Óska jólaveðrið er núna

Á hádegi var næstum því logn í Reykjavík, léttskýjað og fjögra stiga hiti. Þessu líkt er veðrið um allt land en sums staðar allt upp í 9 stiga hiti. Í gær var líka hið besta veður í borginni, þurrt og 9 stiga hiti og vindur ekki til neinna vandræða. 

Nú ættu þeir að nöldra svolítið meira yfir veðrinu sem hafa haft allt á hornum sér undanfarið vegna veðurlagsins. Þeir tala um að sífellt sé "rok og rigning" en gleyma alltaf góðu dögunum sem hafa verið inni á milli. Og nú verður besta veður fram að Þorláksmessu en þá mun það spillast og líklegt er að verði hvít jól víða. Reyndar er þá að rætast spáin um jólaveðrið sem ég setti hér fram um daginn að vísu með nokkrum ýkjum. En nú fá menn víst það sem þeir vilja: Snjó og ófærð, kulda og vetrarveður.

Hvít jól.

Þá vil ég nú heldur hafa jólaveðrið nákvæmlega eins og það er núna. Sól og blíðu! 

Það væri óska jólaveðrið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Til hamingju með jólin Sigurður, hvít eða rauð. Við þekkjumst ekkert persónulega, en ég veit hver þú ert og hef fylgst með þér, alveg frá því að þú gafst út Truntusólina forðum.

Vænar heilsur

Jón Bragi frá Strandasýslu

Jón Bragi Sigurðsson, 22.12.2007 kl. 00:00

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

svo sammála þér Sigurður. ég skil ekki hvernig fólk getur óskað sér svona rudda yfir jólin, frekar en á öðrum tíma. líklegast einhver jólakortamyndarómantík í gangi.

þá kýs ég heldur rigninguna og hlýindin, en þennan hroðbjóð.

Brjánn Guðjónsson, 22.12.2007 kl. 01:29

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Nú er jörð hvít, Siggi, hér uppi í Breiðholt og í Grafarvoginum líka, en ég var að koma þaðan frá Erlu og Garðari. Mér finnst þetta flott svona, smá snjóföl, en ekki meira.

Svava frá Strandbergi , 22.12.2007 kl. 17:44

4 Smámynd: Ásta Björk Solis

Her er 9,stig med nordanatt svo eg aetla sko ad halda mer inni fram a vor held eg.Gledileg jol og nytt ar til thin.

Ásta Björk Solis, 22.12.2007 kl. 19:43

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Gleðileg jól Sigurður og takk fyrir skemmtilega pistla.

Ágúst H Bjarnason, 22.12.2007 kl. 22:40

6 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég óska þér og Mala gleðilegra jóla og óskaveðursins!

María Kristjánsdóttir, 23.12.2007 kl. 09:17

7 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

  Sækjum í okkur veðrið á nýju ári...Gleðijól og hlákukveðjur!

Ásgeir Kristinn Lárusson, 23.12.2007 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband