Ekki sama hverjir skrifa bréfin

Fréttaskýringarþátturinn Spegillinn í Ríkisútvarpinu hefur undanfarið gert nafnlaust bréf að umtalsefni sem nokkrir læknar skrifuðu og lýsa áhyggjum sínum yfir því að bráðdeild Landsspítalans sé óhæf um að gegna starfi sínu svo vel sé. Sagt er að læknarnir vilji ekki láta nafna sinna getið af ótta við að starfsöryggi þeirra verði þá ógnað

Fyrir skemmstu urðu nokkrir bloggarar æfir vegna bréfs sem var nafnlaust og einhverjir skrifuðu um það að einn yfirlæknir spítalans væri ekki lengur með hreint sakavottorð í skilningi reglna spítalans vegna þess að hann hefur hlotið dóm. Hneykslun bloggaranna beindist eingöngu að nafnleysi bréfsins en þeir véku ekki að efni þess.

Nú spyr ég: Afhverju hneykslast bloggarar ekki á þessu nafnlausa bréfi læknanna um bráðadeildina sem eru þó með alvarlegar ásakanir?

Er skýringin sú að bréfið var skrifað af læknum? Það er þá greinilega ekki sama hverjir bréfin skrifa.

En getur ekki verið að nafnleysingjarnir sem skrifuðu gegn yfirlækninum sem hlotið hefur dóm hafi ekki viljað setja nafn sitt við bréfið af sömu ástæðu og yfirlæknarnir sem gagnrýna bráðadeildina: Að þeir óttist um atvinnuöryggi sitt?

Þessi ótti manna við að láta í ljós gagnrýni undir nafni ætti að vera mönnum áhyggjuefni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Þetta er ekki þunnur þrettándi.

Heyrði brandara í dag eftir Sigurði Nordal. Við hann var víst verið að kvarta um það hversu kennsla í undirstöðuatriðum væri slöpp í skólum landsins, hann sagði að það væri vegna þess að upprunalega merking orðsins undirstaða væri glötuð úr málinu, sú rót væri hins vegar til í sumum öðrum málum okkur skyldum svosem ensku. Orðið væri "understanding"!

María Kristjánsdóttir, 20.11.2007 kl. 00:20

2 Smámynd: Ásta Björk Solis

Takk elskan

Ásta Björk Solis, 20.11.2007 kl. 03:42

3 Smámynd: Ásta Björk Solis

Blandadu mer i bloggaflokkinn thinn eg hef kanske eithvad ad segja.Vilt thu verda vinur minn?

Ásta Björk Solis, 20.11.2007 kl. 03:49

4 identicon

Þetta er athyglivert.Spursmálið er hver ætti að reka fólkið/manninn ?er staða hans önnur sem yfirlæknis ? samanber e.h.í svokölluðum trúnaðarstöfum sem má ekkert láta frá sér fara.Og svo hitt af hverju allur þessi trúnaður t.d.í opinberum störfum,á þetta ekki allt að vera uppi á borðum ? Dæmi þegar fórnalömb hafa rætt um misrétti halda gerendur að sér höndum viljandi ekki fjalla um einstakar persónur,hverjum er verið að þjóna þar ?

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 10:41

5 Smámynd: Júlíus Valsson

Vissar starfsstéttir eru merkilegri en aðrar og sumir eru ákaflega viðkvæmir, sérstaklega fyrir sjálfum sér. Læknar eru ekkert venjulegt fólk. Það þarf að fara mjög gætilega með þá.  

Júlíus Valsson, 20.11.2007 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband