21.11.2007 | 12:57
Hvernig bjargaðist Hannes lóðs?
Einstaka sinnum gerast atburðir í lífi manna sem engir fá skilið og eru þá stundum kallaðir kraftaverk. Slíkt gerðist í lífi Hannesar lóðs í Vestmannaeyjum þegar hann var unglingur. Hannes var lóðs í Vestmannaeyjum í hálfa öld en þar á undan nafntogaður formaður á opnum skipum, lengst 37 vertíðir á Gideon. Hann var fiskisælasti formaður Eyjanna og afburða sjómaður. Hannes fæddist 21. nóvember 1852 en andaðist 1. júlí 1937 á 85. aldursári og hélt öllum andlegum og líkamlegum kröftum. Í Sögum og sögnum úr Vestmannaeyjum eftir Jóhann Gunnar Ólafsson, sem út kom 1938-1939 en var endurútgefin 1966, segir svo frá ótrúlegum atburði í lífi Hannesar eftir sögn hans sjálfs og fleiri heimildum:
Sumar eitt fór hann til lundaveiða í Bjarnarey með fleiri mönnum. Það mun hafa verið árið 1865 og var Hannes þá 13 ára gamall. Dag nokkurn fór hann einsamall með 15 faðma langt lagnet suður á eyjuna og ætlaði að leggja það þar í lundabyggðina. Upp af Hrútaskorunefinu varð honum fótaskortur í brekkunni, og hrapaði hann fram af hamarsbrúninni. Vissi hann það næst af sér, að hann hékk í lausu lofti með höfuðið niður og annan fótinn flæktan í netinu sem í fallinu hafði festst á snös, og var hann úr öklaliðnum á þeim fæti, sem hann hékk á. Með erfiðismunum tókst Hannesi að ná með höndunum í netið og rétta sig við. Í þeim svifum hrökk öklinn aftur í liðinn.
Spölkorn fyrir ofan Hannes, þar sem hann hékk í netinu, var sylla í berginu. Þangað tókst honum að lesa sig upp netið en af syllunni sýndist honum ókleift standberg á alla vegu, og slútti það fram yfir sig víðast hvar. Syðst á syllunni var krókur inn í bergið, og virtist honum líklegast þar til uppgöngu. Hann vissi, að árangurslaust var að kalla á hjálp, því að félagar hans voru allir fjarri. Mjakaði hann sér suður hilluna, með því að hoppa á öðrum fæti og styðja sig við bergið með hendinni. En þegar hann kom í krókinn syðst á hillunni, sá hann að bergið var einnig ókleift þar. Varð honum nú ekki um sel, og sagðist muna það síðast eftir sér þarna á hillunni, að hann hefði haft það eitt í huganum: Hér verð ég að komast upp." Hugur hann hafi verið fullur af þessu einu, og þá missti hann meðvitundina. Vissi hann síðan ekki af sér fyrri en uppi í grösum á eynni, langt frá brúninni, og var hann þá lamaður og ósjálfbjarga. Þar fundu félagar hans hann nokkru síðar.
Hann vissi aldrei með hverjum hætti hann hafði farið upp, og eru menn í engum vafa um, að björgun hans hefur farið fram með aðstoð einhverra dularafla eða verndarvætta. Magnús Guðmundsson, bóndi á Vesturhúsum, tengdasonur Hannesar, athugaði nákvæmlega alla staðhætti þarma, og fullyrðir hann, að uppganga af syllunni sé algerlega óhugsandi og ómöguleg á venjulegan hátt, enda þótt fimasti fjallamaður ætti í hlut, hvað þá lamaður 13 vetra drengur. Þar sem hann hrapaði heita síðan Hannesarstaðir.
Eftir áfall þetta lá Hannes rúmfastur nær eitt ár og var búizt við, að hann yrði örkumlamaður alla ævi. Reyndin varð önnur. Náði hann fullri heilsu, en varð upp frá þessu svo sjálfhentur, að hann átti erfitt með að drekka úr kaffibolla. Og nafn sitt skrifaði hann þannig, að hann lá ofan á handleggnum á meðan. Þrátt fyrir skjálftann var Hannes góð skytta og skaut fugl á flugi, og hæfði vel. Lék hann þetta fram á gamals aldur, en skjót handtök hafði hann við, því að ekki tjáði að tefja lengi við miðanir." (1966, bls. 205-6).
(Á myndinni hér að ofan er Bjarnarey til hægri). Þetta er merkileg frásögn. Hannes var auðvitað alþekktur í Vestmannaeyjum og fór það ekki framhjá neinum hvað hann var skjálfhentur. Frásögnin öll og sú staðreynd að Hannes var skjálfhentur og hin árslanga sjúkralega eftir atburðinn ber með sér að gangan upp bergið hefur verið honum andlega og líkamlega geysileg þolraun sem hann á vissan hátt beið aldrei bætur. En hann hefur verið andlega sterkur. Mér sýnist samt ljóst að hann hefur verið skelfingu lostinn en jafnframt haldinn ótrúlegum lífsvilja og þori sem hefur gefið honum afl og lagni til að klifra upp bergið en kannski eins og í hálfgerðri leiðslu eða jafnvel svefni, að því er virðist. Ég spurði einu sinni sálfræðing um útskýringar á þessu atviki en hann hafði aldrei heyrt söguna og hafði takmarkaðan áhuga á henni og varð fátt um svör. Þetta er reyndar erfitt að skýra en samt ekki óhugsandi. Ekki er hægt að taka alvarlega þá skýringu að dularöfl eða verndarvættir hafi hjálpað Hannesi upp bergið. Hann komst auðvitað upp af eigin rammleik. En hvernig og af hvaða líkamlegu ástæðum varð hann svona skjálfhentur það sem eftir var ævinnar?
Meginflokkur: Mannlífið | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 18:57 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Ótrúleg saga þetta,Eyjamenn eru seigir ! myndin sem fylgir af Eyjunum er merkileg að því leiti að nú er þetta landslag horfið.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 13:19
Athyglisverð frásögn og fróðleg. Ég veðja á dularöfl og/eða verndarvætti.
Lára Hanna Einarsdóttir, 21.11.2007 kl. 14:01
Mér finnst skjálftinn mæla gegn dularöflum. Hann sýnir einmitt að Hannes hefur reynt afskaplega mikið á líkamann og sálina. Krafturinn kom innan frá en ekki utan að virðist mér. En nú hafa vel á fimmta hunrað komið inn á síðuna í dag og eflaust eiga margir eftir að koma og einhver ætti nú að geta sagt eitthvað um hugsanlegar skýringar.
Sigurður Þór Guðjónsson, 21.11.2007 kl. 18:07
Takk fyrir pistilinn, Sigurður - ekki verra, að Suðurland skjálfi á afmælisdegi Hannesar lóðs...
Ásgeir Kristinn Lárusson, 21.11.2007 kl. 18:45
Sæll og blessaður
Mér þykir sagan mjög athyglisverð. Hef ákaflega gaman af svona sögum. Ég tek undir með þér, hann hefur gert þetta sjálfur. Krafturinn sem býr í ungri manneskju sem neitar að gefast upp er ekkert lítilræði. Kannski er skýringin sú að hann hafi ekki gert sér grein fyrir því að þetta væri ekki mögulegt og þessvegna hafi hann getað þetta .
Ég hef heyrt einhverstaðar sögur af fólki sem vann þrekvirki og hafi síðan verið nær dauða en lífi í langan tíma því það virðist hafa klárað batteríið ef svo má segja.
Steinar Kjartans (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 22:00
Ég er nú alveg nógu jarðbundin, en á þeim sviðum sem ég er það ekki stíga fram skynsamir, mér jarðbundnari menn. En ég er vön þessu og kippi mér ekki svo mjög upp við það og held mínu striki.
En sagan er feykilega góð engu að síður, hvernig svo sem Hannes komst upp.
Lára Hanna Einarsdóttir, 21.11.2007 kl. 22:43
Þetta er merkileg frásögn Sigurður. Ég man eftir því að hafa heyrt af Hannesi þegar ég dvaldi í Vestmannaeyjum sem strákur.
Mér kemur til hugar Guðlaugur Friðþórsson og hans mikla afrek þegar hann synti yfir ólgandi úthaf í margar klukkustundir og klöngraðist svo yfir hraunið. Ég fyllist alltaf lotningu þegar ég hugsa um þennan atburð.
Egill Helgason (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 23:34
Já, það eru líkindi með þessum atburðum og ég ætlaði að minnast á þau þegar ég var að skrifa færsluna en mundi þá ómögulega nafnið á Guðlaugi! En sumt er ólíkt. Guðlaugur var fullorðinn en Hannes barn. Guðlaugur hafði meðvitund og minni allan tímann en ekki Hannes og - síðast en ekki síst - Guðlaugur rannsakaður og afrek hans skýrt á skynsamlegan og raunhæfan hátt. Á sama hátt er líkast til einhver skýring á bjargklifi Hannesar önnur en dulræn öfl.
Sigurður Þór Guðjónsson, 22.11.2007 kl. 00:06
Þetta er merkileg saga. Ég held líka að Hannes hafi komist upp af eigin rammleik, svipað og Guðlaugur sem synti sex kílómetra í ísköldum sjónum. En mig rámar í aðra merkilega sögu. Ég held að ég fari með rétt mál varðandi það að Viktor Sigurjónsson, Vitti frændi í Eyjum hafi hvolft bíl, með Þorkel bróður sinn þá ungan að aldri innanborðs. Vitti komst út úr bílnum, en Keli var annað hvort inni í bílnum eða undir honum, ég man ekki söguna rétt. En Vitti frændi lyfti upp bílnum aleinn og bjargaði bróður sínum. Keli frændi, leiðréttir mig ef þetta er vitlaust eftir haft.
Svava frá Strandbergi , 22.11.2007 kl. 01:51
Sæl verið þið öll. Söguna af honum Hannesi heyrði ég fyrst frá föður mínum, þá er ég var lítill drengur og fannst mér mikið til koma. Faðir minn hafði þá skoðun, að Hannes hafi komist þetta af eigin rammleik. Skjálftinn mikli sem hann var með alla ævi, hafi verið afleiðing þeirrar geysi-miklu orku sem fór í að komast upp á bjargbrúnina. - Sagan um hann Viktor já. Komum á mikilli ferð ofan úr flugvelli á blöðru Skóda sem kallaðir voru á móts við Lukku sprakk að aftan og bíllinn fór margar veltur út á tún og stöðvaðist á hliðinni. Viktor skreið út ómeiddur og sá mig ekki, svo hann gerði sér lítið fyrir og velti Skódanum yfir á hjólin, en þyngd hans var rúmlega eitt tonn og eitt hundrað kíló. Ég var ekki undir bílnum, en lá rotaður í vegkantinum. Hafði skutlast strax út úr bílnum, sat afturí honum og hurðin opnast og þannig skutlast út. Ég fékk hnefa stóra kúlu á hausinn og vaknaði á sjúkrahúsinu og mamma mér við hlið og það fyrsta sem ég sagði var, að ég væri svo svangur, að ég gæti étið heilan hest og þá gat mamma ekki varist því að hlæja, sennilega af feginleik yfir að ég var vaknaður úr rotinu og biðja um hvorki minna en heilan hest til að borða. Þannig var nú sagan sú, krakkar mínir.
Þorkell Sigurjónsson, 22.11.2007 kl. 11:50
Líklega hefur Hannes verið orðinn fimur í klettum áður en þessi atburður gerðist og því engan veginn óvanur. Einn maður nefndi við mig að hann hefði hæglega getað hafa dottið og marist á heila eftir að hann kom upp og því bæði orðið ósjálfbjarga og minnislaus um atvikið.
Sigurður Þór Guðjónsson, 23.11.2007 kl. 11:39
Um þetta atvik þyrftum við að fá leikna heimildarmynd! Takk fyrir. kv. B
Baldur Kristjánsson, 25.11.2007 kl. 10:35
Það væri a.m.k. fróðlegt að sjá á mynd allar aðstæður á Hannesarstöðum og kannski lagt mat á þær af til þess hæfum mönnum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 25.11.2007 kl. 11:03
Hér langar mig til að skjóta einu að sem man allt í einu eftir: Ögmundur Ögmundsson frá Landakoti í Vestmannaeyjum, langafi minn, réri með Hannesi á Gideon alla hans formannstíð. Þetta voru engir smáræðis kallar.
Sigurður Þór Guðjónsson, 25.11.2007 kl. 11:07
Og það sem meira er, að hann var einnig langafi minn. Blessaður karlinn var lítið fyrir að skipta um skip, þar sem hann Ögmundur réri í 38 vertíðir á Gideon og sat ávallt við sama keipinn.
Þorkell Sigurjónsson, 25.11.2007 kl. 16:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.