16.11.2007 | 08:36
Skáldlegur dagur íslenskrar tungu
Í Morgunblaðinu í dag lýsa "fjórar kynslóðir" Íslendinga veðrinu í gær með sínum orðum. Þetta er víst eitthvað í sambandi við dag íslenskrar tungu.
Það er eftirtektarvert að allir reyna að lýsa veðrinu á hálfvegis skáldlegan hátt. Af lýsingu þessa fólks er hægt að sjá að veðrið hafi verið "gott" og þykkt og ekki mikill vindur. Að öðru leyti er ekki hægt að gera sér neina grein fyrir því hvernig veðrið var. Ekki er getið um stefnu vindsins, skyggni eða ský og ekki hitastig. Það er aldeilis munur hvort hitinn í veðri eins og var í gær er tvö stig eða þau níu sem voru. Í þessu tilfelli er það hitastigið sem mest segir um það hvers konar veður var í rauninni.
En það má ekki nefna tölur á degi íslenskrar tungu í veðurlýsingum. Það er svo óskáldlegt.
Afleiðingin verður sú að þrátt fyrir mörg orð verða menn engu nær um veðrið sem verið er að lýsa.
Þetta er háttur Íslendinga.
Þó þeir hafi búið í landinu alla sína hundstíð geta þeir yfirleitt ekki lýst veðrinu þannig að menn verði einhvers vísari um það. Allt leysist upp í sjálfhverfum skáldlegheitum.
Dagur Eggertsson borgarstjóri er með bjánalegasta en dæmigerðasta svarið. "Það er alltaf bjart yfir hjá mér", byrjar hann. Hvað segir svona vitleysa um veðrið? "Alltaf sól á Akureyri", - einhver þannig aulaháttur í þessu. Gjörsamlega sneitt öllum veðursans. Í gær var einmitt sérlega dimmt yfir. Svo segir Dagur: "Svo getur skipast veður í lofti og staðan björbreytt eftir hálftíma." No way! Ekki í veðurlagi eins og var í gær. Veðrið var sérlega stöðugt eins og vænta má þegar geiri hlýs lofts er yfir landinu og fer hægt yfir. Hitinn var t.d. næstum því nákvæmlega níu stig í Reykjavík allan liðlangan daginn. En það er íslenskur frasi að tala um breytilegt veður jafnvel þó engra breytinga sé að vænta á þeim degi sem verið er að lýsa. Og stjórnmálamenn geta víst ekki talað í öðru en innantómum frösum.
Æ já, svona eru yfirleitt veðurlýsingar Íslendinga. Tómt bull og kjaftæði. Með engu móti er hægt að gera sér skynsamlega grein fyrir því hvernig veðri þeir eru að lýsa.
Íslendingar eru of bókmenntlega sinnaðir til að geta sagt orð af viti um veðrið. Svo er alltaf líka þessi sama skáldlega þoka í hausnum á þeim.
Er ég annars nokkuð að setja mig á háan hest?!
Meginflokkur: Allt í plati | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 18:58 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Hér í Hafnarfirði rignir lóðrétt í koldimmu stafalogni. Og í tilefni dagsins, þá stakk ég munnmælinum útum eldhúsgluggann og mælirinn góði gefur upp 7,5 stiga hita. Sem sagt, gott...
Ásgeir Kristinn Lárusson, 16.11.2007 kl. 08:48
Það er miklu betra að nota rassmæla á veðrið.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.11.2007 kl. 08:53
Getur ekki verið þannig veður, að það sé ekkert til að gera veður út af, af því það er ekkert veður?
Svava frá Strandbergi , 16.11.2007 kl. 13:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.