Í fátækralandi

Í Kiljunni um daginn sagði Egill Helgason einu sinni Í fátækralandi í staðinn fyrir Í fátæktarlandi þegar hann talaði um bókina hans Péturs Gunnarssonar um Þórberg.

Í menningarþættinum Víðsjá í gær kynntu þáttastjórnendur bókina sem Í fátækralandi. Konan sem fjallaði um hana tönnlaðist síðan alltaf á Í fátækralandi.

Ég held að þetta nafn muni festast við bókina - Í fátækralandi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég er ekki enn búin að kaupa hana- sé ég verð að drífa í því um helgina.

María Kristjánsdóttir, 8.12.2007 kl. 00:19

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Í guðsbænum ekki kaupa hana og ekki lesa hana.   

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.12.2007 kl. 00:26

3 identicon

Hvað var/er Ísland annað en fátækraland?

stella (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 02:09

4 Smámynd: Sigríður Gunnarsdóttir

Læt þessi varnaðarorð sem vind um eyru þjóta og er byrjuð á ÞÞ í fátæktarlandi. Byrjunin lofar góðu.

Sigríður Gunnarsdóttir, 8.12.2007 kl. 14:28

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Eigi veldur sá sem varar!

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.12.2007 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband