8.1.2008 | 16:58
Gegn niðurrifi!
Mér finnst skelfilegt að lesa þann hug sem sést á sumum bloggsíðum og athugasemdum á þeim til merkilegra gamalla húsa: kofar, hrófatildur, fúahjallar, drasl og jafnvel brígls um nasisma ef menn vilja vernda þessi hús. Það er líka eins og eitthvað lostafullt hatur logi í þessum ummælum, hlægjandi fyrirlitning sem minnir á ofsann í rétttrúuðum eða kvenhatara á jafnréttissíðum. Hvað veldur slíkum býsnum?
Ég held að það sé fyrst og fremst menningarleysi. Stefán Snævarr heimspekingur kallar það fólk plebbakynslóðina sem skynjar ekkert af fortíð sinni og sögu en lifir bara í gapandi tómarúmi. Ég trúi því samt ekki að þannig fólk sé meirihluti borgarbúa.
Auðvitað breytast borgir og þróast með tímanum og menn geta deilt um niðurrif einstakra húsa. En þegar fyrir liggur að rífa eitthvað um hundrað hús og gjörbreyta ásýnd gamla bæjaris og gera skurk í rótgrónum hverfum eins og Þingholtunum ættu borgararnir að rumska og hugsa sinn gang. Hvernig borg viljum við lifa í?!
Ég er uppalinn í þessari borg og þekki vel sögu hennar í heild og einstakra húsa. Ég finn sárt til þess hvernig peningaöfl eru að rústa ásýnd miðbæjarins með turnbyggingum og niðurrifi allt að því heilla hverfa.
Ég get ekki á mér setið að lýsa þessu yfir og veita Torfusamtökunum og íbúum Þingholtanna og annarra gamalla hverfa fullan stuðning í baráttu þeirra.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 18:20 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Mikið lifandis skelfingar ósköp er ég sammála þér núna - og Stebba Snævarr líka! Ég hef verið að berjast fyrir umhverfi mínu hér við Vesturgötuna því engu á að eira og þú ættir að sjá ferlíkið sem stendur til að reisa við hliðina á æskuheimili þínu. Vonandi verður ekkert af því en það er ekkert hlustað á íbúana í kring sem eiga gífurlegra hagsmuna að gæta.
Ég er meðlimur í Torfusamtökunum og fólk þarf bara að senda tölvupóst á annað af þessum netföngum til að skrá sig í samtökin: thordurm@hive.is - torfusamtokin@hive.is.
Ég fékk þennan póst frá Torfusamtökunum í fyrradag og skora á alla sem lesa þetta að senda póst til borgarstjóra:
NÝÁRSÁSKORUN frá Torfusamtökunum
Það er mikilvægt að sem flestir sendi eitthvert skeyti til
borgarstjóra á netfangið borgarstjori@reykjavik.is og segi hug sinn.
Tveir eru nöldur, tuttugu er fjölmenni og tvöhundruð verða ekki
hundsaðir. Skeytið þarf ekki að vera flókið, aðeins láta vita af sér
og sýna að okkur er ekki sama, við fylgjumst með.
Skorum á borgarstjóra að snúa blaðinu við varðandi niðurrif í gamla
bænum.
Niðurrif húsanna tveggja sem gæti byrjað strax nú í janúar er bara
byrjunin á ferli sem sér ekki fyrir endann á.
Þetta mál vegur salt þessa dagana svo hvert skeyti mun vigta þungt.
Nú er tækifæri.
Gleðilegt nýtt ár.
Kveðja,
Snorri F. Hilmarsson
Lára Hanna Einarsdóttir, 8.1.2008 kl. 17:15
ég skil mjög vel það viðhorf að vernda hús sem eru falleg eða hafa eitthvert menningarlegt eða sögulegt gildi.
en að vernda hús eingöngu vegna þess þau eru gömul, finnst mér fáránlegt.
Brjánn Guðjónsson, 8.1.2008 kl. 17:32
Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.1.2008 kl. 19:19
Nú erum við fullkomlega sammála Sigurður!
Þórdís (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 19:23
Sammála Brjáni.
Burtu með þessa HJALLA.
Sigurður, mitt álit er að mönnum finnist erfitt að horfa á eftir gömlum húsum sem þeir hafa eins og þú alist upp með. Þeim finnst eins og verið sé að rífa þau síðustu tengsl sem þeir hafa við æsku sína og kannski líka minningar um það fólk sem fallið er jafnvel frá. Þeim finnst eins og það sé verið að ríf uppruna sinn frá sér....Lifðu í núinu, þróastu með tímanum, fagnaður nýungum og skildu að nýir menn vilja byggja ný hús.
Elsku Sigurður, tíminn líður og með nýju fólki og nýjum tíma koma ný hús. Gamalt víkur fyrir nýju. Þannig er nú bara lífið.
Halla Rut , 8.1.2008 kl. 19:32
Þetta er nú ekki alveg svona einfalt Halla Rut. Lestu þau menningarlegu og bæjarskipulagslegu rök sem Torfusamtökin og fleiri hafa sett fram, t.d. um það hvað skapar aðlaðandi sérkenni borga. Skoðaðu öll gömlu fallegu húsin sem hafa verið gerð upp í miðbænum. Þau voru líka einu sinni kölluð kofar. Hver vill missa þau núna? Og ef á að setja allt það gamla í Sorpu, hvað þá um mig? Beint á haugana með karlhelvítið?!!
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.1.2008 kl. 19:39
Halla Rut er dæmigerður fulltrúi plebbanna, halda að hamingjan finnist í nýbyggingum, sennilega er Kringlan sá staður sem hún leitar hvíldar og rómantíkur.
Gömul hús eru menningarverðmæti, vissulega mismikil, en það á að fara varlega í að eyðileggja þau.
Hótel á þessum stað er eitt hið heimskulegasta sem ég hef heyrt lengi, þó það væri bara vegna þess að rútur komast alls ekki að því og bílastæðin eru í lágmarki.
Ævar
Óvissuferðir ehf, 8.1.2008 kl. 19:57
Halla Rut er enginn plebbi! En fólk hugsar ólíkt. Það var viss sannleikur í orðum hennar um mínar gömli persónulegu minningar en þær eru bara lítill hluti málsins. En skoðiði myndina í blöðunum sem Torfusamtökin hafa gert um húsin á Laugavegi hækkuð um eina hæð, takið eftir þeirri tign sem í þeim felst en samt einhver tímalaus innileiki. Það eru nákvæmlega svona fyrirbæri sem gera borgir merkilegar, að hægt sé að skynja að borgin eigi sér uppruna, sögu og minningar.
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.1.2008 kl. 20:09
Óvissuferðir ehf...það er nú gert ráð fyrir bílakjallara í Hótelinu. Frábærar hugmyndir. Ég skil bara ekki þessa síki að dýrka allt sem áður var gert en geta ekki dáðst af því sem byggt er nú. Dáist þið ekki að þeirri miklu tækni og hönnun sem prýðir nútíma byggingar? Af hverju má ekki lofsama það sem nýtt er heldur eingöngu það sem er fornt.
Nei Sigurður ég vil ekki henda þér á haugana enda ertu ekki allur en það er hins vegar það hús sem hér um ræðir.
Halla Rut , 8.1.2008 kl. 20:29
Ég verð að víst skelfa þig enn meira Sigurður með því að taka undir að þessi tilteknu hús séu kofar og fúahjallar.
Saga þeirra ber í raun ekki nein menningarverðmæti né heldur byggingarsöguleg verðmæti. Því sé ég ekkert að því að þetta sé rifið niður, og kýs það jafnvel heldur en að láta þau standa.
Mér er hins vegar alls ekki sama um hvað kemur í staðinn.
Það er ekkert að því að því að byggja þarna ný hús, eitthvað stærri, en í gömlum stíl. Og rétt er að setja strangar kröfur um útlitið. Þannig er bæði hægt, að halda samræmi í götumynd og bæta húsakostinn.
Ingólfur, 8.1.2008 kl. 20:31
Ég styð baráttu Torfusamtakanna í þessu máli heilshugar, þó ekki væri nema bara af fagurfræðilegum ástæðum. Þótt húsin séu ekki falleg í dag, þá geta þau vel orðið það eftir endurbætur og jafnvel hækkun um eina hæð eins og Sigurður nefnir. Fagurfæðilegt gildi slíkra bygginga í miðbænum er ótvírætt meira en þessara nýju og arðbæru stórhýsa sem risið hafa víða að undanförnu.
Emil Hannes Valgeirsson, 8.1.2008 kl. 20:42
Sigurður ég er búin að lesa bloggið þitt svo oft og ég get bara ekki sætt mig við að að þú sért svona mikill afturhaldsinni í þessum málum.
Opnaður augun og horfðu á myndina af þessum húsum. Lokaðu svo augunum og færðu þig yfir í nútímann.
Emil: Er þetta einhver öfund hjá þér.
Halla Rut , 8.1.2008 kl. 20:50
Halla Rut: Það er ekki réttmætt að bera mönnum á brýn að þeir lifi ekki í nútímanum þó þeir vilji ekki rífa þessi hús. Það eru rök fyrir því að halda þeim. Ég er ekki að segja að það megi ekki deila um þau rök. Margir þeir sem unnið hafa að skipulagsmálum og húsavernd hafa sett rök fyrir því að halda þeim og einmitt með þeim rökum að niðurrifsstefna sé á undanhaldi í nútímahugsun. Svo má heldur ekki horfa framhjá því að þessi færsla mín er ekki bara um ÞESSI hús, sem reyndar eru hvergi nefnd, heldur hefur vún víðari skírskotun, þ.e. til þeirrar hugmyndar að rífa ein hundrað hús í miðbænum og líka til þeirrar turnvæðingar sem er að ryðja sér til rúms t.d. í Skuggahverfinu og eru vægast sagt umdeild. Ég vísa því fullkomlega á bug að verndunarhugsun í þessum málum (sem þarf auðvitað ekki að vernda allt) sé eitthvað í ætt við afturhald almennt séð.
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.1.2008 kl. 21:01
Eitt í viðbót Halla Rut: Ég get alveg sætt mig við að þú sért sú niðurrifsmanneskja sem þú ert! Ég er alveg sallarólegur yfir því og fullkomlega sáttur við það. En ég er bara ekki sammála þér.
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.1.2008 kl. 21:04
Ég tek undir með Sigurði, málið er ekki svona einfalt, Halla Rut. Gömul hús eru hluti af sögu okkar, hvort sem þau eru falleg eða ljót, byggð af vanefnum eður ei, og okkur ber siðferðileg skylda til að virða þau og varðveita eins vel og við getum. Það er nóg pláss fyrir nýbyggingar annars staðar en einmitt þar sem gömul hús standa.
Við megum ekki falla í þann forarpytt að henda öllu sem er gamalt og byggja bara eða kaupa nýtt. Þá glatast samfellan í sögunni og við missum jarðsambandið við grunninn að tilveru okkar á þessu landi.
Þar sem ég vinn meðal annars við ferðaþjónustu get ég sagt þér að rútur, bæði stórar og smáar, jafnvel smæstu rútur fara ekki ofan í bílakjallara til að sækja fólk. Við Laugaveginn eru 3 hótel, Frón, Room with a view og Skjaldbreið og það eru eilíf vandræði fyrir utan þessi hótel þegar verið er að sækja ferðamenn. Það er bara ekkert pláss.
Manneskja mér nákomin vinnur á Hótel Skjaldbreið (Laugavegi 16) og þar eru alltaf vandræði um helgar vegna hávaða frá öldurhúsum, bílum og háværu fólki úti á lífinu. Kvartanir eru margar og miklar og erfitt fyrir gesti hótelsins að festa blund. Svo eiga gestir sem eru að bíða eftir að vera sóttir í flug um kl. 5 á morgnana stundum fótum fjör að launa vegna sauðdrukkna liðsins sem veitist að þeim þar sem það stendur á gangstéttinni með farangurinn sinn.
Laugavegurinn er ekki góð staðsetning fyrir hótel.
Lára Hanna Einarsdóttir, 8.1.2008 kl. 21:07
Halla Rut , 8.1.2008 kl. 21:07
Mér finnast flottar hugmyndirnar um að lyfta húsunum við Laugaveginn. Húsinu á suðvesturhorni Glerárgötu og Strandgötu á Akureyri var lyft fyrir allmörgum árum og settur þar kínverskur veitingastaður skömmu síðar sem kollegi minn nátengdur Kína segir að sé besti kínverski veitingastaður í Evrópu. (Eða var því að hann er nýhættur, veitingastaðurinn ... )
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 8.1.2008 kl. 21:25
Skoðið þetta og sjáið mynd af tillögu Torfusamtakanna um Laugaveg 4 og 6.
Lára Hanna Einarsdóttir, 8.1.2008 kl. 21:31
"Stefán Snævarr heimspekingur kallar það fólk plebbakynslóðina sem skynjar ekkert af fortíð sinni og sögu en lifir bara í gapandi tómarúmi. Ég trúi því samt ekki að þannig fólk sé meirihluti borgarbúa."
Því trúi ég ekki heldur, en er ansi hrædd um að það sé meiri hluti bloggara! Því miður.
Edda Agnarsdóttir, 8.1.2008 kl. 21:40
Sammála Stefáni og þér Sigurður. Gott að vita að enn er til hugsandi hugsjónafólk sem hefur heilbrigða sýn á hvernig borg það vill sjá standa eða rísa.
Anna Karlsdóttir, 8.1.2008 kl. 22:47
Borgarskipulag stjórnlaust og fátt hefur verið gert að viti í áratugi.
Sem sínir sig að aðalskipulag eða deiliskipulög ýmsa reita eru brot á húsafriðunarlögum , umhverfislögum , samgöngulögum , heilbrigðislögum og varða endalausa fjársóun bæði ríkisins og borgarinnar.
Húsafriðunarlög: Laugavegur 4-6 aðeins lítið brot.
Samgöngulög:Að úthluta lóðum og gefa byggingarleifi á svæðum þar sem samgöngur eru í molum og endalausar umferðateppur.
Umhverfislög: Að hafa þungamiðju atvinnu og skóla í 101 en ekki í miðri borginni, sóun á eldsneyti varðar umhverfislög.
Heilbrigðislög: Að ætla að leysa umferðavanda vegna 101. með jarðgöngum í allar áttir yrði heilsuspillandi bæði á líkama og sál.
Fjárlög: Að ætla að reisa risa umferðamannvirki neðanjarðar til þess eins að geta brotið gömlu borgina og reist risa gler kumbalda í staðin.
Með nýjum miðbæ við Elliðaráósa fengu byggingarverktakar og fjárfestar nýtt athafnarsvæði og um leið fengi gamli bærinn eðlilegt viðhald.
Sturla Snorrason, 8.1.2008 kl. 23:34
Ég er sammála Sigurði að það er skelfilegt að lesa þessi orð höfð um öll þessi gömlu hús sem setja sinn sérstaka svip á miðbæinn. Hvað verður eiginlega eftir af honum ef öll gömul hús verða rifin? Ég get svarað því : Steinsteypa og aftur steinsteypa, forljót steinsteypa. Það er steypa að tala um að rífa allt niður sem tilheyrir fortíðinni. Við eigum ekki svo mikið af gömlum húsum að við höfum efni á að rífa þessi hús niður. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.
Ég fór í haust til Prag, sem sumir kalla fegurstu borg Austur-Evrópu. Þar er mikið af gömlum byggingum og sagan andar alls staðar á móti manni þegar maður gengur þar um stræti. Af hverju vilja margir Íslendingar aðeins lifa í núinu og helst afmá allt sem við kemur fortíð bæjarins? Tek það fram að ég nota orðið bær, vegna þess að mér er ekki tamt að kalla hið ofvaxna fiskimannaþorp Reykjavík borg.
Ég hreinlega skil þetta ekki!!!
Greta Björg Úlfsdóttir, 8.1.2008 kl. 23:54
1) Það er ekkert samræmi í byggingarstíl í miðbænum. Saman blandast flott, sjarmerandi gömul hús, kofaræksni, steypuklumpar og glerhýsi.
2) Miðbær þarf að hafa ákveðinn sjarma til þess að vera sterkur.
3) Húsin sem eru í fréttum núna hafa engin söguleg verðmæti og engin byggingalistar verðmæti. Einu menningarverðmætin felast í að götumyndin er aðeins skárri með þessum kofum en með hótelinu sem á að byggj.
4) Til hvers að hækka þessa kofa ef það er hægt að gera götumyndina mun meira sjarmerandi með því að byggja þarna í stíl við flottustu húsin í miðbænum. Það væri bæði ódýrara gæfi miðbænum meiri sál.
Mín tillaga:
A) Ekki vernda hvað sem er bara af því það er gamalt. Pössum upp á menningarlega verðmætu húsin í miðbænum en leyfum hinum að fara.
B) Setjum kvaðir á um það sem byggt er nýtt passi við þann stíl sem við viljum hafa á miðbænum (passi við flottustu húsin þar)
Þannig munum við smátt og smátt fá samræmi í miðbæinn og gerum hann meira aðlagandi.
Ingólfur, 9.1.2008 kl. 00:17
Það er meira vit í svona vel ígrunduðum tillögum heldur en hótelhugmyndinni. Menn deila reyndar um það hvort húsin hafi menningarlegt og sögulegt gildi. Ég tel að þau hafi það, ekki síst hvað götumyndarleg sjónarmið varðar sem eru einmitt sögulega menningarlegt fyrirbrigði, það er ekki að ófyrirsyngju að þér er ekki sama hvað gert verður við götumyndina, hún verði að hafa eitthvað samræmi. Þessi hús eru ekki hvaða gömul hús sem er, heldur hluti af neðsta parti Laugavegs, elsta partinum á elstu verslunargötu bæjarins fyrir utan Kvosina sem sagt. Það hefur nokkuð að segja.
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.1.2008 kl. 00:29
Ég iðrast sáran fyrri orða minna um hrófatildur, kofskrifli og fleira í þeim dúr. Þessar skoðanir mínar byggðust á eigin mati því miður.
Línan kom svo í Mogg í dag, aðallega í forystu- og opnugrein og er ég nú eldheitur fortíðar og stöðnunarsinni. Í það minnsta á meðan Moggi hefur þessa skoðun......
Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.1.2008 kl. 11:08
Hverju á ég nú að trúa um skoðanir þínar Heimir?! Annars er mér sama um skoðanir fólks. Ég hef ekki séð Moggatetur í dag. Annars er þetta ekki spurning um stöðnun svo ég ítreki það aftur. Getiði ekki skilið það!? Og alltaf er svo gaman af iðrandi afturhvarssinnum! Ég tala nú ekki um þegar iðrun þeirra er djúp og sönn og ekki sögð í spéi og háði!!
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.1.2008 kl. 11:36
Hefur fólk séð "dauðalistann" yfir þau hús á svæði 101 sem eiga að hverfa? Ég held að margir, meira að segja þeir allra framfaraglöðustu eigi eftir að grípa andann á lofti við að sjá hvaða hús eiga að hverfa til að nútíminn geti hafið innreið sína á Laugaveginn. Eða hvað það er sem menn eru að reyna að sanna með þessu fyrirhugaða niðurrifi.
Markús frá Djúpalæk, 9.1.2008 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.