Fyrsta skiptiđ sem 20 stiga hiti í október mćldist á veđurstöđ á Íslandi var á Seyđisfirđi ţ. 6. 1959, 20,6 stig.
Áriđ 1962 munađi svo mjóu ţ. 20. ţegar hitinn á sama stađ fór í 19,9 stig.
Nćst mćldist 20 stiga hiti í október ţ. 21. 1964 á Seyđisfirđi, 20,9 stig.
En ţađ var fyrsta dag mánađarins áriđ 1973 sem methitinn á landinu í október kom til sögunnar. Ţá mćldust 23,5 stig á Dalatanga. Ţessi hiti kom ađ nćturţeli. Klukkan 3 um nóttina var hitinn 22,6 stig og kl. 6 var hann 22,7, en klukkan 9 var hann fallinn niđur í 19.0 stig en var svo milli 18 og 19 stig eitthvađ fram yfir klukkan 15, en var 16,2 stig klukkan 18. Hitinn kom skyndilega ţví á miđnćtti hafđi hann ađeins veriđ 9,8 stig. Á ţessum tíma voru engar sjálfvirkar veđurstöđvar og ţví ekki hćgt ađ gera sér grein fyrir gangi hitans í smáatriđum. Daginn eftir fór hitinn á Dalatanga ekki hćrra en í 15,1 stig. Á Seyđisfirđi var kominn 17 stiga hiti kl. 21 síđasta daginn í september en fór ekki hćrra en í 19 stig fyrsta dag októbermánađar en ţ. 2. var hann 21 stig klukkan 9 og 22 stig klukkan 15 og 18 stig klukkan 21.
Ţetta er eina tilvikiđ ţar sem 20 stiga hiti hefur mćlst einhvers stađar á Íslandi tvo daga í röđ í október. Ekki heldur hefur 20 stiga hiti dreifst eins víđa um landiđ og í ţessari hitahrinu, allt frá Reyđará viđ Siglufjörđ til Kollaleiru i Reyđarfirđi, en auk hitans á Dalatanga og Seyđisfirđi var ţessi hiti mćldur: 20,2 stig, ţ.1. á Reyđará, 20,6, ţ.1. á Vopnafirđi og 20,0, ţ. 2. á Hallormsstađ.
Áriđ 1975 mćldust slétt 20 stig á Seyđisfirđi ţ. 11.
Tíu árum seinna, 1985, kom hitahrina sem er sćmbćrileg eđa meiri en áriđ 1973 ţó ekki hafi mćlst alveg jafn hár hiti enda kom hrinan ekki fyrr en 14. dag mánađarins. Enginn mánuđur ársins kólnar jafn mikiđ frá fyrsta til síđasta dags sem október. Árin 1961-1990 var međalhitinn í Reykjavík 1. október reiknađur 6, stig, 5,0 ţ.14 og 3,3 stig 31. október. Ţennan dag 1985 fór hitinn yfir 20 stig á ţremur veđurstöđvum:22,0 stig á Seyđisfirđi, 21,5 á Daltanga, 20,9 á Kollaleiru og 20,6 á Neskaupsstađ. Daginn eftir mćldist mesti hiti sem skráđur hefur veriđ á Akureyri í október, 19,5 stig.
Tuttugustiga októberhiti kom nćst ţ. 7. áriđ 1992 á nokkrum stöđvum: Neskaupsstađur og Dalatangi 21,7, Seyđisfjörđur 21,1 og Kollaleira 20,4.
Áriđ 2003 kom mjög hlýr dagur ţ. 26. og mćldist ţá annar mesti hiti á landinu í október, 22,1 stig á Dalatanga og 20,8 á Kollaleiru en ekki var ţá mćlt á Seyđisfirđi. Vegna ţess hve seint ţessi dagur er í mánuđinum er hann eiginlega ekki síđri en metdagurinn ţ. 1. 1973.
Allar ţessar mćlingar voru gerđar á kvikasilfursmćla.
Og síđasta skiptiđ sem 20 stiga hiti hefur mćlst á slíkan mćli í október var núna ţ. 19. ţegar 20,2 stig mćldust á Skjaldţingsstöđum í Vopnafirđi en 21,0 á sjálfvirku stöđinni á Seyđisfirđi.
Menn sjá ađ oftast mćlist 20 stiga hiti í október á austfjörđum og alveg sérstaklega á Seyđisfirđi og Dalatanga. Stöđin á Seyđisfirđi var alveg nýlega komin í gagniđ ţegar hún fangađi sín 20 stig í fyrsta sinn áriđ 1959. Dalatangi hafđi hins vegar mćlt hámarkshita frá 1949 án ţess ţó ađ ţar kćmi 20 stiga hiti fyrr en 1973. Fyrir 1959 voru einfaldlega ekki veđurstöđvar međ hámarkshitamćli á ţeim stöđum ţar sem vćnta má 20 stiga hita í október. Árin 1929 til 1964 var reyndar mćlt í Fagradal í Vopnafirđi án ţess ađ 20 stig kćmu ţar en Vopnafjörđur er ekki eins nćmur fyrir 20 stigum í október og firđirnir sunnar á austfjörđum. Í Fagradal mćldust t.d. "ađeins"18,7 stig ţegar 20,6 komu á Seyđisfirđi 1959. Tuttugustiga októberhita má eiginlega ađeins vćnta á austfjörđum annađ kastiđ og enn sjaldanar í Vopnafirđi og i grennd viđ Siglufjörđ og ţegar allra best lćtur innarlega á Fljósdalshérađ en varla annars stađar á landinu.
Nokkrir mjög hlýir dagar komu ţó fyrir 1959 ţar sem hitastig ţeirra stöđva sem starfrćktar voru varđ svo hátt ađ líklegt er ađ 20 stiga hiti hefđi einhvers stađar mćlst ef jafn margar stöđvar hefđu veriđ í gangi og síđar varđ.
Áriđ 1915, ţ. 4, voru til dćmis lesin 19 stig á mćli á Akureyri án ţess ađ hámarksmćlir hafi veriđ á stađnum. Ţá var reyndar mćlt á Seyđisfirđi ţó hitinn ţar hafi ekki veriđ í líkingu viđ ţetta enda var veđurlagiđ ţannig ađ hitinn naut sín best um miđbik norđurland, Sauđanesviti hefđi t.d. getađ gert rósir ţennan dag ef ţar hefđi veriđ mćlt.
Teigarhorn í Berufirđi hefur mćlt hámarkshita frá ţví 1874 en er ekki međ hitavćnustu stöđum á landinu í október og ţar hefur aldrei mćlst 20 stiga hiti, mest 19,3 stig ţ. 5. 1945 og 19,2 ţ.10 1937. Ţessir dagar voru tuttugustigavćnir á austfjörđum.
Tuttugu stiga frost í október er nauđasjaldgćft á Íslandi. Ţađ hefur ađeins gerst tvisvar svo víst sé og í bćđi skiptin í Möđrudal á Fjöllum. Ţann 29. 1992 mćldust ţar -21,2 stig í hćgu og stilltu veđri og Íslandsakuldametiđ var sett ţ. 28. áriđ 2002, -22,0 stig. Skráđ er lágmark í Möđrudal upp á -21,6 stig ţ. 19. áriđ 1957 en ţađ er hugsanlega villa ţví hvergi annars stađar varđ verulega kalt. Ţessi mánuđur var ţó mjöđg leiđinlegur og hefur til dćmis aldrei veriđ jafn margir alhvítir dagar í Reykjavík í október, sjö talsins.
Á Grímsstöđum á Fjöllum, sem er mjög góđur fulltrúi kulda á landinu međal veđurstöđva, hefur veriđ mćlt síđan 1907 og ţar hefur aldrei komiđ tuttugu stiga frost í október, en 19,3. stig komu síđasta daginn 1926 eftir langvarandi norđanátt og -19,2 ţ. 29. 1931 ţegar hćđ var yfir landinu.
Áriđ 1967, á miđjum hafísárunum, kom mikiđ kuldakast og mćldist ţá mesta frost sem mćlst hefur á láglendi á Íslandi í október, -18,0 stig á Kornvöllum viđ Hvolsvöll á Rangárvöllum. Sólarhringurinn 16. október var talinn 9 stig undir međallagi á landinu sem er einsdćmi í október, en ţ. 17. fór ađ hlýna eftir kuldahámarkiđ um nóttina. Á Grímsstöđum varđ frostiđ 19 stig. Ţetta er eiginlega harkalegasta kuldakast sem gert hefur á landinu í heild í október síđustu áratugina.
Ţetta var sem sagt á hafísárunum. Ţá voru svona kuldaköst algeng. En ekki lengur.
Hér fyrir neđan eru nokkur veđurkort frá ţeim hlýju og síđan köldu dögum sem minnst er á. Ţetta eru ýmist ţrýstikort fyrir andiđ og umhverfi ţess viđ jörđ og í 500 og 850 hPa fletinum eđa frá landinu sjálfu á hádegi viđ jörđ. Dagsetningarnar segja ađ öđru leyti ţađ sem segja ţarf.
Meginflokkur: Vísindi og frćđi | Aukaflokkar: Íslensk veđurmet, Veđurfar | 25.10.2007 | 21:30 (breytt 30.10.2008 kl. 20:51) | Facebook
Fćrsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síđur
- Sólarminnstu júlímánuđir
- Ţíđukaflar ađ vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveđriđ frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauđ
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veđriđ í Reykjavík
- Slćr júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuđir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síđur ]
Eldri fćrslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006