Rauđ jól eđa hvít

Um daginn sagđi Einar Sveinbjörnsson ađ helmingslíkur vćru á hvítum jólum en tók spurninguna hćfilega alvarlega svo löngu fyrir jólin. Í Fréttablađinu var Siggi stormur ađ spá rauđum jólum og stökk ekki bros. 

En Siggi sanasól, hverju spáir hann um jólin?

Hann spáir hvítum jólum. Á ađfangadagskvöld verđur blindöskubylur og vestanfárviđri eins og var áriđ 1957. Verđur ţá engum manni fćrt út úr húsi. Á jóladag verđur kolófćrt um allan bć, bćđi mönnum og bílum, og rafmagnslaust alls stađar.

Já, er ţađ ekki ţetta sem fólk vill? Hvít jól.

Ţađ er sem sagt ekki gefiđ ef snjóar ađ ţađ verđi bara í "fallegum" jólakortastíl.

Mér finnst annars stór undarleg ţessi árátta manna fyrir hver jól ađ spyrja eins og rellnir krakkar: Verđa jólin hvít eđa rauđ? Og ţá er allaf undirliggjandi frekja um ţađ ađ jólin verđi drifhvít.  

Afhverju vilja menn ţađ endilega? Á ţađ ađ vera hátíđlegra? Jólalegra? Eftir hvađa stađli? Jólakortakitschstađli eđa Hollywood white christmasvađli?

Menn eru ađ tala um ađ gróđurhúsaáhrifin valdi nú alltaf rauđum jólum. En ţađ er samt ekki lengra en í fyrra ađ jörđ var alhvít í Reykjavík á jóladagsmorgun - reyndar öllum ađ óvörum. Ţađ var auđ jörđ á ađfangadagskvöld og snjórinn var aftur horfinn á jóladag og autt var líka á öđrum í jólum.

Síđustu almennilegu hvítu jól í Reykjavík voru áriđ 2003. Ţađ er sem sagt ekki ár og öld síđan.

Jólin 2000 og 2001 voru eldrauđ. Áriđ 1999 var gamall klaki og skaflar en 1998 voru hvít jól. Ţar á undan voru rauđ jól í tvö ár en öll jólin frá 1990-1995 voru mjallahvít.  Ţađ var víst gullöld jólanna í hugum margra. Allt glimmerhvítt og steindautt eins og á lágkúrulegasta jólakorti!

Talandi um gróurhúsaáhrifin. Ekki er alveg ljóst hvađa jól voru hvít og hver rauđ á fjórđa og fimmta áratugnum en örgugglega voru ţá a.m.k. tólf jól eldrauđ. Ţá var árgćska í landi og engum datt í hug ađ óska eftir hvítum jólum. Enda White Crhistmas ekki enn orđiđ alheims húsgangur.

Nú, en gott fólk og vont fólk , takiđ gleđi ykkar óstjórnlega. Hann Siggi sanasól spáir aftaka stórhríđ og manndrápsveđri á ađfangadag og svo miklu fannfergi á jóladag ađ elstu menn og vel ţađ muna ekki annađ eins. Ţá verđa allir ađ hanga heima yfir sínu hangikjeti og ţađ verđur bara gott á ţá.

Hvít jól ofar öllu. 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

En á Akureyri, verđur líka brjálađ veđur ţar...

Mér er svo sem slétt sama hvort jólin verđa rauđ eđa hvít, svo framarlega sem verđur flugfćrt dagana fyrir jól og ég komist á leiđarenda...

Annars fékk ég svona flass back ţegar ég las fćrsluna og upp rifjuđust ljúfar bernskuminningar tengdar sanasól......hvađ varđ eiginlega um ţennan ágćta sykurlöđrandi vítamíndrykk, er hann til ennţá?

Auđur H Ingólfsdóttir (IP-tala skráđ) 11.12.2007 kl. 19:10

2 Smámynd: Ásta Björk Solis

Her thar sem eg by hefur aldrey snjoad a jolunum,svo eg hef ekki sed jolasnjo sidan eg bjo i Alaska og Ohio fyrir 15-18,arum sem er nu i lagi min vegna.Thad er bara gaman thegar snjoar her sem er ekki oft en yngri krakkarnir serstaklega sonurinn hefur gaman af thvi.

Ásta Björk Solis, 11.12.2007 kl. 19:19

3 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Ég hef líka mikinn áhuga á ţessari sanasól sem Tóta pönk hefur klínt á mig sem viđurnefni, áreiđanlega vegna ţess ađ ég er jafn dísćtur og sanasólin var!

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 11.12.2007 kl. 19:41

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ef spá Sigga sanasól gengur eftir veit ég um mann sem verđur alsćll. Fyrir löngu lýsti hann ţví yfir ađ hann upplifđi enga jólastemmningu betri en ţá, ađ ţurfa ađ klofa snjóskafla, hálkuspóla og berjast gegn stórhríđinni ţegar hann fćri um ađ dreifa jólagjöfunum á ađfangadag.

En hann er kannski löngu búinn ađ skipta um skođun.

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.12.2007 kl. 20:11

5 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Hvađa helvítis hálfviti getur ţetta hafa veriđ?

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 11.12.2007 kl. 20:14

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Segi ţađ ekki, en ţađ varst ekki ţú. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.12.2007 kl. 20:23

7 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Köld jól og hvít kćmu mér ekki á óvart. Fannfergi og stórhríđ er annars ágćtis jólaveđur, allavega skárra en rigning ofaná klaka.

Emil Hannes Valgeirsson, 11.12.2007 kl. 22:45

8 Smámynd: Brjánn Guđjónsson

Jólin í stofunni minni verđa jafn rauđ og alltaf. Vonandi ađ ţau verđi eins úti fyrir.

Snjórinn er uppfinning andskotans, tel ég.

Brjánn Guđjónsson, 12.12.2007 kl. 00:19

9 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Ja, hvur skollinn!

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 12.12.2007 kl. 00:22

10 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Helst af öllu vildi ég halda jól ein međ köttunum mínum í kofa upp til fjalla fjarri mannabyggđum. Ţar myndi ég óska ţess ađ kćmi svo mikill bylur ađ ekki sći út úr augunum og ađ ég snjóađi ţar bókstaflega inni á bólakaf. Enginn mađur myndi geta komist til mín nema á sérútbúnum snjóbílum. Ekkert sjónvarp mćtti vera ţar, en útvarp vildi ég hafa og arinn og svo auđvitađ heitt kakó.

Svava frá Strandbergi , 12.12.2007 kl. 00:46

11 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Ć, mig langar allt í einu svo í heitt kakó!

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 12.12.2007 kl. 00:53

12 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Ég hef alltaf kunnađ ţetta og komiđi bara hve nćr sem er!  

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 12.12.2007 kl. 15:11

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband