Bloggað af botninum

Ég ætla endilega að láta Íslenska erfðagreiningu komast að því hver er uppruni minn.

Til þess þarf ég ekkert að gera nema reka út úr mér tunguna og borga skitinn sextíu þúsund kall.

Ég tel víst að útkoman eigi eftir að koma öllum á óvart.

Eftir allt saman er ég örugglega ekki kominn af móður minni og því síður föður mínum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mér finnst nauðsynlegt að þú fáir það loksins staðfest að þú sért af þeim kominn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.11.2007 kl. 18:19

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hafiði hugsa út í það að okkur er sagt að við séum komin af þessum og hinum en höfum í raun engar sannarnir fyrir því. En þarna á bak við hjá IE mun víst vera að vita soldið mikið aftur í tímann, hvort maður er t.d. kominn írskum þrælum og ambáttum eða grimmum víkingum eða jafnvel sjálfum hundtyrkjanum.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.11.2007 kl. 18:28

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Við erum öll komin af botnöpum eins og kunnugt er.

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.11.2007 kl. 20:50

4 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum (Íslendingabók hin seinni) hét forfaðir minn einn -Semingur -!!!

Ásgeir Kristinn Lárusson, 18.11.2007 kl. 21:24

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ertu ekki kominn af Arfríkunegrum einhverst staðar aftan úr árdögum, eins og við mannkynið allt ? Negrastrákar fóru á rall ...

Svava frá Strandbergi , 19.11.2007 kl. 00:17

6 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Betra að vera kominn af botnöpum en rassöpum.

Ólafur Þórðarson, 19.11.2007 kl. 01:52

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

En rassálfum??

Svava frá Strandbergi , 19.11.2007 kl. 08:25

8 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Er ekki botninn suður í Borgarfirði??


Afsakið, en ég er víst með ritræpu!

Svava frá Strandbergi , 19.11.2007 kl. 08:27

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég þarf að fara að setja botnloku á þetta kommentakjaftæði.

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.11.2007 kl. 11:19

10 Smámynd: halkatla

áður en þú setur botninn í þetta verð ég að fá að segja nokkur gáfuleg orð um genarannsóknir.... *vandræðaleg þögn*..... úps

halkatla, 19.11.2007 kl. 11:44

11 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Ég skil reyndar ekki hvers vegna þeir geta ekki gefið út þessar upplýsingar um fólk sem er fætt fyrir meira en 300 árum síðan. Upplýsingarnar sem þeir gefa upp eru t.d. upplýsingar sem fást með skoðun á hvatberaerfðaefni, sem erfist í beinan kvenlegg, og Y-litningi, sem erfist í beinan karllegg (en er bara til í körlum, andstætt hvatberunum, sem eru í báðum kynjum). Það ætti að vera frekar einfalt að finna út ýmsar upplýsingar um sameiginlegan forföður eða formóður sem yrðu síðan almenningseign.

Tökum sem dæmi Ragnheiði Eiríksdóttur á Krossi  í Landeyjum (fædd um 1440); fjölmargir núlifandi Íslendingar eru komnir af henni í beinan kvenlegg, t.d. Davíð Oddsson, Bjarni Vestmann, ég og ýmislegt annað vafasamt fólk bæði nærskylt, fjarskylt og óskylt. Það þyrfti því einungis einn af þessu stóra mengi að fá upplýsingarnar um sitt hvatberaerfðaefni (mtDNA) til að allir hinir  gætu notið góðs af því.

Elías Halldór Ágústsson, 19.11.2007 kl. 13:39

12 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Ég er nú hættur að botna í þessu hjá ykkur þar sem allur botn virðist dottinn úr umræðunni.

Þorkell Sigurjónsson, 19.11.2007 kl. 14:14

13 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta er líklega rétt hjá Elíasi. Ég held að ÍE sé aðallega að stíla upp á sjúkdómana en ekki upprunann. En þær upplýsingar sem þeir hafa um fólk hljóta að vera mjög persónugreinanlegar því annars væri ekki hægt að vita hver erfir hvað. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.11.2007 kl. 15:46

14 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, svo er ég auðvitað kominn af Ragnheiði í 15. lið en af ýmsum leggjum!

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.11.2007 kl. 15:51

15 Smámynd: Ásta Björk Solis

Greynilega margir botnleysingar

Ásta Björk Solis, 19.11.2007 kl. 18:10

16 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Velkominn á botninn Ásta Björk!

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.11.2007 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband