalatanga 26. október 2003 (22.6 á sjálfvirku stöðinni) og reyndar 22.7 stig þar 12. nóvember 1999! 

Mesti hiti í öllum október á landinu mældist á Dalatanga þ.1 árið 1973, 23.5 stig.   

Ekki er líklegt að það met verði slegið í dag en það er samt aldrei að vita.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband