3.11.2007 | 12:14
Kynlífslanganir miðaldra og eldri manna
Í Kiljunni var um daginn talað við Ágúst Borgþór Sverrisson vegna skáldsögu sem hann hefur skrifað um mann sem kaupir sér vændisþjónustu, eða eitthvað í þá áttina.
Stjórnandi þáttarins tók fram, eins og það væri alveg sjálfsagður hlutur, að fátt fyndist mönnum óviðfelldnara en kynlanganir miðaldra eða eldri manna og Ágúst bætti við að þeir mættu víst ekki hafa slíkar langanir, bara konur og hommar.
Hvers vegna ekki? Hvers konar fordómar eru þetta eiginlega? Kannanir hafa æ ofan í æ sýnt að kynhvöt beggja kynja heldur áfram fram í rauðan dauðann. Sú hugmynd að kynhvötin hverfi með árunum er bara ranghugmynd.
Er nokkuð ógeðslegra við það að 55 ára maður langi til að sofa hjá en þegar hann var 25 ára? Hvað breytist á þessum 30 árum? Nú er ég ekki að tala um sókn eftir vændi. Það er svo sem eftir fordómatalinu að gera ráð fyrir að kynlífslanganir miðaldra manna beinist bara að vændi.
Þegar koma fréttir af eldri mönnum í sambandi við kynlíf koma oft upp ótrúlegustu og illgjörnustu athugasemdir á bloggsíðum.
Hvaðan kemur þetta?
Ágiskun og grunur: Frá kvennahreyfingunum gegnum árin. Þær hafa útmálað miðaldra og þaðan af eldri menn í óhagstæðu ljósi, sem karlrembur. Það færist svo yfir á kynlífið. Kvennahreyfingin hefur þarna skapað fordóma í ákefð sinni við að eyða öðrum fordómum.
Það þarf að fara að vinna gegn þessum fordómum af fullri alvöru. Það þarf að leyfa mannlífinu að vera það sem það er. Það þarf að viðurkenna að kynhvötin hverfur ekki með árunum og það sem sæmir ungu fólki sæmir líka eldra fólki.
Fyrst og fremst er fólk yfirleitt fallegt og langanir þess eðlilegasti hlutir í heimi. Sama hvað fólk er gamalt.
Meginflokkur: Mannlífið | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 19:01 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
ég hélt að þetta ætti bara við þegar tvítugir krakkar segja ''oj'' þegar einhver minnist á að foreldrar viðkomandi stundi kynlíf.
Jóna Á. Gísladóttir, 3.11.2007 kl. 16:11
Það er upp á þér typpið núna Siggi!
Júlíus Valsson, 3.11.2007 kl. 16:32
Tek undir þetta. Ég greip þessa athugasemd Egils á lofti þarna í þættinum og furða mig á þessu viðhorfi hans, hef að vísu ekki lesið bókina sem þeir voru að fjalla um og veit ekki hvort hann var að vitna til einhvers sem þar kemur fram. En kynlíf fullorðins fólks er jafn sjálfsagt og gefandi og hjá ungu fólki.
Skrýtið að upplýstur maður eins og Egill skuli vera svona forpokaður á þessu sviði.
Marta B Helgadóttir, 3.11.2007 kl. 17:25
Þörf umræða. Fátt kallar jafnmikið á einfaldanir og skúffuröðun og umræður um kynlíf annarra. Gott dæmi um það er merking orðanna gleðimaður og gleðikona.
Aldurstengda umræðan er líka eilítið brosleg sakir þeirra fordóma sem þar flórera. Það er kannski illa gert að bæta við þá en laggó:
Spurning: ,,Leikurðu golf?"
Svar: ,,Nei, ég stunda enn kynlíf!"
Ár & síð, 3.11.2007 kl. 17:26
Ekkert óheilbrigt við kynlífsáhuga karla og kvenna á hvaða aldri sem er. En því skyldu það hafa verið "konur" sem eiga að hafa útmálað miðaldra og eldri karlmenn í óhagstæðu ljósi? Sá hópur af fólki, er ég hef heyrt einna verst tala um karlmenn á þessum ágæta miðjualdri og kynlíf þeirra, eru ungir karlmenn á aldrinum 16 - 30 ára. Miklu mun oftar en konur, í hvaða hreyfingu sem þær eru.
Sigríður Sigurðardóttir, 3.11.2007 kl. 17:35
Staðreynd er að maður nýtur kynlífs mikið betur með aldrinum.
Ég ætla að verða eldgamall.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.11.2007 kl. 17:44
Mér finnst hæpin ályktun þetta með kvennahreyfinguna. Aftur á móti gæti ég, án þess að hafa kannað málið - bara svona guts-feeling -, e.t.v. samþykkt að konur almennt gætu átt þátt í að líta á kynlíf eldri manna grunsemdaraugum. Held það komi kvennahreyfingunni sem slíkri ekkert endilega við.
Ég verð að játa að ef ég leitaði að staðalmynd af perra í huga mínum, að þá væri á henni karlmaður í eldri kantinum. Hver gæti skýringin verið? (Að konur séu yfirleitt ekki álitnir perrar, hvort sem þær eru yngri eða eldri, kemur e.t.v. til af því að af dæmdum kynferðisbrotamönnum eru þær undantekning.)
Það er altalað að menn fái gráa fiðringinn, þ.e.a.s að þegar vissum aldri sé náð, þá hafi þeir ekki lengur áhuga á jafnaldra konum, heldur vilji komast í náin kynni við konu af yngri kynslóðinni, kannski 10-20, jafnvel 30 árum yngri. Og þetta eitt finnst mörgum, allavega konum held ég að ég megi fullyrða, perralegt að einhverju leyti. Að menn séu að gera sér grillur um og jafnvel dælt við stúlkur sem gætu verið dætur þeirra, hvað aldur varðar. Kannski öfundsýki og afbrýðisemi, en það er sama, ég fer ekki varhluta af því að finnast þetta perralegt á einhvern hátt.
Svo eru menn ekki almennt bara perrar? :)
En að öllu gamni slepptu, þá hefur kannski ekki verið mjög opin umræða um kynlíf eldra fólks, og ekki svo langt síðan kynlífsumræða opnaðist yfirhöfuð, svo kannski kemur þetta með tímanum - að öllum verði ljóst að eldri menn, og konur, hafi lyst og hæfni til kynlífs.
... Og þó. Það er nú barasta ekkert mikið talað um eða við eldra fólk yfirhöfuð. Það hefur enginn áhuga á því. Það er búið - ekkert upp úr því að hafa - það er okkar kúltúr í dag - svo hvers vegna að vera að hafa fyrir því að hafa eyru og augu opin fyrir þessum þörfum þeirra frekar en öðrum?
gerður rósa gunnarsdóttir, 3.11.2007 kl. 18:45
Ég bara SKIL ekki að þetta hafi orðið svona langt hjá mér! Ég skrifaði ALLS EKKI svona mikið!
gerður rósa gunnarsdóttir, 3.11.2007 kl. 18:46
Siigríður.:Ástæðan sem ég tilgreini er bara ágiskun. En júlíus: Hvurslags orðbragð er þetta af miðaldra og virðulegum manni!
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.11.2007 kl. 18:51
Gerður Rósa: Staðalímyndanir um perra eru kannski bara fordómar líka. Ég held þeir séu á öllum aldri og menn gerist ekki perrar með aldrinum endilega. Ég held reyndar að "eldri" konur séu líka með gráa fiðringin, það er bara einhvers konar tabú í þjóðfélaginu að nefna það. En það að herrar séu yfirleitt perrar er athyglisverður punktur og gæti verið efni í næstu skoðanakönnun. Eru herrar yfirleitt perrar? Að öllu gamni slepptu: Annað er að hafa ekki augu og eyru opin fyrir einhverju en gera beinlínis lítið úr því. Svo finnst mér grái fiðringurinn ekki jafngilda perraskap, vel að merkja. Og líklega er yfirleitt gert of mikið úr þeim fiðringi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.11.2007 kl. 19:04
Já, og Gerður Rósa: Menn eiga að deyja í blóma lífsins.
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.11.2007 kl. 19:28
Iss Sigurður Þór, þarna skaustu langt yfir markið í ályktunum þínum.
Ég man ekki til þess að hafa nokkurn tíman heyrt feminista tala eitthvað sérstaklega illa um kynlíf eldri manna.
Ibba Sig., 3.11.2007 kl. 20:58
Kvennahreyfingin... nee, sú ágiskun er út í hött. Held að æskudýrkunarviðhorfin orsaki þetta. Að eldra fólk sé asnalegt og að eldra fólk MÁ ekki neitt, má t.d. alls ekki dansa, það er næstum álíka 'asnalegt´ eins og umræðan um að fólkið stundi kynlíf.
Á dögunum var sýnt frá tískusýningu (h)eldri kvenna í lok fréttatímans á RUV þar sem elsta sýningardaman var 100 ára. Mér fannst þær ánægðar og flottar, þær búa á sama stað og mútta mín og þær skemmtu sér vel við það sem þær voru að gera. Fréttin var flutt á vandræðalegan hátt og missti marks fyrir vikið.
Vel þekkt auglýsing sem rúllaði mikið í fjölmiðlum í fyrrasumar sýndi gamla konu sem reyndi að sparka bolta og datt svo á rassinn með skankana út í loftið, þetta átti að vera rosa fyndin auglýsing fyrir íþróttavörur. Skilaboðin urðu þessi: gamall=ansalegur.
Marta B Helgadóttir, 3.11.2007 kl. 21:29
Einmitt, þess vegna ætla ég líka að deyja ungur!
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.11.2007 kl. 21:53
Og: Ef maður er Sjálfstæðismaður vill maður ekki heyra neitt ljótt um Sjálfstæðisflokkinn og ef maður er kvenmaður vill maður ekki heyra neitt ljótt um kvennahreyfinguna. Hún hefur ekki sagt beinlínis þetta en hún hefur séð mikið af karlrembum í ýmsum hornum og sterótýpan fyrir karlrembu er ekki ungur og sætur strákur heldur gamall og geðstirður kall og svo þykir það þá í kjölfarið sérlega óviðfelldið að slíkir herrar hafi áhuga á konum, jafnvel ekki eiginkonum sínum (en hver hefur sem áhuga á þeim). En æskudýrkunin spilar þarna eflaust líka inní. En hvað skapar æskudýrkunina? Æskudýrkun er reyndar hreint ekki það sama og ég var að tala um. Æskudýrkun, það að ungt og upprennandi fólki sé hampað af því að það á að erfa heiminn og þykir gaman að eyða peningum og er því fallegt í auglýsingum, er ekki endilega samasemmerki á það að kynlífslanganir miðaldra manna þyki sérlega óviðfelldnar eins og Egill fullyrti. Þetta er allt kannski fremur flókið mál ef maður hugsar út í það.
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.11.2007 kl. 22:06
Já, við skulum ekkert vera að hugsa um þetta; þetta er allt of flókið.
En stereótýpa fyrir karlrembu hjá mér er alls ekki eldri maður; karlremban í hausnum á mér er í yngri kantinum, svona 25-35 ára, frekar myndarlegur meira að segja, og einhleypur fremur líklega. Svo þetta passar alls ekki hjá þér neittsaman, og sérstaklega ekkert í sambandi við þessa kvennahreyfingu. Best þú hættir alveg að tala um hana. Að telja að allar konur séu heilaþvegnar af kvennahreyfingunni er bara bull - mínar staðalímyndanir eru örugglega allar fengnar úr virtum vísindatímaritum og undir alls engum áhrifum þessarra staðalímyndarkvennahreyfingarkvenna þinna. Þekki þær ekki.
Það er vert að benda á að ég er alltaf algerlega óhlutdræg í mínum skoðunum; ég fylgist ekkert með fréttum, fer aldrei í partí, hlusta aldrei á neitt sem neinn segir, og er þar að auki með karlmannsheila.
Hverjir voru það svo sem voru að tala um að kynlíf eldri karla væri ólystugt?
Egill og Ágúst. Og hvað eru þeir?
Karlar.
Sökudólgurinn fundinn og var aldrei týndur.
gerður rósa gunnarsdóttir, 3.11.2007 kl. 23:55
Ég mæli með einfaldleikanum í hverju máli. Þess vegna mæli ég með að orðið staðalímyndarkvennahreyfingarkonur verði framvegis staðalímyndarúltraróttækrakvennahreyfingarkvinnur. Þá getum við auðveldlega rætt málin hratt og fumlaust án þess að vefjast tunga um hvönn. Og munum eitt: Við erum ekki að leita að neinum sökudólgum. Bara dólgum. Karldólgum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.11.2007 kl. 00:10
Hmmm. ég vil bara bæta við að það er einhver Hollywood vírus í hausnum á fólki sem segir að bara ungt fólk sé viti borið.
Ólafur Þórðarson, 4.11.2007 kl. 00:53
Það sem ég átta mig ekki á er að Sigurður Þór virðist annars vegar kannast við þessa fordóma gagnvart kynlöngunum miðaldra karlmanna en hins vegar virðist honum falla illa að við Egill höfum nefnt þá í þættinum.
agustborgthor (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 00:54
Kynhvöt eldri karla einmitt gert hátt undir höfði!
Svona í ljósi þess að allt frá miðaldra til afgamlla karla í bíómyndum er úthlutað bráðgáfuðum, sjarmerandi, kornungum fegurðardísum (sem gætu auðveldlega niðjar þeirra allt niður í þriðja ættlið) - virðist mér sem veröldin líti á svo á að fátt finnist mönnum einmitt viðfelldnara en kynlanganir miðaldra eða eldri manna.
Og sjálfsagt að verða við þeim.
Aldursmunur hjóna eykst í hvert skipti sem karlinn giftir sig. Stundum talað um hjúkkusyndrómið - ekki vont að eiga unga konu til að hjúkra sér í ellinni. Svo eruð þið að kvarta?
Ég skil bara ekki af hverju karlar eru alltaf svona mikil fórnarlömb.
Kolgrima, 4.11.2007 kl. 03:28
Ég held að þarna sé verið að gera Agli e.h. upp,ég kannast vel við þessa umræðu um miðaldra karla,ég man líka eftir því sem unglingur að þá var hún í gangi.Ungar stelpur sem lentu í einhverju flangsi frá þeirra hendi afgreiddu það með vinkonum sínum þá var setningin "kynferðislegt áreiti ekki til" Þetta hefur lifað áfram. Umræðan um gráa fiðringinn kann að ýta undir þetta.Hann er klárlega til hjá báðum kynjum og snýst ekki alltaf um kynlíf held ég.En umræðan er þörf,ekki síst fyrir unga fólkið sem er með ranghugmyndir um aldur........
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 10:46
Merkileg og þörf umræða, ég fór að hugsað út í þetta ( enda sjálfur miðaldra) í mínum huga er áherslu munur á löngunum og þörfum manna og kvenna, sem ég gæti best trúað að við höfum fengið í arf frá löngu horfnum forfeðrum og mæðrum okkar úr dýraríkinu (sem við erum nú mun nær en við viljum viðurkenna)
Mér hefur fundist að kvennakynið leggja sérstaka áherslu á að tryggja stöðuleika og öryggi sitt, stundum með andlegu ofbeldi ekki hvað síst til annarra kvenna. væntanlega til að byggja upp umhverfi í kringum sig sem miðast við að geta komið upp afkvæmi.
Karlkynið hefur mér fundist leggja sérstaka áherslu á að kynlíf (burtséð frá uppeldi þess afkvæmis sem hugsanlega verður til) og löngun um að setja ekki öll eggin í sömu körfuna væntanlega til þess að auka líkur á að afkvæmin verði hraust og komist á legg og þegar þeir eldast heillast þeir að yngri og hraustari konum sem eiga meiri möguleika á að eignast afkvæmi en þær sem komnar eru úr barneign og stundum kemur fyrir að þeir beita líkamlegu ofbeldi til þess eins og fornfeður þeirra.
Í dag lifum við í öruggu þjóðfélagi sem sniðið er að löngunum og þörfum kvenna.
Það getur vel verið að ofanritað er tómt bull og vitleysa en þetta er það sem ég er að velta fyrir mér þessa stundina og læt það flakka
Bogi Jónsson, 4.11.2007 kl. 12:08
Nú vil ég taka fram, ef það skyldi ekki hafa komist til skila, að mér fannst Ágúst Borggþór ekki vera að hnykkja á fordómum heldur þvert á móti andæfa þeim á sinn hátt en Egill fannst mér gera það, það kom svona út hjá honum eins og það væri sjálfsagt mál að fólki fyndist kynlífslanganir miðaldra manna óviðfelldnar. En kannski kom það bara svona út hjá hoinum, aðalatriðið er að hann taldi að slíkir fordómar væru í gangi. Mér finnst ekki vera hægt að rjúka strax út í það að segja bara að karlar upplifi sig sem fórnarlömb, eru konur ekki alltaf að tala um að þær séu órétti beittar, sem þær eru, hvað þær eru mikil fórnarlömb. En hvað verður úr umræðunni um jafnrétti t.d. ef menn hrópa bara: Æ, þið eruð alltaf svo mikil fórnarlömb. Það virðist vera að viðhorfið til kynlífslangana miðaldra manna (en ekki endilega kvenna) sé fordómum blandað og það má alveg ræða það - en samt líka í léttu máli eins og Gerður Rósa.
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.11.2007 kl. 12:16
Ég held svo að grái fiðringurinn sé lífeðlisfræðilegi fyrirbrigði. Kynhvötin fer sínar eigin leiðir, blind og eigngjörn og oft á skakk og skjön við þjóðfélagsleg norm, lögmál siðmenningarinnar, það er eðli kynhvatarinnar að laðast að því sem er ungt og ferskt. Náttúran vill að mannkynið fjölgi sér og besta ráðið er að hafa þetta svona finnst henni. En siðmenningin hefur svo breitt yfir þetta miklar umbúðir sem skapar sífellda togstreinu og árekstra milli fumhvara og krafna þjóðfélagsins.
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.11.2007 kl. 12:30
Fróðleg umræða. Mér finnst það mjög jákvætt þegar karlmenn mótmæla staðalímyndum um sjálfa sig og ætlast til þess að um þá sé fjallað, sem hóp, af sömu virðingu og við konurnar viljum láta fjalla um okkur. Og ekki verra þegar það er gert með hæfilegri blöndu af húmor og alvarleika
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 13:27
Ég er sammála Sigurði og Boga um að það séu ekki kynlífslanganir sem knýja eldri kalla til að vera með yngri konum heldur þörfin fyrir þá að koma sæði sínu fyrir í frjóum jarðvegi.
Þessvegna fá margir þeirra þessa þörf fyrir að finna sér yngri konu þegar þeirra spússa er orðin elliær.
Annars skil ég ekki að það er oft talað um virðulega eldri menn og virðulegar eldri konur en kynlíf þeirra er talið ógeðslegt.
Finnst ykkur ógeðslegt að hugsa um kynlíf hjá t.d. Sean Connery eða Agli Ólafssyni? En hvað um Halldór Ásgrímsson og Halldór Blöndal?
Raben (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 13:50
Það er ekkert sem mælir á móti því að kynhvöt karla hafi í bíómyndum verið gert hátt undir höfði og því að á seinni árum séu haft horn í síðu miðaldra manna í kynferðismálum. Heimurinn er síbreytilegur og margt í gangi samtímis. Þó grái fiðringurinn sé kannski náttúrulegur er það engin afsökun að kunna ekki með hann að fara.
Og nú er ég rokin í Iðnó til að sjá óperuna Die Vershworeren eftir Schubert sem fjallar um kynferðisstríð kynjanna. Hvet ykkur til að fara líka. Tónlistin er frábær og ungir og upprennandi söngnemar sjá um flutninginn.
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.11.2007 kl. 14:24
Ég hlýt að vera ógeðslegur perri því ég hef alltaf verið með yngri mönnum. Sá albesti var 22 árum yngri en ég.
Svava frá Strandbergi , 4.11.2007 kl. 23:08
Svava, ég hélt að þú værir vampýra.
Sigurður Þór Guðjónsson, 5.11.2007 kl. 01:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.