Að vera dauður í viku

Já, nú koma systur mínar, sem komu til mín í gær, ekki í heimsókn á næstunni. Og ég ekki til þeirra. Það er heldur ekkert víst að við tölum saman í síma fyrir jól. Þó ég eigi góða vini sem ég hitti eða tala við reglulega getur hæglega liðið vika á milli og meira en það.

Það að enginn vitji mín eða ég þeirra í viku er allaf að gerast.

En ef ég hefði nú dottið dauður niður um leið og systur mínar fóru út úr dyrunum yrði ég örugglega ansi rotinn þegar einhver færi að pæla í því hvað eiginlega hefði orðið um mig. Svo myndi ég finnast eftir hálfan mánuð eða þrjár vikur svona líka steindauður. Það þyrfti ekki að sýna að ég hefði verið svo einn og yfirgefinn að ástæða væri til að væla yfir því. Það væri bara tilviljun.

Þegar við búum í jafn miklu fjölmenni og við gerum í Reykjavík er eiginlega óhjákvæmilegt að það gerist annað slagið að maður finnist vikudauður á heimili sínu. Það er ekkert til að gera veður út af. Þar fyrir getur vel verið að til sé einmana fólk. Margir eru reyndar einmana þó fullt af fólki sé í kringum þá. Ástæður einmanaleika eru ekki í sjálfu sér einvera. Og sá sem getur ekki verið einn með sjálfum sér er verri en dauður.

Ekkert er eins ógeðslegt eins og innantómt væmnishjal um skort á kærleika og samkennd í þjóðfélaginu þegar uppvíst verður um það að einhver finnist dáinn án þess að hafa haft fyrir því að tilkynna það.

Íslenskt samfélag hefur aldrei verið jafn gott og mannúðlegt eins og núna. Var það betra á dögum niðursetninganna?

Tilviljanir mannlífsins eru samar við sig eftir sem áður.

En hvað yrði nú samt um aumingja Mala ef ég dytti í þessum skrifuðu orðum dauður niður?    

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Slappaðu af Siggi minn!
Við sjáum það strax ef þú hættir að rífa kjaft á Blogginu!

Júlíus Valsson, 10.12.2007 kl. 01:09

2 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Spurning um að útbúa flóttaleið fyrir Mala, svo hann geti haldið jól og áramót í Kattholti

Ásgeir Kristinn Lárusson, 10.12.2007 kl. 08:47

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Júlli minn, hver ætti að segja ykkur sannleikann ef ég hrykki sanrlega upp af?  

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.12.2007 kl. 09:03

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mali hefði nú nóg að éta í nokkrar vikur ef ég væri hér að væflast steindauður. En ekki væri það reyndar krásir.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.12.2007 kl. 09:06

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Í kjafti Mala væru það ugglaust krásir -- og honum væri saman hvaðan gott kemur. Og meðan það entist myndi hann minnast vinar í stað.

Sigurður Hreiðar, 10.12.2007 kl. 14:04

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég hef einmitt verið að pæla í því hvort Tító og Gosi myndu éta líkið af mér ef ég hrykku uppaf og finndist ekki strax. Ég vona að þeir grípi til þess ráðs til þess að lifa af, þar til þeim væri bjargað.
Er nokkuð betra  til en að geta verið lífgjafi einhvers sem manni þykir vænt um, þegar maður er dauður?

Svava frá Strandbergi , 10.12.2007 kl. 15:10

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég held að þeir muni fúlsa við þér Svava mín!

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.12.2007 kl. 15:47

8 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Svava frá Strandbergi , 10.12.2007 kl. 17:19

9 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Siggi, af hverju tókstu athugasemdina út, sem ég var að svara svona pent?

Svava frá Strandbergi , 10.12.2007 kl. 17:22

10 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það er ljósgeisli í skammdegismyrkrinu að líta hingað inn og lesa þessar fjörlegu umræður! Haltu endilega áfram að rífa kjaft og segja okkur sannleikann, Siggi. Megirðu aldrei uppétinn verða.

Lára Hanna Einarsdóttir, 10.12.2007 kl. 17:26

11 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég hélt að þú yrðir svo móðguð Svava að þú litir aldrei til mín meira.  En ókei, ég læt athugasemdina inn aftur. Mali er einstaklega matvandur.

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.12.2007 kl. 18:36

12 Smámynd: Fríða Eyland

Katta fólk snar ruglað

Flott og nauðsynleg hugleiðing hjá þér, nú er rigning til hamingju !

Fríða Eyland, 10.12.2007 kl. 23:09

13 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Sælir Sigurður og þið hin.

Sigurður, lestu kvæðið "Á afmæli kattarins" eftir Jón Helgason ef þú hefur ekki þegar gert það. Bráðgott

Jón Bragi Sigurðsson, 11.12.2007 kl. 09:48

14 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Þú svaraðir því sjálfur, sem ég ætlaði að svara; að Mali myndi éta þig. Ég sé af svörum þínum og Svövu að þessi hugmynd er ekki ný af nálinni hjá þeim sem ala villidýr sér við brjóst. Ég hef oft leitt hugann að því sama; ef ég dytti dauð niður hvort dýrin myndu ekki fljótlega éta mig. Því ég er ekki eins vel stödd og þú, að mín sé vitjað kannski vikulega, það myndu líða mánuðir, jafnvel ár, áður en nokkur færi að hafa áhyggjur af mér :) Og það kæmi ekki einu sinni nálykt til að trufla nágrannana; dýrin sæju um það.

En það sem ég ætlað að segja var að þú í þínum vanholdum dygðir kettinum nú ekki nema í örfáa daga í mesta lagi - stórsteik yrðirðu aldrei. Restina ætlaði ég ekki að segja.

gerður rósa gunnarsdóttir, 11.12.2007 kl. 22:31

15 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Bráðum kemur nú skessan að líta inn til þín.

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.12.2007 kl. 22:34

16 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hurðu Gerður Rósa: Ef þú deyrð og Spotti og hin dýrin éta þig upp til aga á nokkrum dögum, beinin og allt, yrðir kannski bara álitið að þú hefðir horfið og þú yrðir kannski eftirlýst út um allt.   

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.12.2007 kl. 00:20

17 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, og Gerður: Ég held að þú yrðir alveg dýrleg máltíð.

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.12.2007 kl. 01:41

18 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Spurning hvort þeim tækist að vinna á lærleggjunum. En heyrðu! Ég var að fatta að það myndi samt aldrei líða nema mánuður þangað til það færi einhver að huga að dýrunum (sem er í rauninni það eina sem skiptir máli í þessari umræðu); leigusalinn myndi náttúrlega vilja fá leiguna sína, og ég borga alltaf á réttum tíma.
Niðurstaðan af þessum pælingum er því sú að halda sér það vel í holdum að það dugi öllum heimilisdýrunum í 1 mánuð.
Interpól má alveg dunda sér við að leita að mér út um allan heim ef þeir vilja - bara gaman að hafa mynd af sér hangandi út um allan heim. Everyone wants to be ´wanted´, right?

gerður rósa gunnarsdóttir, 12.12.2007 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband