Botninn

Ég hef komist að þeirri niðurstöðu, sem ætti reyndar að liggja í augum uppi, að bloggið er botnfall mannlífsins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir


Mikið þykir mér leiðinlegt að heyra það. Ég sem er rétt nýbyrjuð að blogga - og það af hugsjón!

Lára Hanna Einarsdóttir, 17.11.2007 kl. 16:00

2 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Eða mannlífið botnfall bloggsins? Bloggið væri ágætt ef það væri ekki allt þetta fólk að skrifa hérna.

gerður rósa gunnarsdóttir, 17.11.2007 kl. 16:35

3 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Að sjálfsögðu er það rétt Sigurður, þess vegna er ég einn af mörgum bloggurum, sem skrapa botninn .

Þorkell Sigurjónsson, 17.11.2007 kl. 21:01

4 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Ekkert þunglyndi hér upp með húmorinn

Þórdís Bára Hannesdóttir, 17.11.2007 kl. 22:39

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hvað kemur þunglyndi þessu máli við? Auk þess er það mikill misskilningur að þunglyndir hafi ekki húmor. Þeir eru oft einmitt bestu homoristarnir.

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.11.2007 kl. 00:37

6 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Sting hausnum upp úr botnfallinu og ropa. Sjáumst!

Ólafur Þórðarson, 18.11.2007 kl. 00:58

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Er ekki sagt að menn verði að hitta botninn áður en þeir geta risið upp? Ef það er rétt er botninn bráðnauðsynlegur.

Svava frá Strandbergi , 18.11.2007 kl. 02:27

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Hvað leiddi til þessarar niðurstöðu?

Marta B Helgadóttir, 18.11.2007 kl. 03:16

9 identicon

Þeir draga sig saman sem dálíkastir eru Sigurður.  er þetta ekki rétt Guðnýju Svövu ? þeir einir sjá stjörunurnar sem liggja ? ekki slæmt í sjálfu sér.Ég mæli með góðum kaffibolla og smá göngutúr.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 11:57

10 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Er það þannig að "jóarnir og guggurnar" eru botnfall landsins? Fársjúkt fólk umfram ósvífna glæpamenn með einbeittan brotavilja.... Jahérna

Heiða B. Heiðars, 18.11.2007 kl. 12:55

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Líkur sækir líkan heim.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.11.2007 kl. 13:15

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Botnlaust kjaftæði!

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.11.2007 kl. 13:17

13 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það sem vegur þyngst fellur auðvitað til botns, þannig að botnfallið þarf alls ekki að tákna eitthvað neikvætt. Hið léttvæga flýtur upp. Botnfallið er því stundum best. Líka í blogginu.

Annars botna ég ekkert í þessu ágæti húmoristi.

Ágúst H Bjarnason, 18.11.2007 kl. 13:19

14 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Hér geri ég tilraun no2 til að spyrja þig sömu spurningarinnar:

Hvað leiddi til þessarar niðurstöðu?

Komdu með rökstuðning þinn Sigurður, ef hann er e-ð annað en geðvonska.

Marta B Helgadóttir, 18.11.2007 kl. 13:51

15 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hafiði aldrei heyrt talað um stríðni!

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.11.2007 kl. 14:46

16 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Algengt viðhorf meðal almennings er að bloggið sé aðallega vettvangur fyrir fýlupúka til koma sínu innihaldslausa nöldri á framfæri. Þarna færðir þú sönnur á það  - eða hvað?

Marta B Helgadóttir, 18.11.2007 kl. 17:13

17 identicon

Og líka mjög algengt að segjast vera að grínast þegar "eitt og annað klikkar" hjá manni í samskiptum..........en vel að merkja allt er þetta nú mannlegt,gott að lesa að þú ert farin að velta því fyrir þér hvaðan þú komst.Kári kemst að því,ertu nokkuð ættaður úr Eyjum ?

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 17:45

18 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég sagðist ekki vera að grínast heldur að stríða. Hvaða fýla hefur hlaupið í Mörtu sem alltaf hefur verið svo smart so far? En hvað innihald bloggs varðar held ég mér við það fyrirheit sem ég gaf í minni fyrstu bloggfærslu: "Guð gefi mér kæruleysi til að blogga aldrei af yfirlögðu ráði heldur ávallt fullkomlega umhugsunarlaust og út í hött."    

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.11.2007 kl. 18:15

19 identicon

Ertu ættaður úr Eyjum ? Vestmannaeyjum.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 20:37

20 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er ættaður af Snæfellsnesi, Mýrdal, Mosfellssveit, Úhéraði, S-Þingeyjarsýlsu, Þykkvabæ og víðar. Allt í einum graut. Móðurætt mín hafði viðdvöl í Vestmannayyjum en kom úr Mýrdal.   

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.11.2007 kl. 20:55

21 identicon

Einmtt hafi móðir þín heitið Margrét þá erum við skyld úr Mýrdalnum og erum komin af ágætu sóma og gáfufólki.......ágætis fólki,það held ég nú.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 06:58

22 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Móðir mín hét ekki Margrét en var ættuð úr Mýrdal af ágætu sóma og gáfufólki.

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.11.2007 kl. 19:28

23 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þar fyrir Hallgerður getur vel verið að við séum skyld - úr Mýrdalnum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.11.2007 kl. 11:59

24 identicon

Hét móðir þín Sigríður og langamma þín Gyðríður ?

Hallgerður Pétursdótti (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 15:06

25 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ekki hét hún það og ekki hét hún það og gettu betur Hallgerður!  

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.11.2007 kl. 16:39

26 identicon

Upp með hendur gefst upp Sigurður en það mátti reyna.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband