Hranaleg tilmæli

Í guðana bænum fariði svo að taka niður jólaljósin eins og skot þegar þrettándanum er lokið. Ekki láta þau loga fram á vor. Það er andlegur subbuskapur, óklárleiki á réttum kategóríum í lífinu, að vera að halda upp á hátíðarljós löngu eftir að hátíðin er búin. Það er svona álíka hallærislegt og að vera með blöðrur og blása í 17. júní ýlur fram að verslunarmannahelgi eða kveikja í áramótabrennu á jafndægrum. 

Er nokkur sem vill mótmæla því? Er nokkur sem heldur að myrkrið verði eitthvað minna þó þessi úreltu ljós logi áfram? 

Þau eru þá bara villuljós.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þið gerið mig bara æstari! Niður með jólaljósin!!

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.1.2008 kl. 20:42

2 identicon

Hahahahahaha - svona álíka að láta fara í taugarnar á sér að menn bjóði góðan daginn eftir kl 18 á kvöldin.  Það er víst lítið við þessu að gera. 

Guðmundur (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 20:45

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég þoli einmitt ekki þegar menn bjóða góðan daginn eftir kl. 18 á kvöldin!

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.1.2008 kl. 20:59

4 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég tek ekkert niður jólaljósin, ég setti þau svo seint upp að ég ætla að hafa þau út allan janúar. Jólaseríur í skammdeginu eru svo fallegar!

María Kristjánsdóttir, 6.1.2008 kl. 21:02

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þið gerið mig að seríukiller í skammdeginu ef þetta heldur áfram!

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.1.2008 kl. 21:09

6 identicon

Hahahaha - þessi var góður!

Guðmundur (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 21:11

7 identicon

Menn eins og þú eru kallaðir karlfauskar í mínu umdæmi þ.e.a.s geðvondur, skapstyggur og fúllyndur með allt á hornum sér.

Óskar Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 21:54

8 Smámynd: Svava frá Strandbergi

 Þú verður þekktur undir nafninu , jólaseríumorðinginn.

Svava frá Strandbergi , 6.1.2008 kl. 22:32

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Óskar nær þessu alveg!

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.1.2008 kl. 22:45

10 Smámynd: Júlíus Valsson

Hve lengi á maður að segja "Gleðilegt ár"?

Júlíus Valsson, 6.1.2008 kl. 23:26

11 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Í það minnsta fram að þrettánda. Gleðilegt ár!

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.1.2008 kl. 23:44

12 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Er ekki nóg að æsa upp JVJ með reglulegu millibili?  Þarf að reyna að ná öllum hinum upp líka? 

Ég tek bara niður mín jólaljós þegar mér sýnist! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 7.1.2008 kl. 00:10

13 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er bara að benda hranalega á það að jólin eru búin. Sama hvað þið segið! Svo hef ég bara einu sinni bloggað eitthvað um trúmál, ekki með reglulegu millibili. En trúið mér: Jólin ERU búin. Ætlar einhver að mótmæla því? 

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.1.2008 kl. 00:19

14 Smámynd: Júlíus Valsson

Gleðilegt ár Siggi og aðrir félagar!

Júlíus Valsson, 7.1.2008 kl. 00:26

15 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta er svo hinn dæmigerði sjálfhverfi frekjudallahugsunarháttur nútímans, sem aldrei skyldi orðið hafa, að segja alltaf bara: þegar MÉR sýnist. Það er ekki nema von að maður sé orðin gamall og geðstirður í þessu ÖMURLEGA andrúmslofti. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.1.2008 kl. 00:34

16 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

  Jájá, jólin eru búin, það er óumdeilt. En hversu hranalega sem þú skipar okkur að taka niður jólaljósin og hversu geðstirður sem þú verður yfir óhlýðninni þá gerum við það bara þegar okkur sýnist - og hananú!  

Lára Hanna Einarsdóttir, 7.1.2008 kl. 01:05

17 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Lára þó! Þú átt ekki að brúka kjaft við þér eldri og geðstirðari mann!

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.1.2008 kl. 01:11

18 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég brúka kjaft við þá sem þarf að brúka kjaft við. Annað væri óforskammað.

Lára Hanna Einarsdóttir, 7.1.2008 kl. 01:12

19 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Ég ætla að tendra eitt lítið sprittkerti fyrir Nimbus.  Má það?

Ásgeir Kristinn Lárusson, 7.1.2008 kl. 10:24

20 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Vitiði að nimbus þýðir geislabaugur? Þið eigið því að koma fram við mig samkvæmt því.

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.1.2008 kl. 11:00

21 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Nimbus þýðir nú ýmislegt fleira, minn kæri - bara velja:

1.(í goðsögnum Grikkja og Rómverja)dýrðarljómi sem umlukti goð er þau stigu á jörð niður.
2. ára, geislahjúpur.
3. geislabaugur.
4. regnský, regnþykkni.

Lára Hanna Einarsdóttir, 7.1.2008 kl. 11:34

22 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Eða sláið inn nimbus.com og þá kemur sannleikurinn í ljós!

Ásgeir Kristinn Lárusson, 7.1.2008 kl. 11:38

23 identicon

Sammála þér Sigurður, jólin eru búin niður með jólaljósin og skrautið.

Kveikið bara á kertum til að lífga upp skammdegið fram til páska en þeir eru mjög snemma í ár.

Jóhanna Guðm. (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband