27.12.2007 | 17:04
Óðs manns æði
Ég hef sömu andstyggð á morðum eins og hver annar. Og ég get ómögulega séð að einhver manneskja sé meira virði en önnur. Við morðið á Benazir Bhutto má alveg muna eftir því að um það bil tuttugu aðrir létust í tilræðinu gegn henni og margir aðrir verða líklega örkumlamenn það sem þeir eiga eftir ólifað. Forseti Íslands hefur nú vottað fjölskyldu Bhutto samúð sína í yfirlýsingu en minnist ekki á aðra sem létu lífið, hvað þá að hann hafi fyrir því að votta ættingjum þeirra samúð sína. Það fólk skiptir engu máli í augum þjóðhöfðingjans. Bara aðrir þjóðhöfðingjar, núverandi og fyrrverandi.
Fyrir ekki löngu síðan dóu 150 manns í sprengingu sem sagt var að hafi verið ætluð Benazir Bhutto. Hvergi hefur komið fram að hún hafi harmað örlög þessa fólks einu orði. Hún var fyrst og fremst valdasjúk kona sem var óvinsæl heima fyrir vegna spillingar og ráðríkis. Og ég tek undir orð Jóhönnu Kristjónsdóttur um það að heimkoma hennar var ekki heppileg enda hefur hún kostað mörg saklaus mannslíf. Hún var beinlínis óðs manns æði eins og nú hefur komið á daginn.
Svo er eins og enginn hafi dáið nema hún. Þessi höfðingjadýrkun i heiminum er beinlínis ógeðsleg.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Satt segir þú frændi vor. Ávallt kemur mér í hug, styrjaldir sem vinir okkar og verndarar háðu fyrir heimsfriðinn eins og Víetnamstríðið svo kallaða, svo eitthvað sé nefnt, en þar fórust daglega hundruð manna og þegar upp var staðið mörg hundruð þúsunda manneskja, en það fór ansi lítið fyrir fréttum og litlum tilfinninga hita í skrifum af þeim atburðum. Til samanburðar muna flestir eftir Tvíburaturnaeyðingunni og öllu fjölmiðlafárinu og miklum tilfinningum í kringum það. Það var svo sannarlega sorglegt allt saman, en umfjöllunin var slík, að allt það efni sem samið var um þá atburði, hefði sjálfsagt fyllt mörg herbergi. Þannig , að það virðist oft fara eftir því, hversu hátt menn standa í þjóðfélaginu og hvert þjóðernið er, svo og virðist manni litarháttur manna koma þar mjög við sögu.
Þorkell Sigurjónsson, 27.12.2007 kl. 18:26
Það er nú bara einu sinni þannig að einn myrtur íslendingur vegur jafn þungt í fréttum hér á landi og sirka 5 norðurlandabúar eða 8 Bandaríkjamenn eða 10 bretar eða 20 spánverjar eða 40 japanir eða 80 rússar eða 500 kínverjar eða 1000 Pakistanar ... svo ekki sé talað um íraka. Annars er stöðugt verið að myrða fólk útum allan heim og ómögulegt að gera því öllu skil, sumir eru hinsvegar meiri lykilpersónur en aðrir og morð á þeim getur haft áhrif á gang sögunnar. Munum bara eftir Franz Ferdinand.
Emil Hannes Valgeirsson, 27.12.2007 kl. 20:02
Ef þeir sem veljast til forystu í landsstjórn eða stjórnmálaflokki eru myrtir er það að sínu leyti mun alvarlegra mál, en ef einhver er myrtur af persónulegum ástæðum, eða hermaður fellur í valinn í stríði.
Ef við völd er harðstjóri sem lætur taka af lífi pólitíska andstæðinga sína, hvað þýðir það fyrir lýðræðið í landinu? Það þýðir að enginn vill gefa sig upp til að bjóða þjóð sinna annan valkost í kosningum, til dæmis.
Þess vegna er morð stjórnmálamanns eða þjóðarleiðtoga bein árás á frelsi allra og bein atlaga að lýðræðinu.
Það er siðvenja meðal þjóðarleiðtoga að senda þjóðum annarra ríkja samúðarskeyti þegar þjóðhöfðingjar og forystumenn falla frá. ég býst við að forseta Íslands hafi fundist þessi dauðdagi svo sviplegur að jafna mætti til þess sem hér er nefnt. Ég get ekki verið ósammála því mati.
Jón Halldór Guðmundsson, 28.12.2007 kl. 00:21
Honum hefði ekki munað um að nefna svo mikið sem að aðrið hefðu dáið.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.12.2007 kl. 01:04
þegar þú orðar þetta svona....svo satt að það er fáránlegt.
kannski lést þarna mikill stjórnmálaforingi, en líklega létust þarna líka afburða kennarar, stætóbílstjórar, framkvæmdastjórar, uppalendur, feður, mæður, systur, bræður, dætur og synir.
Brjánn Guðjónsson, 28.12.2007 kl. 01:05
Mér finnst það svo ofrausn að gera Bhutto að píslarvotti fyrir frelsi og lýðræði þó hún hafi fallið á þenna hátt. Vek athygli á þessari bloggfærslu Andrésar Magnússonar.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.12.2007 kl. 09:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.